Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 8
Starfsemin Brunavarna Suðurnesja hefur aukist gríðarlega mikið á síðustu áratugum. Þá hafa einnig miklar breytingar orðið frá því Jón Guðlaugsson kom fyrst til starfa fyrir slökkviliðið fyrir næstum hálfri öld en Jón byrjaði í slökkviliðinu árið 1974 og vantar því aðeins tvö ár upp á að fylla áratugina fimm. Jón tók við starfi slökkvistjóra árið 2008. Hann verður sjötugur á þessu ári en í viðtali við Víkurfréttir segist hann langa til að halda áfram í starfi og ná áfanganum með árin fimmtíu. Flutt í nýja slökkvistöð Brunavarnir Suðurnesja fluttu í lok október 2020 í nýja og glæsilega slökkvistöð við Flugvelli í Keflavík en slökkvistöðin við Hringbraut var byggð árið 1967 og var fyrir löngu orðin barn síns tíma. Í viku- legum sjónvarpsþætti Víkurfrétta, Suðurnesjamagasíni, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Hring- braut fengu áhorfendur að sjá nýju slökkvistöðina. Starfsemin var flutt í miðjum kórónuveirufaraldri og enn hefur ekki tekist að halda sér- staka opnunarhátíð og bjóða íbúum Suðurnesja að koma og skoða mann- virkið og kynna sér starfsemina. Það verður gert þegar slaknar á veirunni í samfélaginu. Jón segir að mikil þörf hafi verið fyrir Brunavarnir Suðurnesja að komast með starfsemina í betri aðstöðu. Eftir að rekstrarformi Brunavarna Suðurnesja var breytt í byggðasamlag árið 2015 komst verkefnið á það stig að hægt var að ráðast í að teikna og bjóða út. „Þetta var ferill sem tók tuttugu ár að fara út í þessa byggingu og það var búið að skoða marga staði. Það var búið að vinna átta tillögur um slökkvi- stöðvar hér og þar og breytingar og bætingar og svo framvegis og fram- vegis. Þegar byggðasamlagið varð að veruleika var ákveðið í framhaldi af því að fara í að byggja slökkvistöð og bjóða hann út. Þetta var niður- staðan og maður er alveg gríðarlega ánægður með þessa niðurstöðu og húsið í heild sinni,“ segir Jón. Öll aðstaða eins og best verður á kosið Brunavarnir Suðurnesja eru komnar inn í nútímann með nýrri slökkvi- stöð. Þar er öll aðstaða fyrir starfs- menn eins og best er á kosið sem og aðbúnaður til að sinna tólum og tækjum. Húsnæðið við Hringbraut var orðið alltof lítið og þá var um- ferð í nærumhverfi stöðvarinnar þar orðin þung á ákveðnum tímum dags og því þungt og erfitt að komast með stór tæki og jafnvel sjúkrabíla í út- kall. Í nýju slökkvistöðinni er góða að- staða fyrir alla starfsemi BS. Í stöð- inni er t.a.m. stjórnstöð Almanna- varna Suðurnesja utan Grindavíkur. Á efri hæð stöðvarinnar er skrif- stofu- og fundaraðstaða en á neðri hæðinni er starfsmannaaðstaða, líkamsrækt og hvíldaraðstaða. Bíla- salurinn er rúmgóður og rúmar allan flota slökkviliðs- og sjúkrabíla. Þar er einnig aðstaða til viðhalds á bíla- flotanum og þvottaaðstaða fyrir bíla og búnað. Meira miðsvæðis Með nýrri slökkvistöð við Flugvelli er stöðin orðin meira miðsvæðis fyrir allt þjónustusvæði Brunavarna Suðurnesja en BS þjónar Reykja- nesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitar- félaginu Vogum. Frá nýju slökkvi- stöðinni sé stutt upp á Keflavíkur- flugvöll, sem var ört stækkandi þjón- ustuþegi í sjúkraflutningum fyrir Covid. Það er kostur við nýja stað- setningu að neyðarbílar eru fljótir upp á Reykjanesbraut og þaðan er umferðin greið, t.d. í Innri-Njarðvík. Þó vegalengdin sé lengri frá núver- andi staðsetningu sé tíminn styttri og það skipti alltaf mestu máli, hvort sem það er í sjúkraflutningum eða brunaútköllum. Saga slökkviliðs á hrakhólum Saga Brunavarna Suðurnesja, og Slökkviliðs Keflavíkur þar á undan, nær aftur til ársins 1913. Fyrst um sinn var slökkvibúnaður frum- stæður og slökkviliðið á hrakhólum með starfsemina. Búnaður slökkvi- liðsins var geymdur í skúrum hér og þar um bæinn og það var ekki fyrr en 1967 sem byggð var slökkvistöð við Hringbraut og gömlum bæjar- mörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. Einn mannskæðasti bruni á Ís- landi á síðari tímum varð í Keflavík. Í 100 ára sögu Brunavarna Suður- nesja sem gefin var út í Faxa árið 2013 segir að slökkviliðið hafi verið illa í stakk búið að berjast við hörmulegan og mannskæðan elds- voða á jólatrésskemmtun í Skildi 30. desember 1935. „Eldsvoðinn í Skildi mánudags- kvöldið 30. desember 1935 er ein- hver voveiflegasti atburður í allri sögu Keflavíkur. Um 200 manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp, þar af 180 börn. Tíu manns létust af völdum brunans, sjö börn og þrjár aldraðar konur, og fjöldi manns brenndist eða skarst, margir illa. Tildrögin voru þau að eldsneisti eða kerti féll af jólatrénu og kveikti í silkipappír undir jólatrénu. Tréð var skrjáfþurrt og skipti engum togum að eldurinn flaug um allar greinar þess í einu vetfangi og þaðan út í veggina. Undir ljósum í lofti var mislitt „celluloid“, mjög eldfimt, og á loftinu fyrir ofan var geymt tals- vert af kvikmyndafilmum úr sama efni. Loft og veggir voru strigalagðir og olíubornir og flaug því eldurinn um loft og veggi á svipstundu svo að samkomugestir voru allir inni- byrgðir milli eldblossanna, eins og segir í frétt Morgunblaðsins daginn eftir brunann. Ruddist fólk í dauðans ofboði til aðalútgöngudyranna en þær opnuðust inn í salinn og varð að brjóta þær upp utan frá. Slökkvilið kom á vettvang strax eftir að eldsins varð vart og lagði leiðslu með tveggja Ný slökkvistöð og reynslumikið starfsfólk Páll Ketilsson pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Það á ekki að skipta máli hvar á svæði Brunavarna Suðurnesja þú býrð, þú átt alls staðar að njóta sambærilegrar þjónustu. Stjórnstöð Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur er vel búin. Á slökkvistöðinni er vel búin líkamsrækt fyrir starfsmenn sem þurfa að vera í góðu líkamlegu formi. Nýja slökkvistöðin við Flugvelli í Reykjanesbæ. Jón Guðlaugsson með gamla útkallssíma slökkviliðsins. Takkaborðið var notað til að hringja hópsímtal heim til allra slökkvilðsmanna. 8 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.