Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 8
8 Rit Mógilsár
Loftslagsvænn landbúnaður
Binding og losun gróðurhúsalofttegunda
í fortíð, nútíð og framtíð
Loftslagsvænn landbúnaður er samstarfsverkefni
Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðsl-
unnar, Skógræktarinnar, matvælaráðuneytisins og
umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Það
er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslags-
málum og hefur að markmiði að draga úr losun
gróður húsa lofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Verk efnið hlaut hvatningarviðurkenningu Festu og
Reykjavíkur borgar á árlegum loftslagsfundi þeirra
árið 2021.
Verkefnið vinnur með grasrótarnálgun en þátt tak-
endur gera aðgerðaáætlun sem er endur skoðuð
ár lega og vinna markvisst að settum markmiðum í
dag legum bústörfum. Ráðgjöf og fræðsla byggist á
virku samtali og samstarfi þátttakanda og ráðgjafa
eflir þátttakendur til loftslagsvænna aðgerða. Farið
er markvisst yfir mögulegar aðgerðir landbúnaðarins
til loftslagsvænna landbúnaðarhátta og er skógrækt
mikilvægur þáttur aðgerðaáætlana. Hún er mjög
aðgengileg með mikla möguleika í bindingu, m.a.
með skjólbeltaræktun, ræktun hagaskóga og nytja-
skóga ásamt endurheimt skóglendis.
Verkefnið skilar fjölda afurða og hefur margþættan
ávinning, ekki einungis í tengslum við loftslagsmál,
heldur má einnig nefna náttúruvænar lausnir, sjálf-
bærni, hringrásarhagkerfið, aukið heilbrigði og vel-
ferð búfjár ásamt því að það getur haft hag rænan
ávinning fyrir þátttakendur. Verkefnið er því mikil-
vægur og áhrifaríkur hvati til þess að hvetja bændur
til loftslags vænni búskaparhátta sem henta öllum
bú greinum og jafnt stærri sem smærri búum.
Berglind Ósk Alfreðsdóttir
RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS
berglind@rml.is
Arnór Snorrason
arnor@skogur.is
Í erindinu er farið yfir núverandi og sögulega þróun
nettóbindingar skóglenda Íslandi. Skilað er inn á
hverju ári bókhaldi um bindingu á losun skóglenda
frá árinu 1990 og á þessu ári (2022) er skilað gögnum
til og með árinu 2020. Á þessum rúmlega þrjátíu
árum hefur nettóbinding skóglenda og skógræktar
sautjánfaldast og farið úr -30.000 tonnum í -540.000
tonn CO2-ígilda. Farið er yfir hvernig binding og
losun skiptist á milli mismunandi skóglenda og
kolefnisforðabúra en lífmassi er langáhrifamesta
forðabúrið og stendur fyrir 81% af bindingu
skóglenda. Ræktaðir skógar standa fyrir um 75% af
nettóbindingu skóglenda.
Fjallað er um helstu skýringar á aukinni nettóbind-
ingu skógræktar og er þar helst að nefna aukið
flatarmál ræktaðra skóga auk þess að lífmassa-
vöxtur í náttúrulegum birkiskógum hefur tekið kipp.
Aldurssamsetning á bæði ræktuðum sem náttúru-
legum skógum hefur þarna mikil árhrif en báðar
skógartegundir eru með hlutfallslega stóra yngri
aldursflokka sem eiga enn eftir að bæta mikið við
sig í lífmassavexti og þ.a.l. bindingu.
Farið er yfir uppruna og gæði gagna sem eru notuð
við gerð bókhaldsins. Gögnin sem mæla forðabúrið
sem hefur mest áhrif, þ.e. lífmassann, eru að hæstu
gæðum og með óvissu á bilinu 4%-15%.
Að lokum er gerð grein fyrir nýrri spá um nettó-
bindingu skóglenda fram til 2040. Spáin er hluti af
skylduskilum vegna samnings Íslands og Noregs
við ESB um sameiginleg loftslagsmarkmið 2021-30.
Spáin tekur aðeins til verkefna sem þegar hafa verið
samþykkt og í flestum tilvikum eru hafin. Spáin er
því í samræmi við samþykkta aðgerðaráætlun
stjórn valda frá árinu 2020 sem gerir ráð fyrir að
árleg ný skógrækt aukist í 2.500 hektara frá og með
árinu 2025. Aðrir þættir taka mið af þróun undan-
farinna ára s.s. landnám náttúrulegs birkis sem er
áætlað 563 hektarar á ári, hlutfall nýtingar á nýtan-