Morgunblaðið - 01.12.2022, Síða 7

Morgunblaðið - 01.12.2022, Síða 7
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 7 Trufflumajónes 160 g Hellmann‘s-majónes 1 rifið hvítlauksrif 2 msk. truffluolía salt og pipar eftir smekk @ Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun. Roastbeef- brauðterta 1 rúllutertubrauð (fínt) heimagert remúlaði (sjá uppskrift hér að neðan) 250 g nautalund (skorin í litla bita) + þunnar sneiðar til skrauts 5 harðsoðin egg 4 msk. súrar gúrkur (saxaðar) 12 msk. steiktur laukur + meira til að þekja hliðarnar agúrkusneiðar og timían til skrauts @ Affrystið rúllutertubrauðið og notið botninn úr 15 cm smelluformi til að gera fjóra heila brauðhringi og tvo hálfa (samtals fimm brauðhringi). @ Setjið næst smelluhringinn (ekki botninn) á lítinn kökudisk og byrjið að stafla brauðtertunni inn í hann. @ Fyrst fer einn brauðhringur, næst vel af remúlaði (magn er smekksatriði), fjórðungur af niðurskorna nautakjötinu, eitt harðsoðið egg (í sneiðum), 1 msk. súrar gúrkur og um 3 msk. steiktur laukur. @ Endurtakið þrisvar og lokið síðan tertunni með heilum brauðhring. @ Þá má smyrja alla tertuna að utan með örþunnu lagi af remúlaði (gott að nota lítinn kremspaða). @ Setjið síðan vel af steiktum lauk í lófann og rennið lófanum upp hliðarnar á tertunni svo þær þekist af lauk og aðeins upp á tertuna sjálfa (svo það komi lauk-kantur á toppnum). @ Skreytið síðan að vild með þunnum nautakjötssneiðum, harðsoðnu eggi, agúrkusneiðum og timíani. Heimagert remúlaði 320 g Hellmann‘s-majónes 100 g sýrður rjómi 120 g dijonsinnep 40 g súrar gúrkur (smátt saxaðar) 1 tsk. karrí salt og pipar @ Pískið allt saman og smakkið til með salti og pipar. @ Geymið í kæli fram að notkun. Alvöru sósa fyrir sælkera Smjér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.