Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 9
þumlunga slöngu um 350 metra vegalengd niður í sjó. Eldurinn var þá orðinn svo magnaður að ekki var viðlit að bjarga húsinu. Tvö næstu íbúðarhús voru í hættu en þeim tókst að bjarga. Eftirmálin af brun- anum í Skildi urðu m.a. þau að síðan var ekki haldin jólatrésskemmtun í Keflavík nema slökkvilið væri á vettvangi með búnað og tvo slökkvi- liðsmenn sem gættu allra undan- komuleiða,“ segir m.a. í sögunni um þennan mannskæða bruna. Sjúkraflutningar grunnur að sólarhringvakt Mikil breyting varð hjá Bruna- vörnum Suðurnesja árið 1988 þegar gerður var samningur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um sjúkraflutninga. Stofnunin hafði áður sjálf annast þá flutninga og verið með áhafnir á sjúkrabíla. „Þá urðu hér sólarhringsvaktir á slökkvistöðinni og tveir á vakt í upphafi. Í dag eru erum við sex skráðir á vaktinni. Í upphafi voru þetta 850–900 verkefni á ári en í dag eru þetta orðin 4.300 útköll og að langstærstum hluta sjúkraflutn- ingar. Hreyfingar slökkviliðs eru um 200 á ári en eldsvoðar miklu færri. Eldsvoðar eru þó alltaf miklu mann- frekari en sjúkraflutningar,“ segir Jón. Í dag eru tuttugu og fjórir sem ganga vaktir hjá Brunavörnum Suð- urnesja í Reykjanesbæ og í Grindavík eru sex starfsmenn sem sinna sjúkraflutningum á bakvöktum. Þá eru Brunavarnir Suðurnesja með útstöð í Vogum þar sem staðsettur er slökkvibíll og markmiðið er að þar séu starfandi átta hlutastarf- andi slökkviliðsmenn til að sinna útköllum þegar þau verða. „Það á ekki að skipta máli hvar á svæði Brunavarna Suðurnesja þú býrð, þú átt alls staðar að njóta sam- bærilegrar þjónustu,“ segir Jón Góð menntun starfsmanna Menntun starfsmanna Brunavarna Suðurnesja er orðin mjög góð að sögn slökkviliðsstjórans og hefur vaxið á undanförnum árum. Flestir eru komnir með góða menntun í sjúkraflutningum og nú eru þrír menn í Bandaríkjunum í bráða- tæknanámi. Þegar þeir hafa lokið sínu námi eru Brunavarnir Suður- nesja komnar með fjóra bráðatækna og verður því einn á hverri vakt. Jón segir að menntunarstig starfsmanna BS hafi aldrei verið hærra. Brunavarnir Suðurnesja eru að takast á við áskoranir alla daga og nú er það vinnutímastytting. Það þýðir að bæta þarf við einni vakt og fjölga þarf starfsmönnum um átta. Þá þarf að fjölga bráðatæknum til að manna þessa nýju vakt. „En við erum vel settir hvað mannskap varðar og það er í þessari starfsemi eins og öllu að mannskapurinn skiptir bara öllu máli. Við erum með góðan mann- skap.“ Jón segir að starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamannsins sé öðru- vísi starf en nánast öll önnur vinna. Starfið sé fjölbreytt. „Ég held að ég geti fullyrt að launin séu orðin sam- keppnishæf.“ Gera starfið að ævistarfi Starfsmannavelta er ekki mikil hjá Brunavörnum Suðurnesja. Margir hafa kosið að gera starfið að sínu ævistarfi og vinna við það út starfs- ferilinn. Jón segir því að það sé stöð- ugleiki í mannahaldi. „Það skiptir máli í þessu samhengi að að það sé stöðugleiki í mannahaldi vegna þess að reynslan í þessum geira skiptir gríðarlega miklu máli, bæði í sjúkra- flutningum og eins í slökkvistörfum. Það skiptir gríðarlega miklu máli að vera með reynslumikið fólk.