Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 10
Heilsuefling í hækkandi aldri er leiðin að bættum og betri lífsgæðum efri ára Á haustmánuðum árið 2016 var ákveðið af Reykjanesbæ af fara af stað með verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ – Leið að farsælum efri árum. Hera Einarsdóttir, sérfræðingur á velferðarsviði og Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræð- ingur sáu um mótun á samstarfssamningi um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ.“ Grunnur verkefnis er að finna í doktorsverk- efni Janusar þar sem hann sýndi fram á að með markvissri þátttöku í fyrirbyggjandi heilsuefl- ingu eldri aldurshópa jókst hreyfigeta 70-90 ára einstaklinga, afkastagetu þátttakenda batnaði, sér í lagi þol, styrkur og hreyfigeta. Þá jókst dagleg virkni hinna eldri samhliða því að lífsgæði þeirra og heilsa varð betri. Einnig var sýnt fram á að draga mætti úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma með markvissri þjálfun, fræðslu um bætta næringu og aðra heilsutengda þætti. Erlend rannsóknarverk- efni leiða einnig líkum að því að með aukinni og markvissri hreyfingu megi draga úr sjúk- dómum sem hafa áhrif á heilastarfsemi eins og heilabilun og Alzheimer. Þessir sjúkdómar eru vaxandi áhyggjuefni samfélaga á næstu árum og áratugum þegar kemur að heilbrigði og heilbrigðisvanda. Þá hafa nýjar rannsóknir sýnt að hver króna sem fjárfest er í markvissri heilsueflingu skilar sér 14 falt til baka til sam- félagsins. Janus var á ferðinni í Reykjanesbæ nýlega til að funda með Öldrunarráði ásamt nokkrum stjórnendum bæjarfélagsins. Ráðið óskaði eftir kynningu á verkefninu og stöðu þess en ný- lega var samþykkt af bæjarstjórn Reykjanes- bæjar að skera niður stuðning við verkefnið. Við spurðum hann út í verkefnið, um hvað það snérist og þá ákvörðun stjórnenda bæjarins að hætta við heilsutengdan stuðning við eldri borgara gegnum verkefnið. Til móts við eldri borgara „Meginmarkmið verkefnisins er að koma til móts við þarfir eldri aldurshópa þannig að þeir geti í kjölfar heilsueflingar sinnt at- höfnum daglegs lífs sem lengst, búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu og átt möguleika á að starfa lengur á vinnumarkaði. Einnig er markmiðið að geta komið í veg fyrir of snemm- bæra innlögn á dvalar og hjúkrunarheimili og ekki síst að skapa fjármagn fyrir heilbrigðis- kerfi íslenskrar þjóðar í samvinnu við ríki og sveitarfélög.“ Jafnframt bætti Janus við og æskilegt væri að minna sveitarstjórnarmenn á lagalega skyldu sína um að framfylgja lögum sem í gildi eru. Lög um félagsþjónustu sveitar- félaga nr. 40/1991 segir m.a. ,,að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heima- húsum, stundað atvinnu og búið við sem mest lífsgæði“. Verkefni okkar fellur að þessu lagaákvæða og til þess að við getum búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu þá þurfum við að huga að heilsunni. Það er því erfitt að átta sig á því hvernig hægt sé að fylgja lagalegri skyldu á annan hátt en að halda áfram að styðja við heilsutengdar forvarnir hinna eldri. Þessi hópur 65+ mun stækka gífurlega á næstu árum. Árið 2018 voru eldri borgarar 67 ára og eldri um 42 þúsund á landinu. Þeim mun fjölga í um 68 þúsund árið 2033 eða um 61%,“ sagði Janus. „Þetta er þessi „baby bo- omers“ aldurshópur sem er mjög fjölmennur. Eftir besti vitund skilst mér að við séum hlut- fallslega fjölmennust af Norðurlandaþjóðunum. Það þýðir í rauninni að heilbrigðiskerfið, að óbreyttu, stefnir í mikinn vanda til að geta sinnt öllum þessum fjölda. Það sem kemur til með að blasa við okkur er að áunnin sykur- sýki og heilabilun verða eitt af stærstu vanda- málum þessarar kynslóðar þegar fram líða stundir. Með því að draga úr heilsutengdum forvörnum er verið að bjóða hættunni heim. Ekki aðeins fyrir þá sem eru að eldast heldur einnig heilbrigðiskerfið sem ekki mun ráða við þróunina eins og hefur gerst á tímum Covid- 19. Með bættum lífsstíl má draga úr báðum þessum sjúkdómum auk þess sem koma má í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma svo um munar með markvissri heilsueflingu. Eins og er ríkir ákveðið stefnuleysi í heilsutengdum forvörnum.“ Heilsutengdar forvarnir „Læknastéttin hefur ekki látið mikið í sér heyra hvað heilsutengdar forvarnir varðar en mér sýnist nú vera teikn á lofti um aðgerðir. Heil- brigðiskerfið hefur staðnað, verið of upptekið að sinna viðgerðunum frá því að það varð til og þróaðist upp úr miðri síðustu öld. Heilbrigðis- stéttin á samt allan heiður skilið fyrir vel unnin störf en því miður er byrjað á röngum enda. Helsta hryggjarstykki góðs heilbrigðiskerfis er markvissar heilsutengdar forvarnir frá vöggu til grafar. Sérfræðingar á sviði öldrunar eins og Vilmundur Guðnason forstöðumaður Hjarta- verndar, Karl Andersen hjartalæknir og Pálmi V Jónsson lyf- og öldrunarlæknir, eru að átta sig á því að eini möguleikinn til að bregðast við þessari miklu fjölgun innan heilbrigðis- kerfisins sem snýr að eldri aldurshópum liggur í heilsutengdum forvörnum.