Morgunblaðið - 31.12.2022, Side 18

Morgunblaðið - 31.12.2022, Side 18
FRÉTTIR Innlent18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is „Framkvæmdir við stækkun flug- hlaðs ganga vel og milda veðrið í nóvember og byrjun desember hafði sitt að segja. Lokahnykkur á þeirri framkvæmd er að malbika bæði hlað og nýja akbraut og það verður gert næsta sumar. Útboðsgögnin eru í yfirferð og verða gögnin sett út núna um miðjan janúar,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, fram- kvæmdastjóri Isavia Innanlands- flugvalla. Rétt ár er frá því skrifað var undir samning milli Isavia Innanlandsflug- valla og Byggingafélagins Hyrnu um viðbyggingu við flugstöðina á Akur- eyri. Viðbyggingin verður um 1.100 fermetrar að stærð og samnings- upphæðin er ríflega 810 milljónir króna. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að nýja viðbyggingin yrði tilbúin síð- sumars árið 2023, en Sigrún Björk segir að tafir hafi orðið á verkinu, m.a. vegna seinkunar á öllum að- föngum en það gildi um allan heim. Viðbyggingin verður að hennar sögn reist á vormánuðum. „Eftir það verður byrjað á breytingum innanhúss í eldri hluta byggingarinnar og gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki vorið 2024.“ Til að mæta auknum farþega- fjölda og draga úr árekstrum milli innanlandsflugs og millilandaflugs var komið upp viðbótaraðstöðu í suðurhluta byggingarinnar fyrir innanlandsfarþega og hefur hún komið að góðu gagni. Aukinn áhugi flugfélaga á að nýta nýjar gáttir „Starfsfólk okkar á Akureyrar- flugvelli ásamt starfsmönnum Icelandair, Tollsins og lögreglunn- ar á heiður skilinn fyrir að láta hlutina ganga upp. Framkvæmda- tími á flugvelli í fullum gangi verður alltaf flókinn og þarf að taka tillit til margra þátta,“ segir Sigrún Björk . Hún segir merki um nú að áhugi erlendra flugfélaga á að nýta sér nýjar gáttir inn til landsins bæði á Akureyri og Egilsstöðum hafi aukist. „Næsta sumar frá júní til ágúst eru staðfest 70 millilandaflug frá Akur- eyri og í það heila frá janúar til nóv- ember á árinu 2023 verða tæp 200 millilandaflug,“ segir Sigrún Björk. lFramkvæmdir við nýja viðbyggingu við flugstöð á AkureyrarflugvellilTæplega 200millilandaferðir staðfestar á næsta árilAukinn áhugi erlendra flugfélaga Tafir á viðbyggingunni Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Tefst Snjór liggur yfir grunni viðbyggingarinnar við flugstöðina á Akureyri en verktakinn bíður eftir að fá aðföng send að utan til verksins. Morgunblaðið/Margrét Þóra Viðbygging Svona var umhorfs í haust þegar framkvæmdir voru á fullu. Embætti ráðuneytis- stjóra laust Embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðu- neytinu hefur verið auglýst laust til umsóknar. Ráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022 eftir breytingar á verkaskiptingu Stjórnarráðs Íslands í árslok 2021. Núverandi ráðuneytisstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, verður sjö- tugur hinn 17. febrúar á næsta ári og mun láta af störfum fyrir aldurs sakir. Skúli Eggert hefur á sínum starfsferli gegnt veigamiklum embættum hér á landi, verið skattrannsóknastjóri, ríkisskattstjóri og ríkisendurskoð- andi. Ráðuneytið starfar í fjórum skrifstofum, skrifstofu viðskipta og ferðamála, skrifstofu menningar og fjölmiðla, skrifstofu verðmæta- sköpunar og skrifstofu fjármála og gæðamála. Starfsfólk ráðuneytis- ins er rösklega 40 manna hópur. Fram undan er stefnumótun á málefnasviðum ráðuneytisins með starfsfólki þess, að því er fram kemur í auglýsingunni. Undir ráðuneytið heyrir fjöldi stofnana og eininga. Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2023. Menningar- og við- skiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. mars 2023. sisi@mbl.is Skúli Eggert Þórðarson Húsavík er nú tengd ljósleiðara Öll heimili, fyr- irtæki og stofn- anir á Húsavík geta nú tengst ljósleiðara Mílu og þar með nýtt sér 1Gb/s tengingu. Verkefnið hófst árið 2019. Nú í lok árs var lokið við síð- ustu tengingarnar og þar með er Húsavík að fullu ljósleiðaravædd Húsavík er nú, segir í tilkynn- ingu frá Mílu, komið í hóp bæjar- félaga þar sem Míla hefur lokið að fullu við lagningu ljósleiðara. Önnur bæjarfélög eru m.a. Selfoss, Skagaströnd, Hofsós, og Stokkseyri. Þá er lagning ljós- leiðara til heimila í Reykjanesbæ og á Egilsstöðum er langt komin. Húsavík Ljós skín. Katrín vill samtal um rafvarnarvopn Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra telur að samtal um innleiðingu raf- varnarvopna lögreglu þurfi að eiga sér stað innan ríkis- stjórnarinnar og þingsins. Í aðsendri grein í Morgunblað- inu í gær greindi Jón Gunnars- son dómsmálaráðherra frá ákvörðun sinni að hefja undir- búning að því að taka í notkun rafvarnarvopn. Í samtali við mbl.is sagði Katrín að hún hefði rætt við Jón í gærmorgun þar sem kom fram að hann myndi leggja fram minn- isblað um málið á ríkisstjórnar- fundi eftir áramót. „Auðvitað þarf hann að kynna hana [ákvörðunina] fyrir ríkisstjórn þó hún heyri stjórnskipunarlega undir hann. Þetta er stórt mál.“ Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.