Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 91
91Borgfirðingabók 2008
Faðir minn mun hafa farið á vertíð til Vestmannaeyja 1926 og aftur
1927. Þegar hann kom af vertíð 1926 mun hann hafa komið að innri-
Skeljabrekku, hafði þá komið með bát úr reykjavík til akraness og
síðan gengið þaðan inn að Brekku, þar sem þau sæmdarhjón bjuggu
þá ennþá ragnheiður Jónasdóttir frá Björk í grímsnesi og Einar
Þórðarson, landskunnur hagyrðingur. Móðir mín var þar hjá þeim
með mig, kominn á fimmta mánuð. Þarna var drifið í því að skíra
mig, og sagði mamma mín mér að faðir minn hefði endilega viljað að
ég yrði skírður í höfuð á ragnheiði, en ragnheiður hefði svo ráðið
því að skíra drenginn Svein til viðbótar.
Faðir minn var Olgeir Friðfinnsson, f. að Borgum í Vopnafirði
15. febrúar árið 1900, d. 6. ágúst 1989 á akranesi. Móðir hans var
guðrún Ólína Sveinbjarnardóttir, f. 29. ágúst 1866 í Miðfjarðarnesi,
d. 28. febr. 1940 í gunnólfsvík. Báðir bæirnir eru á Langanesströnd.
Gengið á reka í Digranesi
Það er sagt í gömlum bókum að til forna héti digranes þar sem
þéttbýlið Borgarnes stendur, og var þar gengið á reka frá Borg
á Mýrum og granastöðum, seinna Suðurríki, og enn síðar gekk á
rekann þurrabúðarfólk í Borgarnesi. Það sem aðallega fannst á
rekanum var á vorin hrognkelsi sem fjaraði undan, en veiðiskapur
mun hafa verið stundaður við nesið með netum og þá veiðst silungur
og lax, og seinnipart vetrar og á vorin hrognkelsi. Talið er að útræði
hafi verið stundað frá digranesi. Benda til þess tóftarbrot sem sést
hafa fram á daga núlifandi manna ofan við svonefnt Hrognkelsanef.
Þar skammt frá, ofan og austan til, byggðu Elín gunnlaugsdóttir og
Þorkell Magnússon sonur hennar hús með skúrþaki 1935. Það hefur
verið stækkað og byggt ris á það. Þetta hús er nú Sæunnargata 5.
Skammt austan og ofanvert við þetta hús var lítil uppistaða sem
stífluð hafði verið og leifar af gömlum brunni. Þessu man ég eftir frá
æsku minni. Í húsinu sem þau mæðgin byggðu bjuggu nokkuð lengi
Þorkell og kona hans Soffía Þórðardóttir, og nú um þó nokkur ár hafa
búið í þessu húsi dóttir þeirra Þóra og Björn Hermannsson.
Elín var heimilisvinur hjá foreldrum mínum; þeim var sérstaklega
vel til vina móður minni og henni. Ég man oft eftir henni í heyskap á
túnum með foreldrum mínum. Þar sem hún batt vinskap við reyndist
hún mjög trygg. Þorkell var í sveit sem ungur drengur. Á kreppuárunum