Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 2

Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 2
Bjarni Viðar Sigurðsson - keramiker Það er keramiklistamaðurinn Bjarni Viðar Sigurðsson sem á heiðurinn af öllum borðbúnaði í myndaþáttum okkar. Bjarni er einn af okkar fremstu listamönnum og eru verk hans seld í virtum hönnunarverslunum um heim allan. Bjarni útrskrifaðist frá Århus kunstadademi árið 2000 og sama ár setti hann á laggirnar vinnustofu. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga og eru verk úr hans smiðju í eigu ýmissa opinberra aðila, fyrirtækja og einka- aðila um heim allan. Þess má geta að Bjarni framleiðir í dag sérstaka muni fyrir ýmsa veitingastaði á Íslandi. Hann vinnur mikið að gerð ýmiss konar glerungs og starfar í dag með fleiri hundruð tegundir, sem gefa fleiri þúsund möguleika á útkomum á þeim. Hann hefur leikið sér að gerð glerungs í rúm 20 ár og öðlast mikla reynslu og þekkingu á hinum endalausu túlkunarmöguleikum sem glerungur ljær leirlistinni. Í þeim leik hefur hann brotið margar hefðbundnar verklagsreglur um gler- ungsgerð og meðferð hans í viðleitni sinni til að fá fram ákveðna áferð og litbrigði. Bjarni vinnur allt í Unika-verkum, hvort sem um er að ræða stór eða smá verk. Hvert og eitt verk er skráð með númeri sem sýnir hvað það hefur fengið af glerungi. Þetta þýðir að Bjarni er með öll sín verk skráð hjá sér sem hann hefur gert frá námi. Ekkert er unnið af handahófi, heldur skráð eftir kerfi og allt eftir því hvað hvert verk mun fá af glerungi. Við hverja brennslu er alltaf nýr glerungur með og/eða nýjar samsetningar af honum. Einnig eru mörg verka hans brennd mörgum sinnum. 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022 Útgefandi Árvakur Umsjón og skrif Þóra Kolbrá Sigurðardóttir Ljósmyndir Kristinn Magnússon kristinnm@mbl.is Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumynd: Kristinn Magnússon Jólahefðirnar Ö ll höfum við okkar jólahefðir sem við ríghöldum í. Hefðir sem eru svo mikilvægar að fólk er tilbúið að arka um fjöll og firnindi í leit að fugli í útrýmingarhættu því annars verði bara engin jól og guð forði okkur frá því að borða skoskar villidúfur. Það er bara ekki það sama. Hamborgarhryggur virðist vera langvinsælasta jólamáltíðin hér á landi og fast á hæla honum koma svo kalkúnn, hangikjöt og ýmislegt annað sem við getum vart haldið jólin án. Í minni fjölskyldu er kjölfestumáltíðin um jólin hangikjöt og kartöflusalat en þetta margfræga salat á sér sögu sem mér finnst um margt áhugaverð. Móðir mín kynntist þessu salati á heimili vinafólks síns þegar hún var ung og tók strax ástfóstri við það. Hún kynnti það til leiks á heimili foreldra sinna þar sem það náði töluverðum vinsældum og náði þar fótfestu. Alla mína æsku fórum við í jólaboð til ömmu og afa þar sem boðið var upp á kalt hangikjöt og kartöflusalat. Ég varð því nokkuð hissa þegar ég frétti af því að þorri þjóðarinnar borðaði hangikjötið heitt með soðnum kartöflum og jafningi. Í fyrsta sinn sem ég bauð eiginmanni mínum (sem er matreiðslumaður) upp á salatið starði hann opinmynntur á aðfarirnar og spurði hvort ég væri að grínast. Það vantaði allt bragð í þetta salat. Ég brást við af minni alræmdu yfirvegun og sagði það alrangt enda væri salatið hið fullkomna mótvægi við salt hangikjötið. Hann hristi hausinn og þegar ég dró fram paprikukryddið, sem er nauðsynlegt að sáldra ofan á salatið, hristi hann hausinn einfaldlega meira og gafst upp. Frá þeim örlagaríka degi þegar móðir mín tók ástfóstri