Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 13
Guðbergur Reynisson gefur kost á sér í annað sæti Guðbergur Reynisson gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- nesbæ í prófkjöri sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Guðbergur er fæddur 1971, giftur Arn- björgu Elsu Hannesdóttur, leikskólakenn- ara. Þau eiga fjögur börn; Róbert Andra, tuttugu ára, Elvu Sif, átján ára, Sunnu Dís, ellefu ára og Birtu Maríu, sjö ára. Guðbergur hefur verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Cargoflutningar ehf. síðan árið 2009. Guðbergur er ötull baráttumaður í gegnum fjölmenna hagsmunahópa á Fa- cebook eins og Stopp hingað og ekki lengra. Þar hefur hann beitt sér af krafti fyrir ýmis baráttumál á Suðurnesjum og fylgt þeim eftir eins og tvöföldun Reykja- nesbrautar, bætta heilbrigðisþjónustu, af- hendingaröryggi raforku og uppbyggingu atvinnulífsins. Guðbergur var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ 2016 til 2021. Hann hefur setið í mörgum nefndum og ráðum á vegum flokksins eins og um- hverfis- og samgöngunefnd og velferðar- nefnd og fleirum. Guðbergur situr í miðstjórn flokksins sem ber ábyrgð á innra starfi flokksins og hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á hans vegum. Guðbergur er formaður ÍRB - Íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar og hefur komið víða við í íþrótta- og æskulýðs- starfi á svæðinu í gegnum árin, t.d. sem formaður Hestamannafélagsins Mána, Akstursíþróttafélags Suðurnesja og Akst- ursíþróttasambands Íslands. Aðaáherslumálin eru fjölskyldan, at- vinnu- ,samgöngu- og heilbrigðismál. Guðbergur Reynisson er maður sem lætur verkin tala. Helga Jóhanna býður sig fram í þriðja sæti Ég býð mig fram í þriðja sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Ég er 48 ára, fædd og uppalin í Kefla- víkurmegin í Reykjanesbæ og hef búið þar mestan hluta ævi minnar með viðkomu í Þýskalandi, Reykjavík og Garðabæ. Ég er gift Einari Jónssyni sem fæddur og upp- alinn er í Njarðvík og eigum við samtals fimm syni og sex barnabörn. Frá janúar 2020 hef ég starfað sem sviðsstjóri rekstr- arsviðs HS Veitna hf. og þar áður sem stjórnunarráðgjafi í eigin rekstri í tíu ár. Ég vil leggja mitt af mörkum til að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúana. Stuðla að eflingu heilbrigð- isþjónustu í heimabyggð með sérstakri áherslu á aukið aðgengi að sérfræðingum á sviði geðheilsu og aukinn stuðningur við, og áhersla á, hlutverk íþrótta og lýðheilsu í lífi barna, ungmenna og fjöl- skyldna þeirra. Við höfum allt til að bera til að vera það sveitarfélag sem best er að búa í, með öflugri þjónustu við alla aldurs- hópa, frá vöggu til grafar. Ég þekki vel til starfsemi og áskorana sveitarfélaga úr fyrri störfum, sem mann- auðsstjóri Reykjanesbæjar á árunum 2003–2008, aðalmaður í barnaverndar- nefnd í átta ár og aðalmaður í fræðslu- ráði í fjögur ár. Sem ráðgjafi sveitarfélaga um allt land, bæði á sviði stefnumótunar, mannauðsráðgjafar og þjálfunar stjórn- enda. Eins tók ég að mér verkefni á vegum Evrópusambandsins í Kambódíu þar sem áherslan var á eflingu sveitarstjórnarstigs- ins. Ég trúi því að reynsla mín og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel og hlakka til að stíga mín fyrstu skref í þá átt sem fram- bjóðandi. Með ósk um þinn stuðning í þriðja sætið í prófkjörinu þann 26. febrúar næst- komandi. Helga Jóhanna Oddsdóttir. Birgitta Rún sækist eftir fimmta sæti Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ í vor. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Ég hef verið svo lánsöm að fá að leggja nokkrum samfélagslegum verkefnum lið á undanförnum árum. Ég hef meðal annars setið sem aðalmaður í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar og sem varamaður í lýðheilsuráði og verið virk í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins í sveitar- félaginu. Það má segja að í þessu starfi hafi kviknað brennandi áhugi á að vinna að góðum málefnum fyrir nærsamfélagið mitt; fyrir börnin okkar og fyrir okkur öll. Ég er 37 ára gömul og er fædd og upp- alin í Reykjanesbæ. Ég er með B.Sc. gráðu í geislafræði og stunda nú meistaranám í forystu og stjórnun við viðskiptadeild Há- skólans á Bifröst. Ég er móðir tveggja drengja á grunn- skólaaldri og hef fylgst náið með þeim vaxa og dafna í leik- og grunnskóla í sveit- arfélaginu okkar og fylgt þeim eftir í tóm- stundastarfi. Ég hef sérstakan áhuga á því að hafa jákvæð áhrif á þennan þátt í starfi sveitarfélagsins, því lengi má gott bæta. Undanfarin ár hef ég starfað við íþróttaþjálfun í Sporthúsinu í Reykja- nesbæ. Ég hef meðal annars leikið stórt hlutverk í þjálfun í Superform og í spinn- ing. Þá hef ég að auki sinnt hlaupa- og fjarþjálfun. Samhliða þessum störfum hef ég sótt mér menntun og námskeið á sviði einkaþjálfunar og næringar. Sjálf hef ég stundað íþróttir af krafti frá unga aldri og meðal annars keppt fyrir Íslands hönd í sundi. Lýðheilsa, hreyfing og vel- líðan íbúa á öllum aldri er annað málefni sem ég brenn fyrir. Ég tel mig hafa mikið fram að færa í þágu heilsu og vellíðunar íbúa bæjarins. Ég hef mikinn áhuga á að láta til mín taka í öðrum málefnum fjölskyldna á svæðinu. Ég hef menntun og reynslu úr heilbrigðisgeiranum og sem móðir skil ég vel nauðsyn þess að hafa öfluga heil- brigðisþjónustu, sem veitt er á breiðum grunni, hér í heimabyggð. Ég vil leggja lóð mínar á vogarskálarnar með því að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld að gera mun betur í þessum málaflokki. Ég hef notið þess að eiga góð og upp- byggileg samtöl í nærumhverfi mínu um öll þessi málefni og fleiri til, en núna vil ég eiga samtöl við ykkur öll! Mig langar til þess að heyra frá ykkur og eiga við ykkur samtal um það hvað megi betur fara í frá- bæra bænum okkar. Þá vonast ég til þess að eiga stuðning ykkar inni þegar gengið verður til próf- kjörs síðar í mánuðinum. Áfram Reykjanesbær! Birgitta Rún Birgisdóttir. Guðni Ívar í sjötta sæti Kæru samborgarar, ég sækist eftir 6. sæti á lista Sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fyrsta degi næsta mánaðar fylli ég 22 ár í aldri og á upphaf mitt og uppvöxt í Reykjanesbæ. Það er snemma sem pólitík fer að vekja áhuga minn og hef ég tekið þátt í henni, sem og fylgst með, bæði á landsvísu og í Reykjanesbæ. Ungt fólk á fullt erindi í bæjarpólitík verandi stór hluti þeirra sem mynda sam- félagið í íbúafjölda. Þátttaka ungs fólks í framboði kallar á fleiri raddir annarra sem samsama sig í aldri og þroska með fram- bjóðendum, kallar á meiri virkni ungs fólks í kosningabaráttu og kallar ekki síður á meiri þátttöku ungs fólks á kjörstað. Og þörf er á! Njóti ég traust samfélagsins, að vera rödd unga fólksins, mun ég kappkosta að leggja lóð mín á vogarskálar drifkrafts, heiðarleika og hugsjónar svo bærinn okkar haldi áfram að vaxa sem myndugt bæjar- félag. Það er ánægjulegt að gefa sig að pólitík og mun ég að reyna af minni bestu getu og kröftum að sýna það og sanna í kosningabaráttunni. Þau eru mörg málefnin sem ég brenn fyrir en ég leyfi mér að draga fram íþrótta- lífið sem ég hef með sterkum taugum til- heyrt í Reykjanesbæ, bæði sem iðkandi hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur og síðar sem yngri flokka þjálfari. Íþróttir eru ein af undirstöðum þroska barna og ungmenna. Því er mikilvægt að heilsueflandi Reykja- nesbær styðji af mætti sínum við bakið á íþróttafélögunum sem sinna þúsundum iðkendum barna og stuðla þannig að þeirra heilbrigði og hreysti. Reykjanesbær á m.a. lið í efstu deildum í tveimur vin- sælustu íþróttum á Íslandi, knattspyrnu og körfubolta, þá bæði í karla- og kvenna- deildum. Árangur íþróttaliða í Reykja- nesbæ kemur ekki að sjálfu sér. Íþrótta- hreyfingin reiðir sig á sterkan samtaka- mátt sjálfboðaliða sem leggja fram mikil- væga vinnu, bæði við stór og smá verk- efni, og með óeigingjörnu framlagi sínu gera það að verkum að að íþróttafélögin eflast og dafna. Engu að síður er mikil- vægt að bæjaryfirvöld styðji sterkt við rekstur íþróttadeilda í Reykjanesbæ. Ég er nýliði í bæjarpólitíkinni og á því margt eftir ólært sem að henni snýr en það er oftar en ekki mjög gott að fá nýja sýn og lausnir við margvíslegum áskor- unum. Ég er spenntur fyrir komandi próf- kjöri Sjálfstæðismanna þann 26. febrúar næstkomandi. Með von um að geta treyst á þinn stuðning í 6. sætið! Guðni Ívar Guðmundsson, frambjóðandi í 6. sæti á lista Sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ. Hverfið mitt – Innri-Njarðvík Sigurrós Antonsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Það er góð tilfinning er logninu linnir og ferskur andvari berst frá sjávarsíð- unni. Það eru hlunnindi að geta andað að sér fersku sjávarloftinu og við erum lánsöm að geta notið þess í jafn ríkum mæli og hér gefst. Hverfið mitt er Innri-Njarðvík. Ég fæðist sex dögum fyrir jól í byrjun átt- unnar síðustu aldar og eyði mínum fyrstu uppvaxtarárum hér. Það var gott fyrir litla hnátu að alast upp í þessu hverfi sem þá einungis stóð af þremur götum. Þrátt fyrir að hverfið mitt hafi ekki fengið verðskuldaða at- hygli á þessum tíma þá var það nú eitt- hvað sem ekki olli miklum áhyggjum hjá okkur þeim sem voru á barnsaldri. Það eru að mestu dásamlegar minn- ingar sem sitja eftir af ævintýrum æskuáranna hér úr Innri-Njarðvík. Það hefur ýmislegt breyst á síðustu árum og talsvert annar bragur á frá því sem ég þekkti og kynntist á yngri árum. Langt var að sækja skóla fyrir minni fætur og því mikilvægt að ná skólabílnum sem þá gekk á milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur á nokkurra tíma fresti. Í dag hafa samgöngur mikið lagast og gengur nú hópferðabíll á hálftíma fresti í gegnum hverfið sem gerir ungviðum hér auðveldara fyrir að stunda íþróttir, tómstundir og t.d. fara í Vatnaveröld án þess að þurfa að skipta um strætó hjá Krossmóa. Öflugir skólar og leikskólar Já, mikið vatn hefur runnið til sjávar síðustu tvo áratugi. Frá því að vera ná- lægt hundrað manna byggð hýsir Innri- Njarðvík nú yfir 4.000 þúsund manns. Í dag er þetta sennilega einn eftirsótt- asti búsetustaður í Reykjanesbæ. Tek- ist hefur að byggja upp öfluga skóla og leikskóla þar sem mikil metnaður er lagður í nám, íþróttir og öruggt upp- eldisumhverfi. Akurskóli reis hér í hverfinu fyrir nokkrum árum og hafa aðstæður og það starf sem þar er unnið verið til fyrirmyndar frá upphafi til þessa dags. Leikskólar, þar sem unnið er metnað- arfullt starf í þágu okkar yngsta fólks, hafa bæst við til að uppfylla þörf hjá síauknum fjölda barnafólks hér í Innri- Njarðvík. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka reis síðan Stapaskóli, glæsileg hönnun sem allir íbúar bæjarins geta sannar- lega verið stoltir af. Einnig mun rísa þar íþróttahús með frábærri aðstöðu til íþróttaiðkunar, löglegur völlur fyrir körfuboltann og 25 metra sundlaug sem ég tel að eigi eftir stuðla að frek- ari uppbyggingu okkar annars frábæra hóps ungs íþróttafólks hér í Reykja- nesbæ. Tenging við náttúruna Ég tel nokkuð fyrirsjáanlegt að áhersla verði á að byggðin í Reykjanesbæ fær- ist með strandlengjunni nær höfuð- borgarsvæðinu. Dalshverfi III er nú að verða til þar sem hönnun og skipu- lag er til fyrirmyndar. Gefur þetta líka aukið tækifæri til að tengja hverfið við útivistarpardísir okkar Sólbrekkuskóg og Seltjörn. Reykjanesbær hefur al- deilis náð að lyfta því svæði upp síð- ustu ár. Göngustígar í kringum Seltjörn og aðstaðan í skóginum á góðviðrisdegi er ómetanlegt. Við í Samfylkingunni höfum því fullan hug að fylgja eftir okkar fjölskylduvænu stefnu og gefa íbúum aukna möguleika á að njóta þessara náttúruperla. Ég hef upplifað mikinn samhug meðal nágranna minna í Innri-Njarð- vík. Flestir eru boðnir og búnir í að rétta hjálparhönd. Nágrannavarsla er talin sjálfsögð og hvort heldur það eru litlir hlutir líkt og barn týni vettling eða eitthvað annað stærra þá er fólk hér til staðar tilbúið að hjálpa. Fjölskyldustefnan sem Reykjanes- bær hefur tileinkað sér og tók gildi 1. janúar 2020 endurspeglast í okkar samfélagi. Gerir mig og má gera aðra stolta af því að búa hér í Reykjanesbæ, bráðlega stærsta sveitarfélag landsins næst höfuðborginni. Pistill Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands 2021 Konráð Lúðvíksson, formaður Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands. Þá litið er út um glugga inn í innri garð- inn, ríkir hér enn einn suðvestan hvell- urinn með tilheyrandi foki, þannig að vinir mínir, fuglarnir, halda sig fjarri fæðustöðvum um hríð. Ég hef byggt fyrir þá ein fimm hús af mismunandi gerðum til að laða þá að, í þeim tilgangi að fylgjast með hegðun þeirra sem hópsála og reyna skilja eðli fuglasálar- innar í þeirri viðleitni að lifa af. Það er um margt athyglisvert að skynja hátta- lag þeirra og heimfæra á eigin dýrateg- und. Mér sýnist hið pólitíska litróf sem við þekkjum eiga sér staðalmynd meðal fugla. Þar er tekist á um lýð- ræðið, einræðið, sjálflægnina og jafn- aðarstefnuna, svo nokkuð sé nefnt. Innan hverrar stefnu eru málpípur sem standa vörð um málstaðinn og brenna af hugsjón. Flokkssystkin virð- ast beita hvert öðru harðri refsistefnu á leiðinni að nægtarborðinu, þar sem hver goggar í annan, uns sigurvegarinn nær toppnum og verður um leið óum- deildur. Meðal þrasta eru háðar harð- vítugar innbyrðis deilur um eplabitann, á meðan litið er á hóp starra sem sjálf- sagðan hlut án ögrunar við þrastars- jálfið, þeir eru í augum þrasta, hálf- gerð grey og falla undir skilgreiningu illgresis, meðal eðaljurta ræktunar- mannsins, enda birtast þeir ætíð í hóp saman. Goggunarröð að matarborðinu er ótvíræð. Hæst trónar gráþrösturinn, þá hann birtist, einfarinn í villta vestr- inu, óræður og til alls líklegur. Hann fær lotningarfullar móttökur og vikið er úr sætum, honum til tregabland- innar ánægju. Um daginn birtist hér fuglaherfa úr flokki svartþrasta, kven- fugl sem greinilega hafði mátt þola margt mótlætið á lífsferli sínum. Hún bar um hálsinn skærgult „men“ bjó um sig í stærsta húsinu og eirði engu sem nálgaðist, gæti þess vegna hafa tekið þátt í verkalýðsbaráttu þrasta. Allan daginn varði hún „húsið“ sitt, þessi valkyrja, með skyndiárásum á nær- stadda uns hún að lokum hrakin var burt af flokki starra, sem lengi höfðu undirbúið áhlaupið úr launsátri. Mat- arborðið var nær óskert, þá húsið féll, þannig greiðir maður fyrir ofbeldið dýru verði. Jólin eru tími matarafganga, því alltaf er allt of mikið á borðum. Við, sem aðhyllumst hringrásarhagkerfið, með sjálfbærni að leiðarljósi, látum reyna á þessi hugtök með hjálp vina okkar í garðinum. Útbúinn hefur verið sérstakur fæðubakki, ofnskúffa úr gamalli eldavél og á hana raðað matarleyfum, sem til falla til hverju sinni, og um jól eru þær takmarka- lausar, íblöndun með korni og brauð- meti. Allt hverfur þetta, laufabrauðið, hangikjötið, síldarsallötin, steikurnar og kæfubeinin skilin eftir, gljáfægð, í trjákrónum. Af forvitnislegri mein- fýsni bauð ég upp á kæsta skötu, hörð- ustu matgæðingum úr hópi starra til mikillar gleði. Hópar úr öllum áttum mættu til leiks og bruddu í sig hverja ögn að meðtöldu brjóski, svo eimdi eftir kæsingin í umhvefinu. Þannig hef ég útbúið mér sjálfvirka moltugerð hér í innri garði, um leið hlutdeild í hring- rásarhagkerfinu, frá mold í hold. Í pistli mínum í síðasta garðykjuriti hugleiddi ég áskorunina um, á hvern hátt vekja mætti áhuga yngri kynslóð- arinnar á garðyrkju með því að sá fræ- inu nógu snemma, til að það fái dafnað og gefi í fyllingu tímans sprota sem fjölfaldist. Aldingarður æskunnar var þannig hugsaður, þá hann var vígður á vormánuðum 2019. Það var því gleði- efni að fá boð um að vera viðstaddur afhendingu Grænfánans á degi ís- lenskrar náttúru í leikskólanum Tjarn- arseli vegna verkefnis sem leikskóla- börn unnu í garðinum og um hann. Ef fer sem horfir, eygir maður þarna að- ferðafræði til að meðhöndla meintan loftslagskvíða meðal ungra háskóla- borgara, auk þess að fá nýtt og ungt blóð inn í stjórnir skóg- og garðyrkju- félaga með nýjum áherslum. Með hjálp Rótarýfélaga og leikskólabarna höfum við nú fullmótað þessa garðspildu, sem Reykjanesbær trúði okkur fyrir. Síðasti hluti verkefnisins var að jarðvegsskipta í reit þeim sem ætlaður er sígrænum runnum og síðan planta í hann efniviði af ýmsum gerðum. Við kvöddum garð- inn fyrir vetrardvala með því að fylla hann af 800 túlípanalaukum, skýla og signa síðan yfir. Það fylgdi því mikil áskorun, þegar Reykjanesbær afhenti Suðurnesja- deildinni 25 gróðurkassa til umsjónar og nýtingar síðastliðið vor. Engin smásmíði þessir kassar, fullir af mold, marghæða úr úrvals við. Lotningarfull tókum við stjórnin á móti þeim í roki og moldviðri, þar sem þeir standa í Njarðvíkurskógum, úti- vistasvæði fjölskyldunnar, sem býður upp á ótæmandi tækifæri til samvista í því fjölmenningarsamfélagi sem við búum í. Við fáum þá til reksturs. Það er auðvitað verkurinn en í því felast tækifærin. Sumarið var hér eins og menn muna, votviðrasamt og lognið á endalausri hreyfingu. Samt nutu sumir góðrar uppskeru, aðrir aðallega illgresis og fjölbreytileika í roki. Verk- efnið er á byrjunarstigi, en er umvafið tækifærum. Við getum sótt um um- hverfisstyrki, laðað að okkur nýbúa, byggt gróðurhús, verið með náms- skeið í ræktun, verið sjálfbær, allt til að auka lífsgæði í skauti náttúrunnar. Umhverfið kallar á okkur til verka, verið með. vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.