Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 6
Það hafa komið virkilega bjartir og fallegir vetrardagar inn á milli lægðanna sem að undan- förnu hafa rennt sér yfir landið. Þessa daga er ekkert skemmtilegra en að hoppa út í daginn með græj- urnar og virða umhverfið fyrir sér. Það virðist vera þegar horft er í átt að eldstöðinni í Fagradalsfjalli að snjór sé farinn að festa á nýja hrauninu sem segir okkur að þetta sé farið að kólna verulega. Já, Reykjanesskaginn og allt sem hann hefur upp á að bjóða er líka fal- legur í sínum hvítu klæðum. augNablik Með JÓNi SteiNari Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Skemmtileg tilbreyting fyrir áhöfn Grímsnes GK Held að það sé einhver ógæfa með að skrifa pistla á þessum degi sem ég skrifa þá. Því að það sem af er þessu ári þá hefur það verið þannig að ég skrifa pistilinn alltaf á sama degi og alltaf hefur verið leiðindaveður – og það er einmitt þannig núna þegar þessi pistill er skrifaður. Þrátt fyrir það gátu sjómenn hérna á Suðurnesjunum loksins brosað mikið og tóku heldur betur á því, vegna þess að það var mokveiði hjá bátunum og skiptust minni línubát- arnir svo til á þrjá staði. Fyrsti hópurinn var á veiðum út frá Þorlákshöfn og voru þeir bátar á veiðum meðfram suðurströndinni áleiðis að Landeyjahöfn. Þar var t.d. Sævík GK og báturinn landaði 59 tonn í fimm róðrum. Þar voru líka bátar að austan, t.d. Sandfell SU, Hafrafell SU og Kristján HF. Síðan var annar hópur utan við Grindavík og þeir veiddu líka vel. Þar voru t.d. Dúddi Gísla GK með 23 tonn í tveimur róðrum, Katrín GK með nítján tonn í tveimur, Geirfugl GK 19,3 tonn í tveimur, Óli á Stað GK með 18,5 tonn í tveimur og Daðey GK með 31 tonn í þremur. Utan við Sandgerði var svo þriðji hópurinn og var eins og hjá hinum mjög góð veiði hjá þeim. Þar var t.d. Addi Afi GK með 7,5 tonn í einum róðri. Dóri GK með 27 tonn í þremur róðrum, Gulltoppur GK með fimmtán tonn í tveimur en hann er á balalínu. Hópsnes GK sem var minnst á í síð- asta pistli var með 34 tonn í þremur róðrum en hann er líka á balalínu eins og Gulltoppur GK og Addi Afi GK. Geirfugl GK kom síðan frá Grindavík og náði einni löndun í Sandgerði og kom með um tíu tonn þangað. Daðey GK kom líka og lenti í mokveiði, þurfi að tvílanda sama daginn. Var Daðey GK með 28 tonn í þremur róðrum og þar af um 19,5 tonn sem fengust sama daginn. Margrét GK hefur gengið mjög vel og var með um 40 tonn í fjórum löndunum. Þessi góða veiði kemur svo sem ekki á óvart, enda hafði í desember og janúar verið mjög veiði hjá bátunum þá daga sem gaf á sjóinn. Hjá netabátunum hefur Erling KE gengið vel, kominn með 120 tonn í sjö róðrum og mest 29,5 tonn. Báturinn er búinn að vera við veiðar utan við Hvalnes og landað í Sandgerði. Reyndar er mjög lítið um netabátana núna því fyrir utan Erling KE þá eru aðeins þrír minni bátar auk Grímsnes GK sem minnst verður á hérna á eftir. Bergvík GK er með 4,8 tonn í þremur róðrum, Halldór Afi GK 6,5 tonn í fjórum og Maron GK 33 tonn í fjórum. Grímsnes GK er búinn að vera eltast við ufsann. Reyndar þá fór Sig- valdi skipstjóri ásamt áhöfn sinni, eða