Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 13

Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 13
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 13 Sveppa-Wellington @ Eldað eftir leiðbeiningum á pakka. Sveppasósa – vegan 250 g sveppir 1 hvítlauksgeiri 1-2 greinar timian 250 ml vatn 350 ml vegan rjómi 100 g vegan rjómaostur 1 msk. sveppakraftur hreint maizenamjöl hrært í vatn til að þykkja. @ Sveppirnir skornir í sneiðar, hvítlaukurinn skorinn smátt og timianið pillað af greininni. @ Byrjað er að steikja sveppina og timianið, en þegar það er nánast tilbúið er hvítlauknum bætt út á. @ Þá er vatninu bætt út í sem og sveppakraftinum. @ Látið sjóða niður um rúmlega helming. Þá er rjómanum bætt við og hitað að suðu og að lokum er rjómaostinum hrært saman við. @ Þá er maizena og vatn hrist saman og hellt varlega út í sósuna meðan hrært er í henni, þar til passleg þykkt hefur náðst. @ Að lokum er sósan smökkuð til með salti og pipar. Grænkálssalat 250 g grænkál Grænkálssalatsósa (sjá uppskrift) granatepli epli pekanhnetur sýrt fennel @ Grænkálið er slitið af stilkunum og salatsósunni hellt yfir. @ Grænkálið er nuddað vel upp úr dressingunni í fáeinar mínútur. Þetta mýkir grænkálið upp. @ Síðan er smátt skornum eplum, granateplakjörnunum, pekanhnetum og sýrða fennelinu blandað saman við salatið. Sveppa-Wellington með grænkálssalati og sýrðu fenneli Sýrt fennel 2 fennelhausar 1,5 dl sykur 1,5 dl eplaedik 1,5 dl vatn 3 anísstjörnur @ Skorið er neðan af fennelinu og það skorið örþunnt. Best er að nota mandólín til verksins. @ Þá eru sykur, eplaedik, vatn og anísstjörnur sett í pott og hitað að suðu. @ Hellt yfir þunnt skorið fennelið. Geymt í lokuðu íláti. Salatsósan 1 dl góð olía 3 msk. eplaedik 2 msk. hlynsýróp 1 ½ msk. balsamedik 2 tsk dijonsinnep 1 stór hvítlauksgeiri @ Hvítlaukurinn rifinn eða kraminn með hvítlaukspressu í skál. @ Öllu öðru blandað saman við. Smakkað til með salti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.