Rit Mógilsár - 2022, Blaðsíða 6
6 Rit Mógilsár
Gildis taka nýrrar landsáætlunar í skógrækt liggur
saman með upphafi nýs kjörtímabils. Það skiptir máli
að nýjar sveitarstjórnir átti sig á hvað felst í þessari
landsáætlun, því sveitarfélögin eru hér mjög stór
hag aðili og tengjast öllum meginmarkmiðunum
fimm. Ef landsáætlunin á í raun að koma til fram-
kvæmda, eins og stefnt er að, og ef við ætlum að
ná þeim markmiðum sem þar koma fram, verður
að takast að gera sveitarfélögin að virkum aðilum
áætlunar innar.
Hlutverk sveitarstjórnarfólks er að móta stefnu og
áætlanir, sem sveitarfélögin starfa eftir. Þar verður
til ákveðinn rammi sem embættis fólk sveitar félag-
anna fylgir. Til að ná sveitar félögunum virkum verð-
ur landsáætlunin að tengj ast loftslagsáætlunum
sveitar félaganna, svæðis skipulagi, votlendis áætlun-
um og jafnvel niður á hverfaskipulag. En það verður
líka að tengja landsáætlunina við önnur verkefni
sveitarfélaga, svo sem lýðheilsumarkmið og vellíðan
íbúa, atvinnuáætlanir, ferðaþjónustu og nýsköpun.
Það þarf því að vera virkt samtal á milli skógræktar
og sveitarfélaganna, til að sveitarfélögin séu skýr
með sitt hlutverk. Þetta er samtal sem þarf að hefjast
strax í upphafi nýs kjörtímabils. Sveitarfélögin þurfa
líka að opna augun varðandi möguleika þeirra til
uppbyggingar í gegnum skógrækt. Ekki bara með
því að fá grænna umhverfi í kringum sig, held ur sér-
stak lega hvað varðar atvinnuuppbyggingu tengda
skógrækt.
Ég mun hér á eftir fara stuttlega yfir fimm megin-
markmið landsáætlunar og hvernig þau tengjast
helstu verkefnum sveitarfélaganna. Upptalningin
verð ur þó ekki tæmandi.
Sjálfbær þróun
Fyrsta meginmarkmiðið er að skógrækt stuðli að
sjálfbærri þróun samfélagsins. Í þessu felst að tryggja
þurfi jafnan aðgang núverandi og komandi kyn slóða
að þeim gæðum sem skógrækt skapar. Þetta getur
falist í aukinni útbreiðslu skóga, ræktun nýrra skóga
án þess þó að gengið sé á önnur umhverfisgæði eða
með því að vernda þá skóga sem fyrir eru. Í Reykjavík
birtist þessi sýn m.a. í samstarfsverkefni borgarinnar
við Skógræktarfélag Reykjavíkur um loftslagsskóga,
sem tengir saman öll viðmið þessa fyrsta markmiðs.
Sveitarfélögin þurfa, hvert á sínu svæði, að vinna út
frá umhverfis- og loftslagsmarkmiðum þeirra, sem
finna má í umhverfis-, votlendis- og loftslagsstefnum
Samstarf við sveitarfélög um skógrækt
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
REYKJAVÍKURBORG OG SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA
loa@reykjavik.is
sveitarfélaganna. Þar þarf hlutur skógræktar að vera
skýr hvað það varðar að tryggja líffræðilega fjöl-
breytni innan sveitarfélagsins, að vera mótvægi við
lofts lags vandann og til að tryggja vatns- og jarð-
vegs vernd.
Auk þess þarf að huga að skógrækt til viðarnytja og
þá í samhengi við atvinnustefnu sveitarfélaganna. Í
skógrækt eru mikil tækifæri til nytja en ekki bara til
yndis og að njóta.
Að sjálfsögðu þarf að huga að þeirri samfélagslegu
sátt sem þarf að ríkja um skóga. Á hana var lögð
mjög rík áhersla í vinnu verkefnisstjórnar lands-
áætlunar í skógrækt. Þessi sátt þarf að birtast í
félags legum ágóða íbúanna, sem geta nýtt skóga
til heilsu eflingar og almennrar útiveru. Uppbygging
skóga sem útivistarsvæða ætti því að vera mikilvægt
innlegg í lýðheilsustefnu sveitarfélaganna, auk þess
sem skógar skapa mikilvæg græn samfélagssvæði,
þar sem íbúar og aðrir gestir geta komið saman og
notið útiverunnar í rjóðrum og á skipulögðum leik-
eða grillsvæðum.
Aðalskipulag sveitarfélaganna þarf svo að endur-
spegla þessar áherslur sem birtast í öðrum stefnum,
til þess að þær komist raunverulega til framkvæmda
og að íbúar geti notið hliðaráhrifa af skógrækt, svo
sem aukins skjóls í sveitarfélaginu.
Loftslagshlutleysi
Stærsti vandi sem við stöndum frammi fyrir — fyrir
okkur sjálf og komandi kynslóðir — eru loftslags-
breytingar og hvernig við munum fást við þær. Annað
meginmarkmiðið er að skógar og skógrækt verði
lykilatriði í að fást við þessar breytingar og draga
úr kolefni í andrúmsloftinu. Við vitum að til verður
töluverð binding kolefnis í trjám og er skógrækt því
mikilvægur liður í loftslagsbókhaldi ríkis og sveitar-
félaga. Til að mæta loftslagsmarkmiðum sínum er
lykilatriði að sveitarfélögin komi til sam starfs við
skógræktarfélög og skógarbændur.
Undanfarin ár höfum við séð að sveitarfélög eru í
vaxandi mæli viljug til að vera með þessa loftslagssýn
og skilja mikilvægi þess að sveitarfélögin séu
hluti af baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Án
sveitarfélaganna og slagkrafts þeirra munum við
ekki ná þeim umskiptum sem þurfa að eiga sér stað
til að ná Parísarmarkmiðunum um kolefnishlutleysi
árið 2040. Þá er það líka orðið lögbundin skylda
sveitar félaga, með lögum um breytingu á lögum um