Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 12
BARNASKÓLI Í KEFLAVÍK FRÁ 1887 EÐA 1897? Í Víkurfréttum 23. 2. 2022 segir frá 70 ára afmæli húss Myllubakkaskóla. Þar segir m.a.: „Saga Myllubakka- skólans eða Barnaskóla Keflavíkur nær til ársins 1897.“ Nokkrum blað- síðum aftar í sama tölublaði er grein um elstu skóla landsins sem undirrit- aður skrifar í tilefni af 150 ára afmæli barnaskóla í Sveitarfélaginu Vogum. Þar segir að barnaskóli hafi verið stofnaður í Keflavík 1889, þá hýstur í Góðtemplarahúsinu, þar til byggt var barnaskólahúsið við Skólaveg 1911. Þessu ber ekki saman. Ögmundur Sigurðsson kenndi við Gerðaskóla 1887–1896. Hann var vel menntaður kennari og frum- kvöðull í menntamálum, stofnaði ásamt öðrum Timarit um uppeldi og menntamál árið 1888. Í 3. ár- gangangi, 1890, skrifar Ögmundur um skóla á Suðurnesjum og segir um Keflavík og skólamál þar, á bls. 87: „Næst fyrir utan Njarðvíkur kemur Keflavík; Þar er kaupstaður og all- mikil byggð; Þar hefur suma vetur verið skóli, en stundum hefur hann lagzt niður, þrátt fyrir þótt þar sje all mannmargt og mjög hægt að sækja skóla.“ Á bls.95 segir: „Síðastliðinn vetur var haldinn barnaskóli í Keflavík í 6 mánuði. Á honum voru 23 börn; þau voru á ýmsu reki, svo að það varð að skipta þeim í 2 deildir, Kennslu- greinir hinar vanalegu; þaraðauki höfðu þau þroskuðustu rjettritun, landafræði og fáein dönsku. Kennari við skólann var ungfrú Guðlaug Arasen, sem í nokkur ár hefur notið menntunar í Danmörku. Skólinn á enn ekkert búsnæði, en handa honum var leigt «Good-Templars- húsið» í Keflavík; það er í alla staði ágætt húsnæði, víst hið bezta, sem notað hefur verið til kennslu á Suðurnesjum. Borð og bekkir var ekki hentugt. Áhöld átti skólinn engin, en kennarinn átti eitthvað af landabrjefum og hnött, sem mátti styðjast við við kennsluna. Framfarir barnanna á þessum skóla voru eptir vonum í flestum greinum eptir jafn- stuttan tíma.“ Umrætt hús Góð- templarastúkunnar Vonar var byggt 1889 þar sem nú er Hafnar- gata 32. Í sama tímariti er skýrsla um barnaskóla á Íslandi 1887–1888 og þar kemur fram að þann vetur hafi verið skóli í Keflavík með fjórtán börnum. Ekki er víst hvar þessi skóli var til húsa en í Sögu Keflavíkur er talið líklegt að það hafi verið í húsi Skotfélagsins sem byggt var 1872, sjá mynd, eða í greiðasölu- og íbúð- arhúsi sem nefnt var Hótelið. Ef marka má Sögu Keflavíkur hefur barnaskóli starfað samfleytt í Keflavík frá árinu 1889, og líklega lengur. Hvaðan höfundar áður- nefndrar greinar um 70 ára afmæli Myllubakkaskóla hafa ártalið 1897 er ekki ljóst. Líklega er það vegna þess að árið 1897 flytur skólinn í lítið og snoturt hús við Íshússtíg 3 (sjá mynd), þar sem voru tvær stofur en afar þröngt fyrir tugi barna. Þarna var barnaskólinn í Keflavík (og Njarðvík) til húsa allt þar til hann flytur í glæsilega stein- steypta nýbyggingu við Skólaveg árið 1911 og er þar allt þar til elsti hluti húss Myllubakkaskóla er til- búið í febrúar 1952. Ég mæli með köflum um skóla í Keflavík (og Njarðvík) í Sögu Kefla- víkur sem til er á bókasafninu. Þorvaldur Örn Árnason. Þórarinn Darri Ólafsson, oftast kallaður Darri, er átján ára og kemur frá Keflavík. Darri æfir dans, situr í skemmtinefnd nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og vinnur í Dans- kompaní. Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsvísindabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Stigarnir fyrir þetta auka cardio. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Án efa Tanja Rúnts því að hún er vin- sælasti taxi-driver Íslands. Skemmtilegasta sagan úr FS: Hawaii- ballið, hver elskar ekki Pina Colada? Hver er fyndnastur í skólanum? Það er hún Helena Mjöll. Hver eru áhugamálin þín? Mér finnst mjög gaman að dansa og ferðast. Hvað hræðistu mest? Köngulær. Hvert er uppáhaldslagið þitt? At the moment er það Heaven and Hell. Hver er þinn helsti kostur? Ég tek lífinu ekkert of alvarlega og er alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Hver er þinn helsti galli? Ég er rosalega ákveðinn og allt of ósjálfstæður. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok, Snapchat og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor, get ekki fólk sem tekur lífinu of alvarlega. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Langar að flytja til útlanda og læra eitt- hvað skemmtilegt. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Frekja. FS-ingur vikunnar: Þórarinn Darri Ólafsson Ung(m enni) vikunnar: Sesselja Ósk Stefánsdóttir Dansari og ferða- langur „Ég gefst ekki létti- lega upp” Sesselja Ósk Stefánsdóttir er sextán ára og kemur frá Keflavík. Sesselja syngur mikið en hún hefur sungið á Jólatónleikum Björgvins Halldórssonar svo eitt- hvað sé nefnt. Hún situr einnig í ungmennaráði Reykjanesbæjar og nemendafélagi Myllubakkaskóla. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Myllubakkaskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég hitti annað hvort vini mína, er með fjölskyldunni eða fer í vinnuna. Hvert er skemmtilegasta fagið? Örugglega danska (aðallega út af kennar- anum sem kennir dönsku). Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Til að vera alveg hreinskilin þá er það örugglega ég, af því að ég er alltaf að syngja ... eða Jórunn af því hún er alltaf að leika eða dansa á sviði. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það eru bara svo margar góðar sögur, ég get ekki bara nefnt eina. Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Íris, besta vinkona mín, eða Svenni, kennarinn minn. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru að syngja og félagsstörf. Ég er í ungmennaráði Reykjanesbæjar og nem- endaráðinu í mínum skóla. Síðan auðvitað að vera með vinum mínum. Hvað hræðistu mest? Að missa einhvern sem ég elska og pöddur, þær eru ógeðslegar! Hvert er uppáhaldslagið þitt? Use Somebody - Kings of Leon. Hver er þinn helsti kostur? (Vinkona mín sagði) að það væri alltaf geggjað skemmtilegt að vera í kringum mig og að ég hlæ af öllu. Mér persónulega finnst líka bara helsti kostur við mig að ég gefst ekki léttilega upp og er búin að vinna fyrir öllu sem ég geri og á. Hver er þinn helsti galli? Ég tala stundum kannski aðeins of hátt og mikið. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Örugglega TikTok eða Facetime. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Persónuleiki fólks, sérstaklega ef um er að ræða góðar manneskjur. Hvað langar þig að gera eftir grunn- skóla? Mig langar að fara í góðan fram- haldsskóla, síðan langar mig að verða enn þá betri söngkona, leikkona og halda fleiri og betri ræður. Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Vinnusöm. Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 9. ÞÁTTUR Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com 12 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.