Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 37
7Borgfirðingabók 2008
Best man ég eftir bræðrunum frá Siglufirði, Viðari og Guðmundi
Þorlákssonum. Enn ómar í huga mér marsinn sem Guðmundur spilaði
oftast og ég hef ekki annars staðar heyrt. Á meiri háttar böllum þótti
sjálfsagt að dansa mars með alls konar tilbrigðum. Þórir skólastjóri
var áfram um að sem flestir tækju þátt í dansinum, og toppurinn var
þegar hann var sjálfur með og stjórnaði marsinum. En oftast stóð
hann frammi við dyr og gætti þess að allt færi siðsamlega fram.
Einu sinni á vetri var aðalskemmtun. Þangað var öllum frjálst
að koma. Mikið var lagt í þessa hátíð. Alltaf var sýnt leikrit sem
nemendur höfðu æft. Þá var kórsöngur og fleira og utanaðkomandi
hljómsveit fengin til að spila fyrir dansi.
Einnig vorum við boðin niður að Hvanneyri einu sinni á vetri og
Hvanneyringar til okkar. Þá var margt til skemmtunar og alltaf keppni
milli skólanna í fótbolta.
Hið nána sambýli okkar Reykholtskrakka varð til þess að víða
höfðu tengst sterk vináttubönd okkar á milli þegar leið að vori. Þegar
kom að kveðjustund var óskaplega erfitt að kveðja bestu vinina.
Mann grunaði að suma þeirra mundi maður ekki sjá aftur, enda fór
það svo. Stundin þegar við kvöddumst á hlaðinu í Reykholti eftir
fyrsta veturinn minn er með þeim átakanlegri sem ég hef lifað. Þá var
enn svo stutt inn í kvikuna. En svo voru aðrir sem skiluðu sér aftur í
skólann um haustið, og þá urðu fagnaðarfundir.
Framan af voru aðeins tveir bekkir í Reykholtsskóla, þ.e. eldri
og yngri deild, en veturinn 1945-1946 var þriðja bekk bætt við, þ.e.
kennslu til gagnfræðaprófs og landsprófs. Landsprófið var samræmt
próf fyrir nemendur af öllu landinu sem þreytt var í fyrsta sinn
þetta vor. Það veitti meiri réttindi til framhaldsnáms en venjulegt
gagnfræðapróf. 12-15 nemendur voru í . bekk þennan fyrsta vetur,
og veturinn eftir, 1946-1947, vorum við 15 þar.
Þá vorum við Sólrún Yngvadóttir frá Keflavík orðnar svo miklar
vinkonur að við sóttum um að vera saman í herbergi og helst aðeins
tvær, sem var nú ekki einfalt mál, því á stúlknavistum var aðeins
eitt tveggja manna herbergi. Þórir skólastjóri tók því þunglega að
við fengjum það herbergi en sagði þó ekki afdráttarlaust nei. Okkur
vinkonunum þótti mikið við liggja að húsnæðismál okkar leystust á
þann veg sem við vorum búnar að hugsa okkur og suðuðum í Þóri,
bæði saman og hvor í sínu lagi.
Kennslustofan okkar þennan vetur var niðri í kjallara, í stofu sem