Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 10
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 7. ÞÁTTUR MEIRA UM THORKILLIUS, JÓN ÞORKELSSON Í öðrum þætti sagði frá Thorkillii, Jóni Þorkelssyni (1697–1759), sem var barn efnaðra og vel ættaðra foreldra í Innri-Njarðvík, sem þá tilheyrði Vatnsleysustrandarhreppi. Hann varð mikill lærdómsmaður, las og skrifaði mikið, m.a. löng söguljóð á latínu. Jón var rektor Skálholtsskóla í níu ár; með brennandi áhuga á almennri menntun í landinu og brýndi yfirvöld til að bæta úr æði mörgu. Hann var barnlaus, gaf eftir sinn dag eigur sínar í sjóð til að kosta uppeldi og aðbúnað fátækra barna í sínu heimahéraði. Hefur hann verið kallaður faðir íslenskrar alþýðufræðslu. Á 200 ára ártíð hans 1959 var gefin út bók um hann og Ríkharður Jónsson fenginn til að gera af honum styttu í Innri-Njarðvík (sjá mynd). Í bréfi frá 1873 er lýst stofnun barna- skólans á Vatnsleysuströnd og segir m.a.: „Undir skólann var keyptur partur úr hinni svonefndu Brunnastaða- torfu. Viðkomandi prestur ljet hreppsbúa kjósa 4 menn í nefnd til þess með sér sem 5. nefndarmanni að hafa stjórn og umsjón stofn- unnarinnar á hendi, var hún eptir almennum vilja hreppsbúa kölluð „Thorchillii barnaskóli í Vatnsleysu- strandarhreppi“, og það ekki einungis af því, að svo var til ætlast , að hann skyldi verða nokkurs konar asylum fyrir þau börn, - að minnst kosti innanhrepps, - er sjóður Thorchilli sál. kæmi að notum, heldur einnig af hinu, að menn fundu engum hreppi jafn skylt að halda uppi nafni og minningu Thorchillii, eins og Vatns- leysustrandarhreppi, þar sem hann lifði hið fegursta æfi sinnar. ... Skóla- nefndin stjórnar stofnun þessari eptir skólareglum sem samþykktar voru á almennum hreppsfundi og sem, að því leyti sem við getur átt, eru lagaðar eptir reglugjörð fyrir barnaskólann í Reykjavík, er svo ákveðið í 27.gr. reglanna að prestur árlega sendi umráðendum Thorc- hillii sjóðs yfirlit yfir ástand skólans.“ Í framhaldi kemur skýrsla m.a. um börnin og lærdóm þeirra fyrsta árið. Þessi Thorchillii-tengsl voru ein- kenni þessa skóla. Væri fróðlegt að rannsaka í hve ríkum mæli þetta hefur bjargað lífi og heilsu fátækra barna og orðið til þess að þau komust til mennta. Auk þess að fá kennslu er skólinn athvarf; sum fá- tæku börnin bjuggu á lofti skólans fyrstu árin. Nú njóta mörg börn sér- kennslu og Stóru-Vogaskóli veitir öllum gjaldfrálsan heimaeldaðan og hollan hádegismat. Jón Sigurðsson skrifar í tímarit sitt, Ný félagsrit, 1842 (https:// timarit.is/page/2014990#page/ n0/mode/2up): „Sá maður, er mest og bezt gagn vann menntamálum á fyrri hluta 18. aldar, var Jón Þor- kelsson, skólameistari í Skálholti. Er hann hafði verið skólameistari í 9 ár gat hann eigi lengur unað við hið óþolandi ástand. Árið 1736 sigldi hann á konungsfund. Hann lýsti fyrir konungi hve báglega horfði um Ís- lands hag, ef fólkið væri látið grotna niður í fáfræði og andlegum vesal- dómi. .... Að lokum fékk hann því þó áorkað, að Ludvig Harboe, .... síðar Sjálandsbiskup, var sendur til Ís- lands til að rannsaka ástandið þar. Harboe er einhver bezta sending sem komið hefir frá Dönum. Hann og Jón Þorkelsson ferðuðust hér um landið á árunum 1741–1745.“ Þegar þeir höfðu gert kóng- inum grein fyrir því sem þeir urðu áskynja, gáfu dönsk stjórnvöld út margar og strangar tilskipanir; um að börn skyldu læra að lesa til að fá að fermast; prestar skyldu húsvitja, sinna barnafræðslu og halda sig frá drykkjuskap, o.fl.. Prentaðar voru bækur og lærdómskver og fleiri fóru í framhaldsnám. Heimilin voru misfær um að kenna lestur og sumir sem efni höfðu á réðu til þess vinnufólk en prestar lestrarprófuðu börnin. Harbo lætur gefa út ítarlega til- skipan um latínuskólana strax 3. maí 1743. Skólar skulu vera í Skálholti (24 piltar) og á Hólum (16 piltar), báðir skóla með tvo kennara. Þar er sagt hvað skuli kenna og hvernig, og um aðbúnað og kröfur. Það gekk mis vel að framfylgja öllum þessum fyrirmælum frá Harboe, en lestrar- kunnátta og menning þjóðarinnar stórbatnaði næstu áratugi. Heimildir eru þær sömu og í síðasta þætti, auk þess handritað bréf, lík- lega Stefáns Thorarensen. Róbert Andri Drzymkowski er nítján ára gamall og kemur frá Vogunum. Róbert er á rafvirkjabraut við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og er varafor- maður nemendafélagsins. Hann hefur áhuga á tónlist og gaman af því að koma fram. Á hvaða braut ertu? Ég er á rafvirkjabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Ég myndi segja að helsti kosturinn við FS væri að maður getur alltaf spjallað við hvaða manneskju sem er, það er alltaf gaman að lenda á spjalli við fólk. