Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson,
s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Búast má við
mokveiði í mars
Þá er febrúarmánuðurinn á enda
kominn og framundan er mars.
Marsmánuður hefur í gegnum
tíðina verið sá mánuður sem veiði
hefur verið langmest í veiðarfæri
hjá bátunum sem róa frá Suður-
nesjum – og miðað við hversu góð
veiði var þessa daga sem gaf á
sjóinn í janúar og febrúar má búast
við mokveiði í mars.
Reyndar er svo til búin að vera
haugabræla frá því síðasti pistill var
skrifaður og bátar lítið sem ekkert
komist á sjóinn. Þó voru nokkrir
bátar sem skutust út, t.d var Óli á
Stað með 10,2 tonn í einni löndun,
Sandfell SU tæp 20 tonn í tveimur
og Hafrafell SU með um 14 tonn í
tveimur, allir að landa í Sandgerði.
Kristján HF með um 12 tonn í einni,
líka í Sandgerði.
Í Grindavík hafa minni bátarnir
ekkert komist út síðan 18. febrúar
en mikið brim hefur verið utan við
Grindavík og innsiglinginn verður
ófær fyrir minni bátanna í svoleiðis
aðstæðum. Aftur á móti þá lokast
innsiglinginn til Sandgerðis ekki
eins oft því langt sker, sem gengur
út frá Jórukleif og alveg fram fyrir
höfnina, brýtur ölduna þannig að
innsiglinginn sjálf í Sandgerði er
iðulega fær þótt að haugasjór sér
utan við skerið.Þrátt fyrir að bát-
arnir hafa ekki mikið komist á sjóinn
þá hafa ansi margir togbátar verið
á veiðum beint utan við Sandgerði,
t.d. Frosti ÞH, Sturla GK, Farsæll
SH, Sigurborg SH, Pálína Þórunn
GK og Sóley Sigurjóns GK svo
dæmi séu tekin. Sturla GK og Pá-
lína Þórunn GK hafa landað í sinni
heimahöfn, Sturla GK í Grindavík
og var kominn með 404 tonn í sjö
löndunum í febrúar og mest allt af
því var veitt utan við Sandgerði.
Pálína Þórunn GK er með 166 tonn
í fjórum löndunum og það er líka
veitt þarna utan við Sandgerði.
Hjá dragnótabátunum hefur Kalli
á Maggý VE verið sá sem oftast
hefur farið út en báturinn hefur
landað alls 82 tonnum í fjórtán
róðrum. Maggý VE og Steinunn SH
frá Ólafsvík eru þeir dragnótabátar
sem hafa farið í flesta róðrana núna
í febrúar, fjórtán talsins hvor bátur.
Reyndar er þetta frekar dapurt og
ef horft er á hina bátanna þá er t.d.
Sigurfari GK með 81 tonn í tíu og er
með næstflesta róðra á eftir hinum
tveimur. Siggi Bjarna GK 56 tonn í
níu, Benni Sæm GK 49 tonn í átta
og Aðalbjörg RE 28 tonn í sjö. Eins
og sést þá eru róðrarnir mjög fáir og
veður skipar þarna ansi mikinn þátt
í sjósókn bátanna.
Hjá netabátunum eru stóru
bátarnir Erling KE og Grímsnes
GK þeir sem oftast hafa róið enda
geta þeir verið á sjó í þessum sjó-
gangi sem er búið að vera. Erling KE
er með 202 tonn í fjórtán róðrum
og Grímsnes GK 120 tonn í níu.
Aðrir eru Maron GK með 53 tonn
í átta, Halldór Afi GK 11 tonn í átta,
Bergvík KE 8,8 tonn í níu og Sunna
Líf GK 1,6 tonn í þremur.
Stóru línubátarnir ná að veiða í
þessum brælum og hefur verið mok-
veiði hjá þeim. Páll Jónsson GK er
með 492 tonn í fjórum róðrum og
mest 144 tonn í einni löndun. Fjölnir
GK 449 tonn í fjórum og mest 122
tonn, Valdimar GK 310 tonn í fjórum
og mest 115 tonn og Sighvatur GK
294 tonn í tveimur og mest 152
tonn. Sighvatur GK fór ekki til veiða
fyrr en um 9. febrúar en Covid-smit
kom upp hjá áhöfn bátsins í lok
janúar og var báturinn stopp í um
tvær vikur út af því. Hrafn GK 229
tonn í þremur og mest 123 tonn.
Af minni línubátunum þá er t.d.
Vésteinn GK með 153 tonn í tólf,
landað fyrir austan, í Þorlákshöfn
og Grindavík. Gísli Súrsson GK 156
tonn í fjórtán, allt landað í Ólafsvík,
Margrét GK 130 tonn í þrettán,
landað í Sandgerði, Sævík GK 128
tonn í þrettán, landað í Grindavík
og Þorlákshöfn, Óli á Stað GK 120
tonn í tólf, í Grindavík og Sandgerði.
Reyndar má geta þess að Óli á Stað
GK færði sig um miðjan febrúar
yfir til Sandgerðis og veiddi ansi
vel þar því að aflinn var 81 tonn í
sjö róðrum og komst tvisvar yfir
fimmtán tonn í róðri þar. Daðey GK
115 tonn í þrettán, líka í Sandgerði
og Grindavík, Geirfugl GK 94 tonn í
þrettán. Þessi bátur lenti í mokveiði
frá Sandgerði því báturinn þurfi að
tvílanda einn daginn. Fór út með
um 16.000 króka, sem eru um 38
balar, og kom fyrst með um tíu tonn
í land eftir að hafa dregið rúmlega
10.000 króka. Fór aftur út og dró
restina og var samtals með um 16,6
tonn. Þetta gerir um 436 kg á bala.
Að ná yfir 400 kg á bala er nú bara
mokveiði.
aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Margir sjómenn sem lengi hafa
verið til sjós segja gjarnan að
til þess að endast í starfinu
sé gott að vera eins fljótur að gleyma
brælunum og þær koma.
Sé þetta raunin hlýtur það sem af
er árinu að vera í algjörri þoku hjá
hetjum hafsins. Frá áramótum hefur
hver lægðin rekið aðra með sínum
stormum, ofsaveðrum, ofankomu,
flóðum, samgöngutruflunum og svo
líka brælum á miðunum kringum
landið.
Þegar svo veðrinu slotar þarf að
sæta lagi til að komast úr og í höfn
til að nota þessa stuttu glugga á
milli lægða og getur oft reynst erfitt
að fá gott lag á þeirri leið. Við vissar
aðstæður geta ólögin verið fljót að
myndast eins og nokkrir bátar sem
voru á leið um innsiglinguna til
Grindavíkur á dögunum fengu að
reyna.
Blíðuveður var þennan dag,
norðan sex metrar og bjart veður,
en þegar norðangolan mætir krappri
sunnanbárunni þá ýfist sjórinn upp
og brimar snögglega og dettur svo
niður jafn snöggt aftur.
Látum myndirnar tala sínu máli ...
Ótíð ...
Jón Steinar Sæmundsson
augNablik MEð JÓNi stEiNari
6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM