Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 153
153Borgfirðingabók 2008
skipinu á bakborða, þar sem beitningarmennirnir höfðu balana á,
og borð til að skera beituna á. Matvælakistur og kirnur voru fylltar
og léttabátur settur í framvantinn bakborðsmegin ef skjótast þyrfti á
milli skipa er til Grænlands kæmi. og stokkakkerið sem var skrúfað
fast á hvalbakinn frá upphafi var losað og gert klárt til að nota það er
til Grænlands kæmi, ef liggja skyldi út á fiskibönkunum, og settur 15
faðma keðjubútur við akkerið.
Þá var tromla gerð klár og undinn upp á hana 200 faðma vír sem
tengdur var við keðjuna á akkerinu. Á tromlunni var hamla, og gátum
við skammtað það sem gefið var út af vír með henni. Þegar draga
skyldi inn vírinn var hann dreginn inn á akkerisvindukoppnum og
undinn upp á tromluna með því að snúa henni með handafli. Hún var
ekki tengd neinni gufuleiðslu eða gufudrifin.
Öll sú lína sem kom um borð var stokkuð upp, og í fyrstu beitningu
var beitt úr stokk, en síðan úr haug.
Skipverjar
Þegar allt var tilbúið hjá okkur um borð kom fulltrúi sýslumannsins
í Borgarnesi, Hjörtur Magnússon, til Akraness og lögskráði alla
áhöfnina, en Hjörtur var bróðir Jóns Magnússonar sem veitti útgerðar-
félagi Eldborgar forstöðu. Einnig var lögskráð á vélbátana Fram og
Minnu. Áhöfnin var þessi, eftir því sem ég best man:
ólafur Gísli Magnússon leiðangursstjóri, Gunnar ólafsson skip-
stjóri, Kristinn Guðmundsson stýrimaður, Arthúr Ånes 1. vélstjóri,
Jón Pétursson 2. vélstjóri, Axel Sölvason aðstoðarvélamaður, Geir
(föðurnafn vantar) matsveinn, Roy ólafsson 2. matsveinn. Saltarar
voru tveir: Jóhann (vantar föðurnafn) og Garðar Sveinbjörnsson.
Flatningsmenn voru þessir: oddsteinn (vantar föðurnafn), Þorvaldur
Steinason, Jón oddsson, Jón Sveinbjörnsson, Hörður ólafsson,
Magnús Gíslason, Jóhannes Árnason,
Kristján (vantar föðurnafn). Tveir voru hausarar: Andrés Gilsson
og Helgi J. ólafsson.
Þá er að telja beitningarmenn: Gísli Stefánsson, Bjarni Stefánsson,
Rafn Sigurðsson, Þórir Björnsson, Bragi Sigurðsson, Guðmundur
Kristjánsson, Baldur Jóhannsson, Gunnar Valby, Guðmundur V.
Sigurjónsson og maður sunnan úr Garði sem ég man ekki hvað hét.
Ennfremur Sigurður Fjeldsted beituskurðarmaður.