Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Suzuki Alhliða bílaverkstæði og dekkjaþjónusta þar sem þjónustan er í fyrirrúmi Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbæ 421 4620 bilaverk.thoris@gmail.com facebook.com/Bílaverkstæði-Þóris Alhliða bifreiðaverkstæði sem býður einnig upp á dekkjaþjónustu ÞJÓNUSTAN Í FYRIRRÚMI Á BÍLAVERKSTÆÐI ÞÓRIS María Sigurðardóttir, fyrrverandi nemandi MSS, Mið- stöðvar símenntunar á Suðurnesjum, hlaut nýverið viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Valið nær yfir allt landið en viðurkenningin var afhent í húsnæði MSS í Reykjanesbæ og var athöfnin hluti af ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem var í beinu streymi. María fann sig ekki grunnskóla og hætti að mæta í lok 8. bekkjar og útskrifaðist því ekki úr grunnskóla. Vegna óvæntra uppákoma þá tók María þá ákvörðun að breyta um stefnu í lífinu þá orðin 23 ára gömul. Hún fór á fund náms- og starfsráðgjafa hjá Miðstöð símenntunar a Suðurnesjum sem fór yfir nokkra möguleika á náms- leiðum fyrir hana sem varð til þess að hún skráði sig í Skrifstofuskóla 1 og var sest aftur á skólabekk. Fljótlega kom í ljós að hún var búin að finna sig í námi og eftir útskrift úr skrifstofuskólanum skráði hún sig í Menntastoðir með það markmið í huga að klára ígildi stúdentsprófs. Með miklu skipulagi hafðist þetta og útskrifaðist María frá Menntastoðum í desember 2019. María flutti útskriftarræða nemenda og hafði hún orð á því að þegar námið byrjaði þurfti hún að beita sjálfa sig gríðarlegum aga eins og bara að setjast niður og læra, tók á. En sá agi sem hún hafði tileinkað sér hafði þau jákvæðu áhrif að þegar hún hóf nám við Háskólagrunni HR reyndist henni auðveldara vegna jákvæðs hugarfars, seiglu og mikinn vilja. María útskrifaðist í júní 2021 með ígildi stúdentsprófs frá HR. Að hennar sögn er hún nokkuð viss um að þetta hefði ekki farið svona vel, ef það væri ekki fyrir þennan stuðning sem hún hefur fengið frá MSS. Starfsfólkið smitaði hana rosalega af skólabakteríu sem hún býr að í dag. Í dag er María í áfengis- og vímuefnaráðgjafanámi hjá SÁÁ og að hennar sögn þá þakkar hún MSS fyrir stóran hluta af sinni skólagöngu. Þakkar MSS fyrir stóran hluta af sinni skólagöngu María Sigurðardóttir með fulltrúum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og fjölskyldu. VF-myndir: Hilmar Bragi Vegna óvæntra uppákoma þá tók María þá ákvörðun að breyta um stefnu í lífinu þá orðin 23 ára gömul. Hún fór á fund náms- og starfsráðgjafa hjá Miðstöð símenntunar a Suðurnesjum. Lokadrög að nýsköpunaráætlun um þróun velferðarþjónustu á Suður- nesjum 2022 voru lögð fyrir fund velferðarráðs Reykjanesbæjar í síð- ustu viku. Hilma H. Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála, og Eydís Rós Ármannsdóttir, verk- efnastjóri Velferðarnets – sterkrar framlínu, mættu á fundinn og kynntu áætlunina. Starfshópur Suðurnesja um Vel- ferðarnet – sterka framlínu hefur sent áætlunina til umsagnar hjá sveitarstjórnum á Suðurnesjum, Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum, Heilbrigðisstofnun Suður- nesja, Vinnumálastofnun og Sýslu- manninum á Suðurnesjum. Velferðarnet – sterk framlína byggir á aðgerðum tvö og þrjú í aðgerðaáætlun ríkisins um eflingu þjónustu á Suðurnesjum sem kom út í maí 2020. Aðgerð tvö nefnist Sterk framlína í krafti fjölbreytileikans og aðgerð þrjú Þverfaglegt landshluta- teymi (Velferðarstofa). Aðgerðirnar snúa báðar að því að styrkja, efla og bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja með aukinni upp- lýsingagjöf, fræðslu og þjálfun. Jafn- framt snúa þær að því að efla fram- línuþjónustu með það að markmiði að styðja íbúa til sjálfbærni í upplýs- ingaöflun og þjónustu og samþætta þjónustuþætti með megináherslu á aukin lífsgæði og velferð íbúa út frá félagslegri virkni og vellíðan. Leiðar- ljós aðgerðanna beggja er nýsköpun í þjónustu og er unnið út frá því að sú samvinna sem þegar hefur orðið við gerð áætlunarinnar og áframhald- andi þverfagleg og þverstofnanaleg samvinna muni leiða til skapandi og nærandi jarðvegs þar sem nýsköpun blómstrar, frumkvæði vex og hug- myndaauðgi þrífst. Styrkja, efla og bæta þjón- ustu við íbúa Suðurnesja HLH Ráðgjöf hefur unnið álits- gerð fyrir Suðurnesjabæ um mat á fjárhag sveitarfélagsins vegna meiriháttar fjárfestinga sbr. ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í álitsgerðinni kemur fram að Suð- urnesjabær er vel í stakk búinn til að ráðast í byggingu og rekstur nýs leik- skóla. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé sterk og að Suðurnesjabær muni standast fjármálareglur sveitar- stjórnarlaga vegna fjárfestinga og reksturs leikskólans. Vel í stakk búinn til að ráðast í byggingu og rekstur nýs leikskóla Varasamar aðstæður hafa verið á Reykjanesbrautinni síðustu daga vegna veðurs. Hver vetrarlægðin á fætur annarri hefur gengið yfir Reykjanesskagann með slæmum akstursskilyrðum, bæði vegna vinds og einnig krapa. Nokkur umferðarhóhöpp hafa orðið en engin alvarleg slys á fólki. Þessi mynd var tekin á mánudag þar sem ökumaður hafði misst stjórn á bíl sínum í krapa. Ekið var á bræður á leið í skólann í Garði í Suðurnesja- bæ á þriðjudagsmorgun um klukkan átta. Atvikið átti sér stað við gangbraut yfir Garð- brautina framan við skólann. Bræðurnir voru samferða á leið í skólann. Annar þeirra slapp alveg við meiðsli en hinn var fluttur á slysadeild í Reykjavík og er líðan hans sögð stöðug. Ökumaðurinn, ungur karl- maður, er í áfalli eftir slysið. Það sama má reyndar segja um fjöl- marga nemendur Gerðaskóla sem urðu vitni að slysinu. Rætt var við nemendur í skólanum eftir atvikið. Þar sem slysið varð er 50 km. hámarkshraði, sem er óvenju- legt við skóla, en Garðbrautin er stofnbraut og þar er oft mikil og hröð umferð. Umferðarljós eru við gangbrautina. Lögreglan á Suðurnesjum er með slysið til rannsóknar en að- stæður voru dimmar á þriðju- dagsmorgun. Ekið á bræður á leið til skóla 4 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.