Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 14
FRÉTTIR Innlent14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Tröllasmiður, eitt stærsta skordýr á Íslandi, er útbreiddari en áður var talið. Náttúrustofa Suðausturlands hefur gefið út skýrslu, Útbreiðsla tröllasmiðs í Sveitarfélaginu Horna- firði 2022, eftir Hólmfríði Jakobs- dóttur, Kristínu Hermannsdóttur og Lilju Jóhannesdóttur sem er forstöðumaður Náttúrustofunnar. Þar kemur m.a. fram að svo virðist sem tröllasmiðurinn sé að færa sig austar á bóginn. Tröllasmiður finnst aðeins í Sveitarfélaginu Hornafirði á svæðinu frá Hoffelli í Nesjum og austur fyrir Almannaskarð. „Við fengum einn tröllasmið í gildru í Lóni, rétt austan við Almanna- skarð, þannig að hann er þar. Fram að þessu hafði ekki fengist trölla- smiður í Lóni þannig að það virðist sem hann sé að auka útbreiðslu sína,“ segir Lilja Jóhannesdótt- ir, forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands. Einnig hefur sést til tröllasmiða, t.d. við Slaufrudal og bæinn Syðri-Fjörð, samkvæmt tilkynningum heimamanna. Þá fann Náttúrufræðistofnun Íslands tröllasmið úti á Horni í Nesjum 1997 og er það austasti fundarstaður dýrsins. Ætla má að stóru jökulfljótin takmarki útbreiðslusvæði tröllasmiðsins. Lilja bendir á að þrátt fyrir þau geti skordýrið fært sig enn austar á bóginn. „Það væri gaman að setja upp fallgildrur enn lengra í austur,“ segir Lilja. Frekari rannsóknir á tröllasmiði hafa ekki verið ákveðnar, að sögn Lilju. Til þess þyrfti að fá fjármagn og finna starfsfólk til að sinna verk- efninu. Hún segir að það sé snúið að fá starfsfólk til Hafnar vegna þess hve lítið húsnæði er í boði. „Þetta er klárlega nokkuð sem okkur langar að gera, en það er ekki alveg í kortun- um,“ segir Lilja. Tröllasmiðir eru fremur fáséðir og virðast vera staðbundnir. Lilja segir að tegundin hafi ekki verið mikið rannsökuð og til dæmis er ekki almennilega vitað hver lífsferill tröllasmiðsins er á Íslandi né heldur hver viðkoman er. Fram kemur í skýrslunni að lífsferill tröllasmiðs sé breytilegur eftir svæðum erlendis. Líklegt er talið að hitastig hafi áhrif á lífsferil dýrsins en rannsóknir í Englandi sýndu að dýr sem lifðu í 100 metra hæð yfir sjávarmáli í Englandi höfðu aðallega einæran lífsferil en bjöllur sem lifðu yfir 250 metra hæð yfir sjávarmáli höfðu aðallega tvíæran lífsferil. Auk þess urpu kvendýr á láglendi fleiri eggjum en þau sem lifðu hærra yfir sjávarmáli. Í skýrslunni segir að æskilegt væri að fara í umfangsmeiri rannsókn á þéttleika og útbreiðslu tröllasmiðs. Gott væri að nota gildrur sem eru þannig útbúnar að þær sé hægt að hafa opnar yfir allt rannsóknar- tímabilið, m.a. í rigningu. Einnig væri fróðlegt að leggja gildrur austar en útbreiðslusvæði tröllasmiðs nær. Niðurstöður þessarar rannsóknar og tilkynningar frá heimamönnum bendi til þess að tegundin sé að teygja sig lengra austur. Tröllasmiðurinn er bjalla af járnsmiðsætt og er einnig kallaður tordýflamóðir en tordýfill er annað heiti á járnsmiði. Hann finnst í graslendi, mólendi og skóglendi víða á meginlandi Evrópu, Bret- landi, Írlandi, Færeyjum og Íslandi. Útbreiðslusvæðið nær austur að Karpatafjöllum, suður til Spánar og norður til Norður-Noregs og Kólaskaga. Tegundin hefur líklega átt heima hér á landi frá því löngu fyrir landnám og jafnvel frá því fyrir lok síðustu ísaldar. Íslenski trölla- smiðurinn er undirtegund sem er nokkuð frábrugðin tröllasmiðum í Noregi, Skotlandi og Færeyjum. Undirtegundin finnst því hvergi annars staðar í heiminum. lEitt stærsta skordýr Íslands náðist í gildru í LónilÍslenska undirtegundin finnst hvergi annars staðar í heiminumlFræðimenn telja æskilegt að rannsaka íslenska tröllasmiðinn og lífsferil hans betur Tröllasmiðurinn er á austurleið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ljósmynd/Erling