Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 13
Helga Tryggvadóttir minning Útför 28. 2 2022. Ef það er einhver mann- e s k j a h e f u r o p n a ð faðminn og boðið mér alla fegurð lífsins þá var það Helga Tryggvadóttir í Laufási. Við Sigga þáðum að verða hluti af fjölskyldulífi sem á sér fáa líka í dag. Eyjólfur og Helga voru okkur sem foreldar og við minnumst þeirra á þann hátt. Það voru svo margir fágætir mannkostir sem prýddu Helgu, þessa einörðu konu. Hún var úr umhverfi umhleypinga þar sem lágreist ströndin var nógu há til að veita henni skjól. Það var ekki alltaf auðvelt lífið þegar stúlkan barðist við norðanáttina. Og sorgin skall á eins og alda í Mannskaðaflös sem gekk á land með ógnarafli. Móðir hennar dó við kistulagningu sonar síns og bróður Helgu. Átökin í lífs- baráttunni marka líf fólks sem tekur slíkan ölduskaf í fangið. En áföllin styrktu þessa fallegu manneskju. Hún tókst á við lífið af reisn og bægði frá sér reiði og hatri. Hún fyllti hjarta sitt af kærleika sem hún deildi með öðrum. Í þau fjórtán ár sem við Sigga höfum fengið að njóta samvistar við Helgu hef ég aldrei heyrt hana halla orði að nokkurri manneskju. Hún tók upp hanskann fyrir þá sem minna mega sína eða orðið undir í lífsbaráttunni. Hjó ekki að neinum og lét framhjá sér fara ofríki og völd. Hún þekkir það á eigin skinni að brauð- stritið dugði oft bara fyrir deg- inum í dag. Það voru kröpp kjör, Laufás fullt af börnum og svo voru margir svangir munnar á andlitum sem stóðu biðjandi við hurðarskörina. Helga gaf öllum, frá henni fór enginn svangur eða hræddur. Ró hennar og gæska náði inn fyrir skinnið á þeim sem til hennar komu. Þakklætið er mikið, minningin svo góð um einstaka konu sem var farin að gefa eftir. Líkaminn bogin af öllum burðinum fyrir aðra eftir vegi lífsins. En reisn hennar og tígulleiki bognaði aldrei. Þrátt fyrir vanheilsu tók hún á móti okkur brosandi hvern laugar- dags- eða sunnudagsmorgun. Hún sat við borðendann í eld- húsinu í Kríulandinu bogin en samt svo teinrétt af stolti yfir sínu fólki. Helga bauð upp á allt sem til var. Þegar ég var búinn að telja fimmtán tegundir á eld- húsborðinu spurði ég stundum hvort þetta væri allt. Nei, það var ekki allt. Það voru stundum fimmtán börn, barnabörn og barnabarnabörn í kaffinu og við Sigga. Hjá góðu fólki er alltaf nóg pláss. Fjölskyldan þekkti ekki annað líf en að heimsækja ömmu í Kríulandið um helgar. Á því heimili hafði orðið fjöl- skyldubönd merkingu. Ekki í orði eða á jólakortum heldur í samveru fjölskyldunnar við eld- húsborðið. Samvera sem börnin og allir sem nutu búa að í eigin lífi. Ég hefði aldrei viljað missa af þessum tíma þar sem aldrei féll styggðaryrði við nokkurn mann eða um nokkurn mann. Það er veganesti ömmu inn í lífi barnanna gerir hvern einstakling að betri manni. Það komu allir með eitthvað, sjálfan sig í það minnsta. Það var ekki talið fram en fyrir öllu var kvittað í gesta- bókina. Þar þakkaði ég oft fyrir að vera hluti af kærleiksríkri fjöl- skyldu, fyrir stundina, lífið og okkur öll. Ég kvitta nú fyrir að ef til er aðalborinn lífsmáti þá er það fjölskyldulíf Helgu Tryggva- dóttir frá Laufási. Vottum fjölskyldunni samúð. Sigríður og Ásmundur Friðriksson. Íþróttir og samfélagið Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Íþróttir eru að einhverju leyti órjúf- anlegur hluti af daglegu lífi okkar flestra sem búum í Reykjanesbæ. Allt frá barnæsku til elliára fylgj- umst við með ungum sem öldnum í keppni og leik. Við fyllumst stolti yfir íþróttasigrum okkar landsliða á erlendri grundu og hvetjum yfir- leitt börn og barnabörn til að hefja snemma íþróttaiðkun. Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Reykjanesbær styrkir íþrótta- félögin verulega og foreldrar geta sótt um hvatagreiðslur fyrir börnin til að auðvelda íþróttaiðkun. Rúm- lega 1.100 milljónir fara í rekstur mannvirkja og til stuðnings íþrótta- félaga á hverju ári. Á síðustu árum hafa framlög sveitarfélagsins í formi afrekssamninga, þjálfarastyrkja og stuðningsgreiðslna aukist verulega. Nýr gervigrasvöllur og væntanlegt íþróttahús í Innri-Njarðvík bæta að- stöðuna verulega. En af hverju er ég að nefna þetta hér? Vegna þess að þessa dagana fara fram aðalfundir hinna ýmsa deilda íþróttafélaga í Reykjanesbæ þar sem skýrslur stjórna og árs- reikningar eru lagðir fram fyrir fé- lagsmenn. Sameiginlegt er þessum deildum að staðan er erfið, skortur á fjármagni og áhugi hins almenna borgara ekki mjög mikill. Fáir mæta á aðalfundina, yfirleitt þeir sömu og venjulega. Sjálfboðaliðar halda uppi starfi íþróttafélaga í öllum sveitarfélögum og yfirleitt eru þetta sömu ein- staklingarnir ár eftir ár. Ég hef sjálfur verið formaður, þjálfari, sjálf- boðaliði og