Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 27

Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 27
Rit Mógilsár 27 Birkikvæmi á Íslandi Brynjar Skúlason, Brynja Hrafnkelsdóttir brynjar@skogur.is Rannsóknastöðin á Mógilsá safnaði 1995 birkifræi af um 50 kvæmum, vítt og breitt um landið. Plönt ur voru ræktaðar á Mógilsá og gróðursettar í 9 kvæma- tilraunir sumarið 1998, einnig með mikla land fræði- lega dreifingu. Gerðar voru mælingar á 5 tilrauna- stöðum árin 2020 og 2021. Í stuttu máli virðist birkið af SA-landi almennt hafa yfirburði í lifun, lífmassa, fræ myndun og ryðþoli. Birkið af SV-landi fylgir þar á eftir. Þol gagnvart birkikembu er ekki eins bundið við kvæmi frá ákveðnum landshlutum en þó virðist bæjarstaðarbirki og skyldir stofnar vera þeir viðkvæmustu fyrir birkikembu. Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins? Brynja Hrafnkelsdóttir brynja@skogur.is Er degli (Pseudotsuga menziesii) framtíðartrjátegund í íslenskri skógrækt? Valdimar Reynisson valdi@skogur.is Degli (Pseudotsuga menziesii) er trjátegund sem lítið hefur verið reynd hér á landi. Tegundin er nokkuð hrað vaxta og gefur af sér verðmætan við. Í gangi er kvæma tilraun á degli sem Brynjar Skúlason hjá Skóg ræktinni hefur umsjón með. Með auknum aldri skóga, loftslagsbreytingum og aukinni áherslu á viðar afurðir, þarf að huga að tegundum sem hugsanlega gætu komið í stað fyrir skóg sem er gjörfelldur. Er degli ein af þessum tegundum? Í mars 2015 gekk yfir vestanvert landið mikill stormur sem felldi nokkuð af skógi í Stálpastaðaskógi í Skorra dal. Eftir nokkra umhugsun skógarvarðar og aðstoðarskógarvarðar á Vesturlandi var niðurstaðan að það væri gaman að prófa að planta degli í einn af stormföllnu reitunum. Valinn var rauðgrenireitur í miðj um Stálpastaðaskógi, sem farið hafði illa í þess- um stormi. Fengust 1.880 plöntur af degli af kvæm- inu Hins NF frá Sólskógum. Var þessum plöntum plantað haustið 2016. Árangurinn af þessari gróðursetningu kom fljótlega í ljós. Haustið eftir gróðursetningu voru nánast engin afföll og plönturnar litu vel út. 2019 voru plönturnar farnar að sjást ágætlega. Haustið 2021 voru stærstu trén komin í brjósthæð (130 sm) og með langa og kröftuga árssprota. Svarið við spurningunni er því skv. þessari óformlegu tilraun já. Við réttar aðstæður er degli framtíðartrjátegund í skógrækt á Íslandi. Á Íslandi eru tiltölulega fáar skordýrategundir. Þeim fer þó fjölgandi, bæði vegna aukinna ferða á milli landa en ekki síður vegna hækkandi ársmeðalhita. Nokkur meindýr á trjám og runnum sem hafa numið hér land á undaförnum árum hafa valdið miklu tjóni í skógum landsins. Sum þeirra valda ekki jafnmiklu tjóni í nágrannalöndum okkar þar sem þau hafa verið lengur. Þetta skýrist að hluta til af því að hér á Íslandi er ekki bara fá meindýr heldur líka fáir náttúrulegir óvinir sömu meindýra. Náttúrulegir óvinir koma oft ákveðnu jafnvægi úti í náttúrunni en skipta má þeim í tvo flokka, eftir því hvort þeir lifa ránlífi eða sníkjulífi á meindýrinu. Í fyrirlestrinum er fjallað um skordýr sem eru náttúru- legir óvinnir meindýra á trjám og runnum. Fjallað er um hvernig þau fara að því að nýta sér önnur skordýr, hvað við vitum um þau sem lifa á Íslandi og mögulegan innflutning á þeim sem ekki eru hér fyrir.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.