Morgunblaðið - 01.12.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.12.2022, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022 Morgunblaðið/Árni Sæberg Létt kósí- kvöld „Ég er mikið fyrir bæði White Russian og Espresso Martini en hér er komin Flat White Martini með mögrum snúningi. Þar sem Baileys light var að lenda í verslunum hérlendis hef ég ákveðið að nota það í stað mjólkur í allt í desember.” 50 ml Baileys light 20 ml vodka 25 ml espresso ísmolar kaffibaunir eða ljósasería @ Kælið kokteilglasið með klökum. @ Setjið öll hráefnin í kokteilhristarann og hristið með ísmolum í 15 sekúndur svo að drykkurinn nái að bind- ast og mynda þykka froðu. @ Hellið kósíkvöldinu í kalt glasið. Skreytið með kaffibaun- um eða jólaseríu og berið fram. Baksviðs- jólaorku- skot „Baksviðs á jólatónleikum Baggalúts er ávallt hlaðborð með jólanarti og þar kennir ýmissa grasa. Það er mjög hentugt að grípa sér eitthvað smá af borðinu rétt áður en maður stígur á svið til að fá smá aukaorku og finna jólaandann koma yfir sig. Meistari Eyþór Gunnarsson kom mér upp á lagið með að setja piparrótarsósu á hangikjöt, enda smekkmaður mikill. Ég er hins vegar svo mikill ribbaldi að ég bætti laufabrauði við uppskriftina. Hún verður ögn flóknari fyrir vikið en ekkert sem einfeldn- ingur eins og ég ætti ekki að ráða við." smá hangikjöt smá laufabrauð smá piparrótarsósa @ Takið væna flís af hangikjöti, þó ekki stærri en einn munn- bita, og brjótið hæfilegt magn af laufabrauði.Setjið hangikjötið ofan á laufabrauðið. @ Smyrjið piparrótarsósunni ofan á. Það er fastur liður í jólaundirbúningi margra að hlusta á jólalög með Baggalúti og bregða sér á hina sívinsælu tónleika með þeim. Þar draga þeir fram allt það besta sem fylgir hátíðarhöldunum; hvort sem það er að murka lífið úr rjúpum eða bregða sér í kósígallann og njóta lífsins. Ekki má heldur gleyma hinni ógleymanlegu fæðingarsögu Jesú í þeirra flutningi eða mikilvægi góðrar föndurstundar til að losa um spennu. Hér deilir Baggalúturinn Karl Sigurðsson með okkur þremur þungavigtaruppskriftum úr eigin smiðju en sjálfur segist hann stefna að því að skipta mjólk út fyrir Bailey’s light í desember – sem við teljum nokkuð góða hugmynd – að minnsta kosti að loknum hefðbundnum vinnudegi. Kósíheit par exelans 999 kr/stk Rjúpa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.