hluta af henni, í nokkuð öðruvísi róður núna um daginn. Því þeir fóru út samhliða línubátnum Valdimar GK frá Grindavík og fylgdu honum út á miðin djúpt úti af Sandgerði. Með þeim voru tveir kvikmyndatökumenn sem eru að taka um þátt sem heitir Ice Cold Catch og verður sýndur á Disco- very Channel. Grímsnes GK fylgdi Valdimar GK út frá Grindavík og silgdi samhliða honum í ansi þungum sjó fimmtán til átján metrum á sekúndu og fjögurra til sex metra ölduhæð. Vel gekk að mynda og samtals mynduðu þessir tveir kvikmyndamenn samtals um fimmtán klukkutíma af efni. Eftir að Grímsnes GK hafði farið til Grindavíkur og sett kvikmynda- rmennina í land fóru þeir út aftur til að leggja net fyrir ufsann og lentu heldur betur í góðri veiði. Þeir komu í land með 30 tonn og af því var ufsi um 25 tonn. Skemmtileg tilbreyting fyrir áhöfn Grímsnes GK og Grímsi stóð sig vel í þessu eins og Sigvaldi kallar bátinn sem hann er skipstjóri á. aflafrÉttir á SuðurNeSJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Mikill fiskdauði í fjörum á Reykjanesi af völdum óveðurs Mikið magn af fiski rak upp í Stóru Sandvík á vestanverðu Reykjanesi, eins og greint var frá í Víkurfréttum í síðustu viku. Á miðvikudags- morgun í liðinni viku fóru starfs- menn Hafrannsóknastofnunar og mátu magn fisks í víkinni sem er um eins kílómetra löng. Í ljós kom að að- allega var um tegundina litla karfa að ræða, alls um 29 þúsund fiskar á bilinu 5–23 sm. Þar er líklega um lágmarksfjölda að ræða því sandur hafði fokið yfir eitthvað af smæsta fiskinum, segir á vef stofnunarinnar. Mánudagskvöldið 7. febrúar og aðfaranótt 8. febrúar var mikið suð- vestan brim við sunnan- og vestan- verðan Reykjanesskaga. Meðalvind- hraði á Garðskagavita um kvöldið og fram á morgun var 20–22 m/s og ölduhæð (kennialda) á Garð- skagadufli fór upp í tuttugu metra. Það þýðir að hæstu öldur voru mun hærri en það. Auk litla karfa fundust um 140 ljóskjöftur (8–19 sm), tvær keilur (79 og 89 sm), 115 sm þorskur, ufsi, spærlingur og marsíli. Auk fiskanna voru í fjörunni nokkrir ný- lega dauðir fuglar; fimm súlur, tvær langvíur, fýll og æðarfugl. Aðstæður voru einnig skoðaðar við Garðskagavita og þar var mikið upprót af þara og nokkrir tugir af litla karfa. Einnig fréttist af litla karfa í fjörunni í Sandgerði, við Sandhöfn norðan Hafnabergs og við Ísólfsskála við sunnanvert Reykja- nesið. Ljóst er að mikið magn af litla karfa og talsvert af ljóskjöftu hefur drepist við Reykjanesið í óveðrinu sem gekk yfir aðfaranótt þriðjudags. Einnig er líklegt að fuglarnir sem fundust í fjörunni í Stóru Sandvík hafi drepist af þess völdum. Hægt er að fullyrða að rekinn er ekki af völdum brottkasts því þetta eru mest það smáir fiskar að þeir koma ekki í veiðarfæri fiskiskipa. Ef orðið hefur vart við mikinn fjölda rekinna fiska í fjörum myndi Hafrannsóknastofnun gjarnan vilja fá upplýsingar um slíkt, í gegnum netfangið hafogvatn@hafogvatn.is. Dauðir fiskar í Stóru Sandvík. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Reykjanesskaginn í vetrarbúningi Jón Steinar Sæmundsson 6 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.