Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 12
Samkeppnishæfur fjölskyldubær Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveita- félögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikil- vægasta verkefni sveitafélaga og upp- bygging nýrra leikskóla á að vera ofar- lega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingaror- lofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugg- lega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í fram- kvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dag- vistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/ eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskar- andi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með ein- faldri Google-leit að „Stapaskóli“ er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Sam- keppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Nokkrir punktar varðandi atvinnumál Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund, frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Ég tel að undirstaða samfélagsins vera trygg atvinna. Covid-ástandið hefur komið hvað mest niður á íbúum Reykjanesbæjar og verðum við að treysta á fleiri stoðir atvinnulífsins. Ef- laust eru engar töfralausnir í þessum málum, við þurfum að markaðsetja Reykjanesbæ sem vænlegan kost fyrir fyrirtæki til að setjast hér að og skapa verðmæti. Við verðum að skapa aðlað- andi miðbæ með fjölbreytta þjónustu, verslanir og afþreyingu sem laðar að mannlíf og bætir ásýnd bæjarins. Hugmyndir: • Eigum samtal við þau fyrirtæki sem fyrir er í bænum, um hvað við getum gert til að laða að viðskipta- vini, skapa verðmæti og fjölga störfum. • Eflum miðbæinn en frekar. • Aðstoðum örfyrirtæki að koma sér fyrir og tökum þátt í frumkvöðla- starfsemi. • Leitum aðila sem kunna að hafa áhuga á að reisa umhverfisvæna iðn- og tæknifyrirtæki og t.d. boðið þeim lóðir á viðráðanlegu verði með tilheyrandi verðmætasköpun í sátt við samfélagið og umhverfið. • Fáum skemmtiferðaskip til að heim- sækja bæinn með tilheyrandi ávinn- ingi fyrir verslun og þjónustu ásamt tekjum í hafnarsjóð. Reynslan sýnir að þetta hefur verið góð búbót fyrir bæjarfélögin í kringum landið. • Verum fyrsti valkostur ferðamanna þegar þeir lenda á flugvellinum með tilheyrandi ávinningi fyrir verslun og þjónustu. • Tryggjum lagningu Suðurnesjalínu 2. • Listinn er langt frá því að vera tæmandi en vonandi skapar um- ræðu og fleiri hugmyndir sem við getum unnið með. Ég vil gjarnan heyra ykkar álit, hugmyndir eða hvað það er sem við getum gert til að gera góðan bæ betri! „Grípum tækifærin“ Fjölbreytt atvinna og skipulagsmál Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Við viljum fjölga atvinnutækifærum í Reykjanesbæ og fögnum því þegar við sjáum ný fyrirtæki hefja starfsemi í okkar samfélagi. Þegar fyrirtæki sýna áhuga og frumkvæði á að koma til Reykjanesbæjar með starfsemi sína er mikilvægt að bjóða þau velkomin en huga þarf að mörgum þáttum er varðar staðsetningu þess. Skipuleggja þarf aðkomu að fyrirtækinu og umhverfi þess með umferðaröryggi í huga. Það er hlutverk Reykjanesbæjar að tryggja þessa þætti áður en staðsetning er ákveðin og uppbygging fyrirtækis hefst. Íbúar geta haft áhrif á aðalskipu- lag og gert athugasemdir þegar deili- skipulag er kynnt en stundum er það of seint og framkvæmd er þegar hafin. Mörg hverfi eru að byggjast hratt upp núna og nýjasta hverfið verður Dalshverfi þrjú í Innri-Njarðvík. Íbúar hafa látið í sér heyra þegar þeir sjá að fyrirtæki eða stofnanir eru að hefja starfsemi í þeirra hverfi og það er gott að sjá að íbúar fylgjast vel með. Eitt það mikilvægasta sem þarf að vera sem næst öllum hverfum eru leik- og grunnskólar og viljum við hvetja börn til þess að ganga eða hjóla í skólann en eins og kemur fram í stefnu Reykjanes- bæjar þá eru börnin mikilvægust. Ör- yggismál þurfa að vera í forgangi þegar við skipuleggjum skóla og aðra starf- semi í bænum en það er ekki á höndum þeirra sem eru að byggja heldur eiga