Borgfirðingabók


Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 13

Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 13
1Borgfirðingabók 2008 fremri högldina ef klyfin var of framþung, of þung í hausinn eins og sagt var. Gerðarsilinn var oft búinn til með öðrum taglendanum ef ekki var endabundið, annars með aukaspotta. Ekki held ég að hrísklyfjarnar hafi verið mjög þungir baggar eða erfiðir hestunum ef þær fóru sæmilega. Að lengd voru þær gjarnan eitthvað á þriðja metra, ekki óalgengt að þær stæðu bæði fram og þó einkum talsvert aftur af klárnum. Væri hrísið hærra en hæfði í klyfjarlengd var hríslan tekin sundur í miðju. Verst var oft að eiga við rótarklumbur ef þær fylgdu með, t.d. ef vænar hríslur voru saman á einni rót. Þær vildu oft ráða sér sjálfar og snúast til í neðri endanum á klyfinni, en hausmegin var ekki hægt að hafa þær. Ekki var frítt við að folar sem hrís var látið á í fyrsta sinn væru hvumpnir, en það vandist eins og annað. Lestirnar voru tamningaskóli. Þegar heim var komið var tekið ofan af lestinni norðan við bæinn, en yfirleitt ekki leyst úr jafnóðum, eins og áður segir. Það beið kvölds þegar búið var að reiða heim í öllum reipum eða næsta dags. Auðvitað fór það eftir því hve langt var að fara hvað þetta var margra daga verk, en oftast held ég tveggja. Þegar farið var að leysa úr hrísinu var klyfin tekin og lögð þar sem hún átti að vera og leyst þar og ekkert sundrað. Hrískösturinn var alltaf fyrir norðan bæinn og var gjarnan fjórar klyfjarlengdir á breidd og borinn upp í þá hæð að náði upp á móts við gluggana á miðhæðinni á íbúðarhúsinu. Það þótti gaman að spreyta sig á að hendast upp í köstinn með klyf á öxlinni, en oft vildu þau tilhlaup mistakast því óstöðugt var undir fæti í kestinum. Þegar hækka tók var einhver uppi sem tók við og togaði hverja klyf upp til sín og kom henni fyrir og leysti síðan. Síðan var farið til aftur, gjarnan á öðrum degi, og sótt það sem eftir var. Klárarnir fengu oft að vera á túninu milli reiðsludaganna, enda kúabeit lokið. Auk þessara haustaðdrátta var að sjálfsögðu sótt talsvert af hrísi á öðrum tímum árs. Oft var þetta hausthrís þrotið í apríl og var þá sótt eftir hendinni, oftast á hestvögnum og þá höggvið nær vegi ef svo stóð á. Að vorinu var í bernsku minni gert mikið að því að fara í fauskamó, en þannig stóð á að á fyrstu áratugum aldarinnar höfðu verið hér óskapleg maðkár svo að stórar skógarspildur höfðu drepist meira og minna. Því voru hér í hlíðinni heilir runnar af berbeinum og fúa. Þetta vorum við krakkar látnir tína saman á vorin undir verkstjórn gamallar konu, sem hér var, og láta í stóra poka sem síðan voru bundnir eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.