Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 47

Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 47
Rit Mógilsár 47 Útbreiðsla birkis í Bæjarstaðarskógi Verkefnið er um útbreiðslu birkis í Bæjarstaðarskógi. Notast er við loftmyndir og mældur er flötur yfir mismunandi tímabil. Loftmyndir eru fengnar frá Landmælingum Íslands, þar sem flötur Bæjarstaðar- skógar er mældur á mismunandi tímabilum og út- breiðsla birkis þannig metin. Einnig voru mældir fletir í skóginum, sýni tekin og tré aldursgreind og skrásett. Guðmundur Freyr Kristjánsson – BS­verkefni nem.gfk1@lbhi.is Útbreiðslusaga birkis við Merkihvol og Stóra-Klofa Ægir Freyr Hallgrímsson aegir.freyr.hallgrimsson@skogur.is Endurheimt vistkerfa er nauðsynlegt skref til þess spyrna við gróðureyðingu og er því mikilvæg í því sambandi. Til þess að endurheimta þó ekki sé nema hluta þess skógar sem hefur tapast hefur verið ráðist í stór endurheimtarverkefni á borð við Hekluskógaverkefnið. Aðferðafræði þess verkefnis byggist mikið á því að græða upp örfoka land með birkieyjum. Í þessu verkefni var fjarkönnun með loftmyndum not uð til þess að skoða sjónrænar breytingar á þekju birki skóga á tveim rannsóknarsvæðum frá 1960- 2019. Rannsóknarsvæðin voru við Stóra-Klofa og Merki hvol í Landsveit. Flatarmál skógarþekjunnar var mælt með klasagreiningu á misgömlum loft- myndum og mat lagt á útbreiðsluhraða skógarins á mismunandi tímabilum. Helstu áhrifaþættir sem voru kannaðir voru veðurfar, Heklugos, búfjárbeit, landgræðslu aðgerðir og breytingar á gróðurfari. Rann sóknin sýndi að stærstu breytingar á skógar- þekju áttu sér stað á árunum 2011-2019 þegar skógar- þekja beggja svæðanna nánast tvöfaldaðist. Niðurstöðurnar benda til þess bæði við Merkihvols- skóg og Stóra-Klofa átti áburðardreifing stóran þátt í að mynda heppileg skilyrði fyrir útbreiðslu birki- skóga og seinna meir hafi lúpína mögulega aukið vöxt eldri birki plantna á svæðinu. Gögn frá ná læg- um veðurstöðvum sýna að frá 1960-2020 hækkaði meðalhiti frá júní til ágúst um tæpar 2°C að meðaltali, sem væntanlega hefur bætt vaxtarskilyrði birkis.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.