iðkandi og þekki því vel báðar hliðar og velti því oft fyrir mér hversu óeigingjarnt starf sem þessir ágætu menn og konur leggja á sig og hvenær er nóg komið. Í þessu starfi brennur fólk hratt upp. Reykjanesbær þarf að auka sam- starfið við íþróttahreyfinguna, horfa til framtíðar með uppbyggingu inn- viða og ekki síst hvetja samfélagið til að taka virkari þátt í starfinu. Mætum á fundina, verum sýnileg og styðjum íþróttahreyfinguna til góðra verka í framtíðinni. Hættum því að tala um styrki og tölum um samstarf og samninga. Íþróttahreyfingin á það skilið, því hvar værum við án hennar. Gefandi að geta lagt sitt af mörkum til að stuðla að öryggi og vellíðan Rúnar Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hvernig getur nokkur manneskja hugsað sér að vinna við löggæslu? Af hverju kýs fólk að velja neyð annarra sem viðfangsefni flesta daga ársins? Svarið er ekki einfalt en í nokkrum orðum langar mig að vekja athygli á kostum þess að læra lögreglufræði og að starfa á þeim vettvangi. Umræðan um löggæslu og verkefni hennar er oft á tíðum neikvæð, sem kannski er skiljanlegt í ljósi þess að gjarnan kemur það ekki til af góðu þegar fólk hittir lögregluna. Lög- reglan er oft boðberi slæmra tíðinda og lögreglumenn þurfa oft að hafa af- skipti af fólki á verstu stundum þess. Það endurspeglar þá mynd sem við fáum af lögreglunni í fjölmiðlum. Ég hef aðra sýn og af þeim sökum valdi ég mér þennan vettvang. Í upp- hafi var markmiðið að vinna sem sumarstarfsmaður í lögreglunni og leggja þannig inn í reynslubankann og gera ferilskrána meira spennandi. Fljótlega áttaði ég mig hins vegar á því hvað það er gefandi að geta lagt sitt af mörkum til að greiða götu borgaranna, stuðla að öryggi og vel- líðan og rétta þeim hjálparhönd sem á einhvern hátt hafa orðið undir í lífinu, hvort sem það eru brotaþolar eða sakborningar. Margir vilja geta hugsað til þess í lok vinnudags að þeirra veri hafi orðið öðrum til góðs, þó það sé ekki nema í litlum mæli. Fyrir þá eru lög- gæslustörf góður kostur. Lögreglufræði eru kennd við Háskólann á Akureyri sem og í Mennta- og starfsþróunarsetri lög- reglunnar. Þar er grunnurinn lagður að lögreglumanninum sjálfum með bóknámi og verkþjálfun. Í náminu er meðal annars lögð áhersla á góð samskipti við borgarana, læsi og skilning á fólk og aðstæður. Einnig á vandvirkni og heiðarleiki í vinnu- brögðum. Að sjálfsögðu einnig ótal margt annað en þetta er það sem mér finnst mikilvægt að lögreglu- menn tileinki sér og í raun uppskrift að góðum lögreglumanni. Lögreglunámið er fjölbreytt og þar er reynt að koma á framfæri öllu því sem lögreglumaður getur þurft að fást við í sínu starfi og gera hann í stakk búinn til að fást við allar mögu- legar aðstæður, sem oft geta orðið verulega erfiðar. Náminu líkur þó ekki við útskrift því lögregluvinnan er endalaust nám, sem er eitt af því sem gerir starfið áhugavert. Það er undir hverjum og einum komið að afla sér aukinnar þekk- ingar og leggja sig fram í starfinu og tækifærin eru sannarlega til staðar. Síðastliðin tvö ár, tæp, hef ég starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum og þar hef ég fengið að sérhæfa mig í rannsókn á málum er varða heimil- isofbeldi. Það er fátt sem hefur meiri áhrif á fólk en að verða fyrir ofbeldi af hendi náins aðila, jafnvel ítrekað. Daglegar sögur af ofbeldi, myndir af áverkum og framburður barna í slíkum aðstæðum eru krefjandi og taka sinn toll. Skjót og rétt viðbrögð lögreglu geta skipt sköpum og það er það sem gefur þessu starfi gildi. Viðhorf til heimilisofbeldismála, innan lögreglunnar og samfélaginu í heild, hefur breyst mikið á síðustu árum. Þekking á þessum viðkvæma málaflokki hefur jafnframt aukist jafnt og þétt og það er svigrúm til að gera enn betur. Í mínu starfi vinn ég náið með fólki frá félagsþjónustu og barnavernd, lögmönnum, aðilum máls sem og kollegum innan lög- reglunnar. Ég einblíni á árangurinn sem næst með okkar vinnu en ekki hörmungarnar sem við verðum vitni að. Það drífur mig áfram og veitir mér starfsánægju. Hafir þú áhuga og metnað til þess að leggja góðum málefnum lið þá skora ég á þig að sækja um nám í lögreglufræðum. Lögreglan er fyrir okkur öll. Mönnum hana vel með fjölbreyttum hópi hugsjónafólks! Opið er fyrir umsóknir í lögreglu- fræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARI ARNLJÓTS SIGURÐSSON Háaleiti 7a, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. mars klukkan 12. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Halldóra Jensdóttir Jóhann Liljan Arason Ágúst Guðjón Arason Ingibjörg Loftsdóttir Halldór Ari Arason Helga Birna Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. skil á aðsENdu EFNi Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.