Morgunblaðið - 01.12.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 01.12.2022, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022 Piparmyntu- makkarónur 150 g möndlumjöl 150 g flórsykur 110 g eggjahvítur svolítið salt grænn matarlitur Sykursíróp 150 g sykur 28 g vatn @ Blandið saman flórsykri og möndlumjöli í matvinnsluvél. Sigtið blönduna í stóra skál. @ Vigtið 55 g af eggjahvítum og grænum matarlit og setjið í litla skál. Blandið þangað til að eggin eru orðin græn (ekki þeyta). @ Hellið grænu eggjahvítunum yfir þurrefnin og blandið vel, deigið á að vera þykkt. @ Setjið afganginn af eggjahvítun- um (55 g) og salt í hrærivélarskál Eftirréttadrottningin Ólöf með þeytara og byrjið að léttþeyta. @ Sjóðið saman vatn og sykur. Þegar sykursyrópið er komið upp í 118°C, hellið því rólega yfir eggja- hvíturnar. (Setjið á hæstu stillingu á hrærivélinni). Þeytið þangað til marengsinn er orðinn stífur og glansandi. @ Blandið síðan marengsinum saman við græna möndludeigið í þremur skömmtum þangað til að deigið er komið saman. Setjið fjórðung af deiginu til hliðar. @ Setjið afganginn af deiginu í sprautupoka með hringlaga sprautustút. Sprautið 5 stærðum af makkarónum og minnkið hverja makkarónu um 1 cm á plötu. Fyrsta makkarónan á að vera 6 cm, önnur makkarónan 5 cm, þriðja makkarónan 4 cm, fjórða makkarónan 3 cm og fimmta 2 cm. Endurtakið eins oft og hægt er. @ Takið síðan deigfjórðunginn sem eftir er, setjið í sprautupoka og sprautið litlar makkarónur til hliðar. @ Sláið plötunni við borðið til að slétta makkarónurnar og koma í veg fyrir að loftbólur myndist. @ Leyfið makkarónunum að þorna í stofuhita í a.m.k. 30- 40 mínútur eða þangað til að makkarónuskelin er orðin þurr að ofan við snertingu. @ Hitið ofninn í 150°C blástur og bakið í 13-15 mínútur. Krem 200 g smjör 400 g flórsykur 3-5 piparmyntudropar 1 tsk. vanillusykur 2 msk. mjólk eða rjómi @ Í hrærivél: Þeytið smjör og bætið flórsykri við í tveimur skömmtum. @ Bætið því næst piparmyntu- dropum, vanillusykri og mjólkinni saman við. @ Þeytið þangað til kremið er ljóst og létt. @ Samsetning @ Setjið smjörkremið í sprautupoka með stjörnustút. Sprautið á skel 2, 3, 4 og 5 og leggið þær saman í stærðarröð til að búa til jólatréð. @ Skreytið að vild. Ég notaði gylltar og silfurlitar perlur. Hvít súkkul- aðimús 150 g rjómi 300 g hvítt súkkulaði 300 g léttþeyttur rjómi 2 g matarlím @ Leggið matarlím í bleyti. @ Hitið rjómann að suðu. @ Kreistið vatnið úr matarlíminu og bætið út í rjómann. @ Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið þangað til að súkkulaðið er alveg bráðið. @ Blandið súkkulaðiblöndunni við léttþeyttan rjóma. @ Sprautið súkkulaðimúsinni í falleg eftiréttaglös og setjið í kæli. Hindberja- og kirsuberjagel 200 g frosin hindber 200 g frosin kirsuber 50 g sykur 2 g matarlím @ Leggið matarlím í bleyti. @ Hitið sykur, hindber og kirsuber í potti. @ Þegar berin eru komin að suðu, slökkvið undir og blandið með töfrasprota. @ Kreistið vatnið úr matarlíminu og bætið út í. @ Sigtið berjablönduna og leyfið henni að kólna. @ Þegar berjablandan er orðin volg, hellið henni yfir súkkulaði- músina í eftirréttaglösunum og setjið aftur í kæli. @ Mér finnst gott að gera þetta daginn áður. @ Ég skreytti glösin með rósmarín og hindberjum. Það eru fáir sem komast með tærnar þar sem Ólöf Ólafsdóttir hefur hælana þegar kemur að því að galdra fram gómsæta eftirrétti og kökur. Hér leikur hún sér að jólalegum hráefnum þar sem einfaldleikinn er hafður í fyrirrúmi án þess að það bitni á bragðgæðunum. Allt eru þetta gjörsamlega geggjaðir eftirréttir, enda Ólöf ókrýnd eftirréttadrottning Íslands en hún starfar á veitingastaðnum Monkey’s.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.