“ Kostnaðarauki upp á 140 milljónir króna á ári Þú ert að tala um að þurfa að manna heila vakt í viðbót út á stytt- ingu vinnuvikunnar. Þetta hlýtur að hafa einhver áhrif á reksturinn? „Auðvitað kemur þetta til með að hafa áhrif á reksturinn og þetta verður ekkert auðvelt. Þetta er rándýrt. Um 80% af kostnaði við rekstur Brunavarna Suðurnesja snýr að starfsmannakostnaði. Kostnaður Brunavarna Suðurnesja við styttingu vinnuvikunnar er um 140 milljónir króna á ári. Þetta er hrein viðbót við reksturinn og þýðir aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin og ríkið. Svo töluðu menn um að stytting vinnuvikunnar ætti ekki að kosta neitt. Þetta er gríðarlegur kostnaðarauki,“ segir Jón Brunavarnir Suðurnesja standa núna í samningaviðræðum við Sjúkratryggingar um þetta og verður að ná lendingu fyrir 15. maí þegar vinnutímastytting vaktavinnufólks tekur gildi. Reksturinn í jafnvægi Rekstur Brunavarna Suðurnesja hefur verið í jafnvægi frá því stofn- unin var gerð að byggðasamlagi og verið plúsmegin sem Jón segir skipta miklu máli. Frá því að rekstrar- forminu var breytt í byggðasamlag hafa Brunavarnir Suðurnesja verið reknar eins og hvert annað fyrirtæki. Sveitarfélögin þrjú sem standa að Brunavörnum Suðurnesja, Reykja- nesbær, Suðurnesjabær og Sveitar- félagið Vogar, greiða til starfsem- innar þannig að kostnaðarskipting er í samræmi við höfðatölu. Sveitar- félögin greiða um 60% af rekstrar- kostnaði og samningar við ríkið um sjúkraflutninga og aðrar tekjur sjá um 40% af rekstrarkostnaði Bruna- varna Suðurnesja. Auðvitað kemur þetta til með að hafa áhrif á reksturinn og þetta verður ekkert auðvelt. Þetta er rándýrt. Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA Tækjabúnaður rúmast allur í bílasal stöðvarinnar. Jón Guðlaugsson með gamla útkallssíma slökkviliðsins. Takkaborðið var notað til að hringja hópsímtal heim til allra slökkvilðsmanna. LAUNAFULLTRÚI 50% STARF Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi í 50% starf sem launafulltrúi hjá Lögreglustjór- anum á Suðurnesjum (LSS). Launafulltrúi vinnur náið með þeim launafulltrúa sem fyrir er hjá embættinu. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir almennri löggæslu, landamæraeftir- liti, rannsóknum sakamála auk annarra verkefna. Hjá embættinu starfa um 170 manns á þremur starfsstöðvum. Launafulltrúi mun hafa starfsstöð á Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri. Helstu verkefni og ábyrgð • Aðstoð við launavinnslu og frágang launa • Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál • Skjölun mannauðs- og launagagna • Samskipti við aðra starfsmenn embættisins Hæfniskröfur • Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af launamálum og/eða bókhaldi skilyrði • Góð þekking á excel skilyrði. Önnur almenn tölvuþekking mikill kostur • Þekking á launamálum hins opinbera kostur • Þekking á Oracle kostur • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Metnaður til að ná árangri • Góð færni í íslensku, bæði töluðu máli og rituðu máli, nauðsynleg Frekari upplýsingar um starfið Ráðið er í stöðuna frá 1. apríl eða eftir nánara samkomulagi. Sækja skal um á Starfatorgi (starfatorg.is). Einungis er tekið við umsóknum með þessum hætti. Umsækjendur eru beðnir um að skila með um- sókn kynningarbréfi ásamt starfsferilskrá. Um- sóknir skulu vera á íslensku. Eingöngu umsóknir sem uppfylla þessi atriði eru teknar til greina. Starfshlutfall 50% Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2022 Nánari upplýsingar veitir Pétur Óli Jónsson – poj01@logreglan.is – 4442200 Auglýsingin birtist fyrst á Starfatorgi þann 3. febrúar sl. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200 Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfar- andi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Súlutjörn 29, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 228-3669 , þingl. eig. Fe Amor Parel Guðmundsson, gerðarbeiðandi SaltPay IIB hf., þriðjudaginn 22. febrúar nk. kl. 09:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 14. febrúar 2022 uPPbOð vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.