Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.02.2022, Blaðsíða 14
Ungmennafélögin Njarðvík og Keflavík bjóða í sameiningu upp á námskeið í knattspyrnu og körfubolta. Fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára. Námskeiðið er sérstaklega ætlað börnum með mismunandi stuðningsþarfir. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu við Akurskóla á sunnudögum kl. 14:00 til 14:50. Öllum börnum mætt á þeirra forsendum. Námskeiðið hefst 27. febrúar og lýkur 1. maí. Gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 kr. ATH muna að nýta frístundastyrk við skráningu. SKRÁNING ER HAFIN Á SPOTABLER HTTPS://WWW.SPORTABLER.COM/SHOP/KEFLAVIKNJARDVIK SKRÁNING NAFN: ALIYAH COLLIER [BORIÐ FRAM: AHH | LÍ | JAH ] ALDUR: STAÐA Á VELLINUM: 24 BAKVÖRÐUR [GUARD] MOTTÓ: ÞAÐ MIKILVÆGASTA ER AÐ LEGGJA SIG FRAM OG VERA ÖÐRU FÓLKI GÓÐ FYRIRMYND SVO ÞAÐ GETI ORÐIÐ HVAÐ SEM ÞAÐ VILL Þoli ekki fólk sem reynir að fá mig til að tala! TREYJA NÚMER: 12 Aliyah Collier gekk til liðs við nýliða Njarðvíkur fyrir þetta tímabil og er óhætt að segja að hún hafi verið hárréttur leikmaður fyrir liðið. Njarðvík hefur leikið frábærlega í ár og þá hefur Aliyah átt hvern stórleikinn af öðrum. Hennar markmið er að verða Íslandsmeistari með Njarðvíkingum í ár en Aliyah svarar laufléttum spurningum Víkurfrétta þessarar viku. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Já, ég hef svipaða rútínu alla daga – en á leikdegi fæ ég mér alltaf ham- borgara og franskar. Spila lögin mín þrjú áður en ég fer að heiman, er alltaf í sama fatnaðinum og í sömu skónum. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Fjögurra ára fór ég að leika mér í körfu og ég féll fyrir sportinu. Þegar ég var yngri var körfubolti eina flóttaleið mín til að geta orðið hinn helmingurinn af mér – ég fór úr því að vera þessi þögla yfir í þessa kraftmiklu. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Kobe Bryant er og verður alltaf besti leikmaðurinn. Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma mín. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Að taka þátt í mínum fyrsta leik í úrslitakeppni háskóla- boltans [NCAA Women’s Basketball Tournament]. Hver er besti samherjinn? Debbie [Þuríður Debes], hún er alltaf jákvæð sama hverjar aðstæðurnar eru. Hún er alltaf að hvetja okkur til að vera jákvæðar og gefast aldrei upp. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Að verða betri liðsfélagi, bæta mig sem leikmann og vinna úrslitakeppnina með liðsfélögum mínum. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Eina leiðin er upp á við. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Ég á í rauninni ekkert sérstakt óskalið. Fjölskylda/maki: ? Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Útskrifast úr háskóla. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Mér finnst gaman að spila á hljóðfæri og lesa. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Kaupi mér skó :-) Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Oxtail and Ramen [uxahalanúðlusúpa]. Ertu öflug í eldhúsinu? Nei, það er ég ekki. Á skalanum einn til tíu er ég svona þrír komma tveir. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég get spilað á fiðlu, víólu og klarinett. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Fólk sem tyggur hátt, smjattar – og fólk sem er alltaf að biðja mig um að tala. Lavína Joao Gomes De Silva, Aliyah og Diane Diéné Oumou hér á leik með karlaliði Njarðvíkur þá rétt nýkomnar til Íslands. sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.