þeir sem stjórna bænum að sjá til þess að íbúar séu öruggir í umferðinni alla daga. Fögnum og bjóðum fyrirtæki og stofnanir velkomin í okkar bæ og þannig aukum við atvinnutækifæri en verum ávallt fagleg þegar kemur að vinnubrögðum er varðar skipulag og umhverfi. Framtíðin sem eldri borgari Eiður Ævarsson, frambjóðandi í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. https://www.eiduraevarss.is/ Það er réttlætismál að eldra fólk fái að miða starfslok sín við áhuga, færni og getu en þurfi ekki að hætta virkri þátt- töku í atvinnulífinu eingöngu vegna aldurs. Aldurstengdar uppsagnir eiga ekki að geta átt sér stað, við eigum þess í stað að leggja áherslu á þekk- ingu, reynslu, hæfni og menntun fólks óháð aldri. Lifa með reisn Til að eftirlaunafólk geti lifað mann- sæmandi lífi heima hjá sér og það með reisn, þurfa ríki og sveitarfélög að stórauka samvinnu sína. Þar þarf heilsugæslan að vera vagga öldrunar- þjónustunnar. Heilsugæslan þarf að nálgast eldra fólk fyrr á lífsleiðinni með samhæfðri teymisvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsþjónustu sveitarfélaga. Mikið af þessu er á hendi ríkisins en Reykjanesbær þarf að ýta á eftir aukinni þjónustu og sú þjónusta sé í lagi, að á hana geti fólk treyst og þjónustan henti þeim sem hana þurfa. Í eigin húsnæði Einnig skal eftir fremsta megni reynt að aðstoða eldra fólk í að dvelja í eigin húsnæði eins lengi og það vill með aðstoð heimaþjónustu. Ég hef þegar fjallað um heilbrigðisþjónustu í fyrri skrifum mínum og hægt er að nálgast þá grein á heima síðu minni www.eid- uraevarss.is. Ljóst er að búseta á eigin heimili hentar ekki öllum, þó að dvöl á hjúkr- unarheimilum sé ekki þörf. Búsetu úrræði fyrir eldra fólk eru hins vegar allt of fábreytt og þar vantar í Reykja- nesbæ millistigsbúsetu á milli eigin heimilis og hjúkrunarheimilis. Þegar ég tala um millistigsbúsetu þar er hug- myndin sú að byggja íbúðakjarna þar sem eldra fólk er aðstoðað af heima- þjónustu með daglegar þarfir. Brýnt er að byggja upp þannig búsetuform til hagsbóta fyrir eldra fólk og þá ekki síður fyrir velferðarkerfið, sem er eins og fyrr kom fram á forræði ríkis og sveitarfélaga. Aukin uppbygging Reykjanesbær þarf að ýta á að stór- aukið verði við uppbyggingu öldrun- arrýma. Þó uppbygging sé við Nesvelli þá stefnir í lokun Hlévangs þegar viðbygg- ing Nesvalla verður tilbúin, það þýðir að einungis verður aukið rými fyrir 30 manns sem uppfyllir ekki þá þörf sem er í samfélaginu. Einnig þarf að líta á hvernig hægt er að auka aðstöðu til félagsstarfs á Nes- völlum, en með aukningu íbúða á Nes- völlum mun núverandi aðstaða ekki ná að þjónusta alla þá íbúa þegar upp- byggingunni er lokið. Nú er svo komið að skoða þarf upp- byggingu Nesvalla frá öllum hliðum svo að starfið verði til fyrirmyndar, aðstaðan næg og allt starf unnið undir einu þaki þar sem félagsstarf, mötu- neyti og skemmtanir fara saman og nóg pláss er fyrir alla. Góðar samgöngur Guðbergur Reynisson, 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna 26. febrúar. Til þess að góður bær verði betri er nauðsynlegt að hafa góðar sam- gönguæðar til og frá bænum. Reykjanesbær býr yfir þeirri sér- stöðu að vera með bæði stórskipa- höfn og alþjóðaflugvöll í næsta ná- grenni. Þar tel ég að liggi mörg fjöl- breytt tækifæri. Til dæmis fara í eðlilegu ár- ferði um tíu milljónir ferðamanna í gegnum Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og um þrjár milljónir þeirra koma út úr flugstöðinni og heim- sækja landið. Allir þessir ferðamenn þurfa að byrja heimsókn sína á því að keyra Reykjanesbraut til höfuð- borgarinnar. Samt getum við ekki enn haft veginn boðlegan! Reykjanesbrautin er einföld á tveimur köflum og það eru hættu- legustu kaflarnir í samgöngukerfi Íslands. Við fengum samt í gegn eftir mikla vinnu bæði að Reykjanes- braut kæmist á samgönguáætlun og að hringtorgin væru sett fyrir ofan Reykjanesbæ. Við höfum með endalausu tuði náð að færa kaflann frá Hvassahrauni að Krísuvíkuraf- leggjara