Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólakokteilar Andra Kokteilameistarinn Andri Davíð Pétursson galdrar hér fram fjóra frábæra kokteila eins og honum einum er lagið. Andri er einn þekktasti barþjónn landsins og hefur náð frábærum árangri í keppni erlendis. Hann sendi í fyrra frá sér bókina Heimabarinn, ásamt Ivan Corvasce, sem kom út í sérstakri hátíðarútgáfu nú á dögunum og í takmörkuðu upplagi. Bók sem engin áhugamanneskja um margslungna og ljúffenga drykki má láta fram hjá sér Hreppstjórakaffi 30 ml brennivín 15 ml kandíssíróp kaffi hellt yfir rjómi settur þar ofan á Ílát: Kaffibolli Skraut: Kandís @ Hreppstjórakaffi er byggður drykkur og því fljótlegt að búa hann til ef maður er með öll hráefnin við höndina. @ Við byrjum á að setja brennivínið og kandíssírópið í bolla og bætum svo við rjúkandi heitu kaffi. @ Að lokum léttþeytum við rjómann og hellum honum varlega yfir kaffið í bollanum og skreytum með muldum kandísmolum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.