Ólafsson Tröllasmiður Hann er eitt stærsta skordýr á Íslandi. Dýrið á myndinni var 21 millimetri. Tegundin finnst einungis í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fæst í öllum apótekum Bláa lónið studdi Krabbameins- félagið í ár með þátttöku í átaks- verkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélags- ins. Að þessu sinni söfnuðust 4,3 milljónir króna og hefur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, afhent Krabbameins- félaginu þá upphæð. Bláa lónið hefur veitt stuðning við verkefni Krabbameinsfélagsins allt frá árinu 2015, segir í tilkynningu. Tilgangur Vísindasjóðs Krabba- meinsfélagsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, m.a. með því að styrkja með fjárfram- lögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð- um og lífsgæðum sjúklinga. Vísindasjóðurinn hefur frá árinu 2017 veitt 71 styrk, alls 384 milljónir króna, til 41 rannsókna og hefur Bláa lónið verið einn af helstu stuðningsaðilum sjóðsins allt frá stofnun hans árið 2015. Í tilkynningu er haft eftir Helgu Árnadóttur að átaksverkefni Krabbameinsfélagsins séu mikil- væg og Bláa lónið sé stolt af því að leggja því lið. „Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda mikilvægt að styðja við og efla íslenskar rannsóknir á krabbamein- um. Vísindasjóður Krabbameinsfé- lagsins vel til þess fallinn að halda utanum um þær,“ segir Helga. lVísindasjóður Krabbameinsfélags- ins styrktur Bláa lónið gaf 4,3 milljónir króna Styrkur Árni Reynir Alfreðsson tekur við styrknum frá Helgu Árna- dóttur hjá Bláa lóninu. einnig meira en áður. Nefnt er að enn sé ekki búið að ljúka vigtun efna nema fyrir fyrstu tíu mánuði ársins. Sérsveitin í 40% fleiri útköll Alls voru 388 vopnaútköll skráð hjá sérsveit ríkislögreglustjóra árið 2022. Það eru 40% fleiri útköll en að meðaltali síðastliðin þrjú ár. Í 62% þessara mála, þar sem ein- hver ber vopn og sérsveit er kölluð til, er um að ræða egg- eða stungu- vopn og í 23% málanna var um að ræða skotvopn. Hegningarlagabrot- um, sérrefsilagabrotum og umferð- arlagabrotum fækkaði hins vegar. Tæplega helmingur hegn- ingarlagabrota á höfuðborgar- svæðinu var með skráðan vettvang á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær yfir Háaleiti, Hlíðar, Laugardal, mið- borg, Seltjarnarnes og Vesturbæ. Þar af voru um 16% hegningarlaga- brota með skráðan vettvang í mið- borginni. Þegar litið er til grunaðra í hegn- ingarlagabrotum má sjá að 78% grunaðra voru karlar og 22% konur. Þá voru nokkrir kynsegin einstak- lingar uppvísir að brotum. Í bráðabirgðatölunum segir að á árinu voru að jafnaði skráð 396 mál á sólarhring hjá lögreglu og þar af fólu að jafnaði 112 tilvik á sólarhring í sér útkall af einhverju tagi. Er það svipaður fjöldi og í fyrra. Alls voru rétt yfir 4.300 einstaklingar hand- teknir þetta árið. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á óvenjumikið magn fíkniefna á árinu og ljóst er að um er að ræða metár. Þetta kemur fram í bráðabirgðatöl- um lögreglu fyrir árið. Þar segir að lögregla og tollgæsla hafi aldrei lagt hald á meira mari- júna, eða yfir 160 kíló, það átti einnig við um amfetamínbasa, en lagt var hald á 47 lítra. Þá lagði lögregla hald á yfir 140 kíló af kókaíni, en lagt var hald á um 100 kíló fyrst í Hollandi. Lagt var hald á tæplega 21 lítra af MDMA-basa og rúm 2 kíló af metamfetamínkristöllum, sem er lBráðabirgðatölur lögreglunnar um afbrot ársins liggja fyrirl160 kg af marijúana og 140 kg af kókaíni Metár hjá lögreglunni í magni fíkniefna Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fíkniefni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á gríðarlegt magn fíkniefna á árinu, t.d. 160 kg af maríúana og 140 kg af kókaíni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.