Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 5

Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 5
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 5 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kalkúnafylling Fyrir tvær bringur 200 g sveppir 1 laukur 40 g smjör 200 g beikon 100 g fínt brauð (5 sneiðar) 1 stk. grænt epli 50 g heslihnetur 1 hnefi steinselja 2 msk. Bezt á kalkún-krydd salt og pipar eftir smekk @ Skerið sveppi og lauk gróft, setjið á pönnu ásamt smjöri og steikið í 4-5 mín. @ Takið af pönnunni og setjið í matvinnsluvél. @ Skerið þá beikonið niður og steikið á pönnunni þar til það er fulleldað. @ Skerið skorpuna af brauðinu og skrælið eplið og brytjið niður. @ Setjið brauðið og eplið út í matvinnsluvélina ásamt heslihnetum, steinselju og kryddi og þá loks beikonið af pönnunni. @ Blandið vel saman og stoppið og skrapið niður með hliðunum ef þess þarf. Undirbúningur fyrir eldun 2 smjörsprautaðar kalkúnabringur u.þ.b. 800 g 2 msk. Bezt á kalkún-krydd eldunarvænt garn @ Leggið plastfilmu yfir borðið og kalkúnabr- inguna ofan á, skerið í bringuna til að hjálpa til við að fletja hana út. @ Þegar þið hafið skorið í hana leggið þá aðra filmu yfir og lemjið hana með kjöthamri eða kökukefli. Best er að hún verði jöfn á þykkt og að ummáli. @ Takið filmuna af og dreifið helmingnum af fyll- ingunni yfir bringuna og rúllið henni upp. @ Bindið hana með garni; ef þið eruð óviss hvernig er best að binda mæli ég með að fletta því upp á Youtube og þið verðið orðin meistarar í því á fimm mínútum. @ Endurtakið ferlið með seinni bringuna. @ Stillið ofn á 180°C. @ Leggið bringurnar á grind með ofnskúffu undir, gott er að setja 500 ml af vatni í ofnskúffuna til að halda raka í bringunum. @ Eldið bringurnar í u.þ.b. klst eða þar til þær hafa náð 70°C kjarnhita. @ Takið bringurnar út og takið garnið af þeim og berið fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.