fram og verður þessi kafli loksins boðinn út í vor. Þar með verður hættulegasti kaflinn loksins frá og ættum við að geta keyrt tvöfalda Reykjanes- braut frá Fitjum til Hafnarfjarðar árið 2024. En verkinu er ekki lokið, enn er eftir kaflinn frá flugstöðinni til Fitja og það verður að fara að byrja að undir- búa þann kafla. Þar verður Reykjanesbær að vera með í ráðum. Ekki má leyfa Isavia, Kadeco og Vegagerðinni að ráða al- gjörlega ferðinni þar. Þetta eru allt of mikil ríkisfyrirtæki sem eru föst í sínum ferlum og hugsa mikla meira um höfuðborgarsvæðið heldur en hagsmuni okkar hér í Reykjanesbæ. Reykjanesbær verður að hafa bæjarbúa með í ráðum og hanna brautina með þarfir bæjarins að leiðarljósi, t.d. með tilliti til hvernig væri hægt að tengja Ásbrú betur við Reykjanesbæ svo sá bæjarhluti sé ekki alltaf eins og annað sveitar- félag. Einnig þarf að vera hægt að tappa af allri þessarri umferð svo ferða- menn komi við í fallega bænum okkar til þess að styrkja verslun og þjónustu. Svo á innanlandsflugið auð- vitað að vera á Keflavíkurflugvelli. Þannig að fólk geti flogið hingað og svo beint áfram í tengiflugi til Vest- mannaeyja, Egilsstaða, Akureyrar, Ísafjarðar o.s.frv. Þetta gerir Ísland að betra ferðamannalandi, minkar álagið á vegina og er bara skynsam- legt í alla staði. Góðar samgöngur eru ein af for- sendum velferðar allra fjölskyldna í bænum svo ég tali nú ekki um ör- yggistilfinningu. Við eigum öll ást- vini sem eru mikið í umferðinni og við viljum geta verið örugg og róleg yfir því. Skil á aðSeNdu efNi Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is Skynsamleg skref í umhverfismálum Ríkharður Ibsen, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í umhverfis- og loftslagsstefnu Reykja- nesbæjar sem samþykkt var í lok apríl á síðasta ári eru útlistuð skýr mark- mið um hámörkun orkunýtni, t.d. með aukningu á LED-lýsingu. Þar kemur einnig fram að Reykjanesbær muni skuldbinda sig til að nota 100% end- urnýjanlega orku í samgöngum innan bæjarmarka fyrir árið 2030. Ég beitti mér mikið í vinnu við þessa skýrslu Reykjanesbæjar sem fulltrúi stýrihóps bæði framtíðarnefndar og umhverfis- og skipulagsráðs sem hafði umsjón með mótun tillögu stefnunnar sem er metnaðarfull og nær til ársins 2035. Á síðasta fundi í framtíðarnefnd Reykjanesbæjar undir liðnum aðgerð- aráætlun í umhverfis- og loftslags- málum skrifaði ég bókun sem allir í nefndinni tóku undir: „Framtíðarnefnd samþykkir aðgerðaráætlun fyrir sitt leyti og telur brýnt að LED-væðingu í sveitarfélaginu verði flýtt. LED-lamp- arnir bjóða upp á mun betri stýringu, betri endingu, langtum minni viðhalds- þörf, vinnusparnað og orkusparnað upp á um 70%. Talið er að rekstrar- kostnaður muni lækka um helming og fjárfestingin borgi sig upp á fimm, sex árum. Skilyrt verði að einungis grænir orkukostir komi til greina þegar kemur að næsta útboði almennings- samgangna í Reykjanesbæ í samræmi við stefnu sveitarfélagsins. Skýr mark- mið og aðgerðir auðvelda öllum aðilum undirbúning fyrir breyttar áherslur þegar samningar verða lausir.“ Við sjálfstæðismenn höfum beitt okkur fyrir því allt kjörtímabilið að ráðast í LED-væðingu í sveitarfélag- inu í samræmi við okkar stefnuskrá og erum ekki ein um það að hafa bent á þessa einföldu og skynsömu leið. Umhverfissvið hefur að vísu aðeins hafið þessa vinnu en er langt frá tak- markinu og gengið hefur treglega að fá stuðning meirihlutans til að halda verkinu áfram. Nú hafa nokkur önnur sveitarfélög klárað LED-væðingu þar á meðal nágrannar okkar í Grindavík og þar hefur rekstrarkostnaður götulýs- ingar lækkað um helming. Hér er verið að leggja til leiðir sem eru einfaldar, liggja beint við og spara sveitarfélag- inu hundruð milljóna til lengri tíma. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé búið að klára þetta fyrir löngu síðan. Við þurfum að stíga þessi skref bæði fast og ákveðið – þau eru hagkvæm, græn, skynsöm og löngu tímabær. 12 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.