Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 6

Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022 Heilsteikt nautalund og hátíðarkartöflusalat Heilsteikt nautalund Um 1 kg nautalund ólífuolía og smjör til steikingar salt, pipar og gott steikarkrydd @ Hitið ofninn í 220°C. @ Brúnið lundina á pönnu upp úr blöndu af olíu og smjöri stutta stund allan hringinn. @ Færið yfir í ofnskúffu og klárið eldun í ofninum þar til æskilegum kjarn- hita er náð (við tökum hana yfirleitt út í 52-54°C en þetta er smekksatriði). @ Leyfið steikinni að standa í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið skerið hana í sneiðar. @ Berið fram með kartöflusalati og trufflumajónesi (sjá uppskriftir hér að neðan). Hátíðarkartöflusalat Um 800 g soðnar kartöflur (niðurskornar) 80 g Til hamingju-pekanhnetur (saxaðar) 60 g Til hamingju-graskersfræ 60 g Til hamingju-þurrkuð trönuber (söxuð) 80 g blaðlaukur (saxaður) 300 g Hellmann‘s-majónes 2 msk. dijonsinnep 2 msk. hunang 1 tsk. timían (saxað) salt og pipar eftir smekk @ Setjið kartöflur, pekanhnetur, graskersfræ, trönuber og blaðlauk saman í skál. @ Pískið majónes, sinnep og hunang saman og hellið yfir allt saman ásamt timíani. @ Blandið öllu varlega saman með sleikju og smakkið til með salti og pipar. @ Geymið í kæli fram að notkun. Hér býður matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Berg- lind Hreiðarsdóttir upp á dýrindis nautalund sem hún heilsteikir og ber fram með hátíðarkartöflusalati og trufflumajónesi. Afganginn nýtir hún svo á snilldar- hátt í brauðtertu sem hún býður upp á daginn eftir. Um er að ræða undurfagra og afar bragðgóða roast- beef-brauðtertu með heimagerðu remúlaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.