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég myndi örugglega segja Þorsteinn Helgi, svakalegt talent! Skemmtilegasta sagan úr FS: Örugglega fyrsta árshátíðarballið mitt, Stuðlabandið kom, allir í gír og bara klikkað kvöld. Hver er fyndnastur í skólanum? Það eru svo margir, ég verð að nefna þrjá. Rúnar, Óli Fannar, og Finnur Valdimar. Erfitt að velja úr. Hver eru áhugamálin þín? Ég myndi segja tónlist, hef mikinn áhuga á að spila á gítar og píanó og syngja. Hvað hræðistu mest? Fugla. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Úffff, Come back to me með Uriah Heep eða Ástarbréf merkt x. Frábær lög. Hver er þinn helsti kostur? Er alltaf hress og glaður, tek lífinu ekkert of alvarlega. Hver er þinn helsti galli? Stundum smá kærulaus og alveg hrylli- lega gleyminn. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Örugglega Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst geggjað þegar fólk horfir ekki niður til annara. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Halda áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt að gera og elta draumana. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Gleðipinni. FS-ingur vikunnar: Róbert Andri Drzym kow ski Ung(m enni) vikunnar: Yasm in Petra Younesdóttir Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com Alltaf hress og glaður Brosmildur nagli Yasmin Petra Younesdóttir er fjórtán ára og er í Njarðvíkur- skóla. Yasmin æfir körfubolta og situr í unglingaráði Fjör- heima. Hún hefur gaman af því að baka og ferðast og segir sinn helsta kost vera hve brosmild hún er. Í hvaða bekk ertu? 9. bekk. Í hvaða skóla ertu? Njarðvíkurskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Þessa dagana er ég mjög mikið að einblína að koma mér í gott stand eftir krossbandslit. Ég mæti að horfa á körfuboltaæfingar og fer á styrktaræfingar. Ég er í unglingaráði Fjör- heima og mæti því á fundi með ráðinu og opin hús í félagsmiðstöðinni. Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst skemmtilegast í samfélags- fræði því að við erum mikið að vinna í hópverkefnum og þar get ég verið með bestu vinkonum mínum í hóp. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Freysteinn, því að hann er svo efnilegur í fótboltanum það er ekki eðlilegt hvað hann er góður. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar vinkona mín var tengd Spotifyinu inni í matsal og það voru krakkar sem fengu að velja lög. Einn strákur var að stjórna lögunum og við fórum i bakaríið á meðan. Þegar við vorum svo sest niður ákveðum við að setja á fart sounds og það heyrðist í matsalnum og allir horfðu á strákinn sem var að stjórna lögunum. Hver er fyndnastur í skólanum? Hildigunnur því að hún fær mig alltaf til þess að hlæja þó hún sé ekki að reyna það. Hver eru áhugamálin þín? Körfubolti, fé- lagsstörf, ferðalög og að baka. Hvað hræðistu mest? Að slíta aftur krossband og sprautur. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Buy a heart með Nicki Minaj eða Hrs and Hrs með Muni Long. Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög skipulögð, ákveðin og brosmild. Hver er þinn helsti galli? Get verið svolítið stjórnsöm en það getur verið bæði neikvætt og jákvætt. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok, Snapchat, Instagram og 1010! Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki, góð samskipti og að kunna að hafa gaman. Hvað langar þig að gera eftir grunn- skóla? Ég er ekki búin hugsa svo langt en ég vonast til að ná langt í körfubolta. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Nagli. 10 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.