Morgunblaðið - 01.12.2022, Page 18

Morgunblaðið - 01.12.2022, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022 Sænskar dásemdir Jennifer Berg Saffrankakameð hvítu súkkulaði Í Svíþjóð er afar vinsælt að nota saffran í eftirrétti og sætindi á aðventunni. Þessi kaka er sérstaklega góð þar sem ég nota súrmjólk í uppskriftina. Ég notaði 20 cm kökuform. Það er ekkert mál að nota stærri form ef þið viljið en þá borgar sig að tvöfalda uppskriftina. 85 g smjör 0,5 g saffran 1 egg 1,5 dl flórsykur 1,5 dl súrmjólk 2 dl hveiti 1 tsk. vanillusykur 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 75 g hvítt súkkulaði, fínt saxað @ Hitið ofninn í 175°C. Smyjið formið með smjöri, hveiti og brauðmylsnu. @ Bræðið smjörið og blandið saffrani við. Þeytið eggin og flórsykurinn uns létt og ljóst. @ Blandið þurrefnunum saman og blandið varlega saman við eggja- blönduna. Bætið súrmjólkinni við, því næst smjörinu og loks helmingnum af hvíta súkkulaðinu. Blandið varlega uns deigið er mjúkt. @ Hellið í formið og sáldrið afganginum af súkkulaðinu yfir. Bakið í miðjum ofni í 25-30 mínútur. Stingið prjóni í kökuna til að kanna hvort hún sé tilbúin. Takið úr ofninum og látið kólna áður en þið takið hana úr forminu. Snjallt er að sáldra svolitlum flórsykri yfir hana. Matreiðslugúrúinn og fyirsætan Jennifer Berg deilir hér með lesendum tveimur dásemdaruppskriftum að eftir- réttum sem ættu að hitta í mark á hverju heimili. Jenni- fer býr í Stokkhólmi ásamt unnusta sínum, Skúla Jóni Friðgeirssyni, og syni þeirra Malcolm en hún heldur úti afar vinsælu matarbloggi þar í landi og hafa lesendur Morgunblaðsins reglulega fengið að njóta góðs af upp- skriftum hennar í gegnum tíðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.