við salatið hefur það verið máttarstólpinn í jólahaldi fjölskyldunnar og ég hef staðfastlega boðað fagnaðarerindið af mikilli ákefð. Meira að segja eiginmaðurinn fær sér af því þótt hann stelist til að salta það og vera með smá bragðbætandi vesen. Meira að segja tengdafjölskylda mín virðist loksins vera að sjá ljósið og um helgina kláruðust heilar tvær skálar af því og létu menn nokkuð vel af því. Þetta kartöflusalat er nákvæmlega ekkert merkilegt og eins einfalt og hugsast getur. Bara kartöflur, egg, laukur og majónes. Helst í réttum hlutföllum. Þetta er síðan borðað með köldu hangikjöti og kryddað með paprikudufti. Eins metnaðarlaus matseld og hugsast getur. En í mínum huga … og fjölskyldunnar boðar þetta salat komu jólanna. Þannig er það nefnilega með jólahefð- irnar. Hversu ómerkilegar sem þær kunna að v þá skipta þær okkur svo miklu máli og þrátt fy allar gjafir og glingur eru það þessi litlu atriði sem öllu máli skipta. Matur er manns megin og jólamaturinn er heilagur. Í þessu blaði höfum við fjölda góðra uppskrifta frá okkar besta fólki og ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum. Það er alltaf gam- an að prófa eitthvað nýtt og breyta aðeins til … svo lengi sem burðarstykkin halda sér. Fyrir hönd Matarvefjar mbl.is óska ég ykkur gleðilegra jóla og vona að ykkur verði að góðu. Aníta Ösp Ingólfsdóttir -matreiðslumeistari Aníta útskrifaðist sem matreiðslumeistari árið 2016 en hefur unnið við matreiðslu síðan hún var 14 ára. Hún hefur unnið á veitingastöð- um um allan heim á borð við Batard í New York, Grace, BOKA og Yusho í Chicago og Sabor á Bahamaeyjum. Hún hefur verið yfirkokkur, einkakokkur og allt þar á milli enda einstaklega fjölhæfur matreiðslumaður og hokin af reynslu. Þetta eru fjórðu jólin í röð þar sem Aníta sér um jólamatinn og eins og sam- starfsfólk hennar getur staðfest eru uppskriftirnar í þessu blaði hver annarri girnilegri. irðast rir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir umsjónarmaður matarvefjar mbl.is Elva Hrund Ágústsdóttir - stílisti/útstillingahönnuður Elva er innanhússhönnuður að mennt og er mikill fagurkeri. Hún bjó átta ár í Danmörku þar sem hún starfaði meðal annars hjá hinu virta hönnunar- fyrirtæki Muuto. Elva starfaði lengi vel á tímaritinu Húsum og híbýlum sem blaðamað- ur, stílisti og ritstjóri. Eins hefur hún komið að mörgum verkefnum hér heima og erlendis fyrir fyrirtæki á borð við Epal, Bioeffect, Fólk Reykjavík, Vodafone, Mads Nørgaard og Magasin-verslananna í Danmörku – ásamt verkefnum í Berlín og Finnlandi, svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur af- burðasmekk og á heiðurinn af glæsilegu útliti þessa blaðs. Fólkið á bak við blaðið KristinnMagnússon - ljósmyndari Kristinn útskrifaðist sem ljósmyndari frá The Art Institute of Fort Lauderdale í Flórída 2005. Eftir útskrift hélt hann til Flórída þar sem hann starfaði sem ljósmyndari en þegar heim til Íslands var komið 2006 hóf hann störf hjá útgáfufyrirtækinu Birtíngi þar sem hann myndaði fyrir blöð eins og Nýtt líf, Hús og híbýli og Gestgjafann. Árið 2011 tók hann við sem yfirmaður ljósmyndadeildarinnar hjá Birtíngi og gegndi því starfi til 2013. Kristinn hefur starfað fyrir margar af stærstu auglýsingastofum og fyrirtækjum landsins og hefur frá árinu 2017 verið ljósmyndari hjá Morgunblaðinu. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars fyrir Tímaritamynd ársins árið 2021 sem var eimitt mynd úr Hátíðarmatarblaði Morgun- blaðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.