Borgfirðingabók - 01.12.2008, Blaðsíða 93
93Borgfirðingabók 2008
Langanesströnd, þar sem foreldrar hans og meirihluti fjölskyldunnar
höfðu dvalist frá vori 1919 og foreldrar hans áttu eftir að vera til
æviloka. Faðir minn var á Borg öll árin meira og minna til 1929, utan
hann mun hafa farið á vertíð til Vestmannaeyja 1926 og 1927.
Sumarið 1927 var faðir minn í vinnumennsku hjá síra Einari
Friðgeirssyni á Borg. Um sumarið fóru fram frægar kosningar í
Mýrasýslu. Tókust aðallega á Jóhann Eyjólfsson, þá kominn til
reykjavíkur, áður bóndi í Sveinatungu og Brautarholti á Kjalarnesi,
og Bjarni Ásgeirsson frá Knarrarnesi á Mýrum, seinna garðyrkju-
bóndi á reykjum í Mosfellssveit. Faðir minn sagði mér að hann
hefði ekki farið í launkofa með að hann væri kjósandi Bjarna, en
Einar og allt annað heimafólk á Borg studdi Jóhann. Einar fékk
arnberg Stefánsson til að aka heimafólkinu á kosningastað, sem var
á Brennistöðum. Þetta voru víst býsna hart sóttar kosningar, enda
snerust valdahlutföll í þjóðfélaginu við, komst til valda framsækin
stjórn með miklar framkvæmdir, sérstaklega í skólamálum og sam-
göngum. Forsætisráðherra varð þá Tryggvi Þórhallsson, en aðal hug-
myndafræðingur þessarar stjórnar var víst Jónas Jónsson frá Hriflu,
sem fór með dóms- og menntamál. Það mat faðir minn við síra
Einar að hann bauð honum far í bílnum þrátt fyrir að hann vissi að
hann mundi greiða andstæðingaflokknum atkvæði. Þarna var Bjarni
Ásgeirsson kjörinn þingmaður Mýramanna í fyrsta sinn og varð það
síðan um áratuga skeið, til 1951.
Jóhann Eyjólfsson bjó í Sveinatungu 1889 til 1915. Hann var
þingmaður Mýramanna 1914 til 1916. Hann hafði haft þann sið að
þegar hann heyrði í heiðlóu snemma vors hafði hann farið vestur um
Mýrar og keypt fé sem var fremur illa fram gengið og rekið það í
Sveinatungu. Þegar þangað kom hafði þetta fé víst oft braggast furðu
vel á kjarnagróðri uppsveita. Þessum sið hafði hann haldið vorið
1914 og farið í kaupaferð, en það hafði ekki lánast eins vel og oft
áður. Þetta varð mjög hart vor og mikill fjárfellir. Varð Jóhann og
margir fleiri bændur fyrir miklum skaða á fjárstofni sínum.
Jóhann fór að sjálfsögðu suður á alþingi um sumarið. Við þing-
setningu predikaði í dómkirkjunni síra Sigurður í Vigur og þakkaði
hann guði hans góðu gjafir og einnig fyrir þau harðindi sem gengið
höfðu yfir landið á liðnu vori. Þegar Jóhann var á heimleið seinnipart
sumars kom hann við á Borg og ætlaði að gista. Einar prestur, kannski
svolítið við skál, fór með vísu: