Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 16
Hliðin að opnast Þetta hafa verið afar þungar vikur að undanförnu. Hver stormurinn á fætur öðrum hefur dunið á okkur og annar hver maður verið í Covid- 19- einangrun með tilheyrandi leiðindum og lömun samfélagsins. Fyrir utan Verbúðina þá hefur í raun fátt kætt okkur þessa fyrstu ísköldu mánuði ársins. Daginn er samt tekið að lengja og það styttist óðfluga í sumarið og betri tíð. Nú er heldur betur ástæða til þess að láta sig hlakka til enda hefur heilbrigðis- ráðherra okkar gefið það út að öllum Covid-19-takmörkunum verði aflétt fyrir lok febrúar! Bestu fréttir sem við höfum fengið í háa herrans tíð og þótt fyrr hefði verið segja margir. Með hækkandi sól þá styttist einnig í úrslitakeppnina í körfuboltanum og baráttan í deildunum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn hörð og spenn- andi. Reykjanesbær er vagga körfu- boltans á Íslandi og að venju eru okkar lið að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Nú þegar hliðin eru að opnast þá vil ég eindregið hvetja fólk til þess að fjölmenna á leiki félaganna. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikilvægt og núna. Leikmenn hafa síðustu tvö árin spilað á löngum köflum fyrir nánast tómum húsum sem hefur verið alveg óhemju erfitt og í raun bara drep- leiðinlegt. Að horfa á nágrannaslag milli Njarðvíkur og Keflavíkur fyrir tómu húsi er bara ekki rétt, stemmn- ingin og lætin er það sem leikmenn og áhorfendur þrífast á. Við stuðn- ingsmenn höfum þurft að þjást líka enda horft á langflesta leikina í sóf- anum heima og því miður þá virðist erfitt að draga suma þaðan en ég fullyrði að það er ekkert eins og að mæta á pallana. Nú veit ég að for- svarsmenn félaganna eru að dusta af grillunum og ætla að bjóða upp á alvöru skemmtun næstu vikurnar og mánuði. Fjölmennum á leikina og verum eins og beljurnar sem er verið að sleppa út á vorin! Fögnum frelsinu og styðjum þétt við bakið á okkar félögum, oft var þörf en nú er nauðsyn. Góða skemmtun! Mundi Muuuuu ... Óskum eftir að ráða bílstjóra í framtíðarstarf hjá útibúi Olís í Njarðvík Helstu verkefni og ábyrgð: • Dreifing á vörum til viðskiptavina • Afgreiðsla á smurolíu til skipa • Afgreiðsla á gasi, klór og annarri vöru • Samskipti við viðskiptavini og flutningsaðila • Önnur tilfallandi störf á lager og í útibúi Hæfniskröfur: • Meirapróf og ADR-réttindi æskileg eða áhugi á að bæta slíkum réttindum við sig í samstarfi við fyrirtækið • Lyftarapróf • Rík þjónustulund • Skipulagshæfni • Gott vald á íslensku er nauðsynlegt Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Stefán Segatta, ss@olis.is BÍLSTJÓRI Vinsamlega sendið umsóknir til mannauðsstjóra Olís, Ragnheiðar Bjarkar, á rbg@olis.is merktar ,,bílstjóri" fyrir 20. febrúar 2022 Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. LO KAO RÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Sjúkraþjálfararnir Björg og Falur ásamt næstum 99 ára dansandi Gunnari Jónssyni í þætti vikunnar. Einnig gjafmild börn í Heiðarskóla og nýtt lag frá Fríðu Dís Guðmundsdóttur. Víkurfréttir standa vaktina alla daga á fréttavefnum ... vf is Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Orlofshús VSFK Páskar 2022 Opnað hefur fyrir páskaumsóknir inn á orlofssíðum VSFK vsfk.is (grænn takki merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 3 hús í Svignaskarði 1 hús í Húsafelli (hundahald leyft) 2 hús í Ölfusborgum 4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) (hundahald leyft í húsi nr. 10) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 13. apríl til og með miðvikudagsins 20. apríl 2022. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að fjórum valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is og smella á Orlofsvefur (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðju­ dagsins 1. mars 2022. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Umsóknir fyrir sumarið 2022 opna 7. mars og verða opnar til 29. mars. Orlofsstjórn VSFK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.