“ Út á þetta gekk doktorsverkefni Janusar. Þar var hann með yfir hundrað einstaklinga frá Hjartavernd á aldr- inum 70 til 91 árs í þjálfun í um sex mánaða skeið. „Þar sáum við að með markvissri þjálfun hinna eldri var hægt að færa allar afkastagetu- breytur, hreyfibreytur, líkamssamsetningu, blóðgildi og fleiri heilsubreytur til betri vegar. En um leið og við hættum þjálfuninni þá seig á ógæfuhliðina aftur. Við kölluðum þátttakendur aftur til okkar eftir fimm ára tíma og þá sýndu mælingarnar mun lakari niðurstöður en áður en verkefnið hófst . Við sjáum aftur á móti núna, bæði í verkefni okkar í Reykjanesbæ og á öllum öðrum stöðum sem við höfum innleitt það, að eftir tveggja ára heilsueflingu eru flestir að bæta sig. Afkastagetan eykst og lífsgæðin batna,“ sagði Janus. Ekki væri þó endalaust hægt að bæta sig en það sem einna áhuga- verðast er að sjá mat þátttakenda á eigin heilsu batna jafnt og þétt með hverju sex mánaða tímabili. Það væri ekki sjálfgefið. Jákvæður vöruskiptajöfnuður Reykjanesbær var fyrsta sveitarfélagið sem innleiddi verkefnið hér á landi og önnur fimm hafa fylgt í kjölfarið. Niðurstöðurnar eru alls staðar á sama veg og í takt við doktorsverk- efnið meðan þjálfunin stóð yfir. „Við erum búin að vera með þetta verkefni frá árinu 2017 í Reykjanesbæ og það verður mikill söknuður að þurfa að kveðja bæinn. Ekki síst þar sem við erum nýlega búin að ráða aðila í fullt starf við að sinna heilsueflingunni en það var mark- miðið í upphafi, að það fengi að þróast og dafna með aðkomu íbúanna. Við erum með fimm mælipunkta á tveimur árum til að sjá hvað er að gerast og hvernig þátttakendum, hverjum og einum, miðar. Það sem gerðist eftir sex mánuði í doktorsverkefninu hjá mér, eftir að við hættum þjálfuninni, var að margar lykil- breytur fóru halloka þegar þjálfuninni og að- haldinu sleppti. Ég er nokkuð viss um að sagan mun endurtaka sig hér. Eitt besta dæmið er vöðvamassinn. Hann féll um leið og fólk fékk ekki meiri aðhlynningu í þjálfuninni. Í verk- efninu höldum við aðhlynningunni áfram í að minnsta kosti tvö ár og sjáum stöðugleika eða bætingu þrátt fyrir hækkandi aldur þátttak- enda. Við eigum mjög skýr dæmi um það hjá þátttakendum í Reykjanesbæ. Það er eitt af okkar lykilmarkmiðum að gera fólkið sjálfbært á eigin þjálfun og styðja við það áfram með einum eða öðrum hætti. Þetta er lykilatriði. Þetta hefur orðið til þess að við sjáum vöðvamassann aukast hjá fólki sem er orðið 65 ára. Við sáum þetta einnig gerast hjá einstaklingi sem orðinn var 96 ára. Við erum að sjá blóðþrýsting lækka, fara úr háþrýsting í eðlilegan þrýsting og nokkrir að draga úr notkun lyfja í samvinnu við sína lækna. Við erum að sjá jákvæðar breytingar við hverja mælingu, sem framkvæmd er á sex mánaða fresti, sér í lagi hjá þeim sem sinna æfingum eins og við leggjum upp með. Fylgja áætl- unum okkar í auðmýkt og með jafnaðargeði. Við erum einnig að sjá fitumassann minnka þrátt fyrir að vöðvamassinn sé að aukast. Ég kalla þetta jákvæðan vöruskiptajöfnuð, þ.e.a.s. við erum að ýta fitumassanum út en á móti að auka við vöðvamassann. Við erum að sjá hreyfifærni batna og það sem meira er þá sjáum við blóðgildi eins og góða kólesterólið vera að hækka, blóðfituna lækka og blóðsyk- urinn einnig. Samstarfið við HSS hefur gert okkur það kleift að greina efnaskiptavillu og ráðleggja fólki að koma sér út úr vandanum. Þannig má ná fólki út úr sykursýki 2, sem er áunnin sykursýki, Við sjáum fólk færast úr efnaskiptavillu eða úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Þessu náum við fram með daglegri hreyfingu sem að verkefnið gengur í raun og veru út á. Áherslan er á daglega þol- þjálfun eins og göngu og styrktarþjálfun tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Þá fá þau góða ráð- gjöf um næringu og heilsutengda þætti. Þátt- takendur eru hjá okkur undir leiðsögn þrisvar sinnum í viku til að byrja með,“ sagði Janus. Hann vill þó alls ekki að fólk hætti eða dragi úr öðrum líkamlegum athöfnum sem það stundar. „Hvort sem það er sundleikfimi, badminton, golf, dans eða annað. Endilega halda því áfram en koma skipulagi á hreyfinguna.“ Aukin lífsgæði með hverju þrepi Janus sagði megináhersluna hjá þeim vera að breyta eða bæta lífsstílinn með áherslu á styrktar- og þolþjálfun. Að kenna fólki á hjartað sitt og að byggja upp vöðvana er mikilvægt at- riði. Hjartað er okkar helsti lífgjafi og það þarf að læra að stjórna því. „Þegar við eldumst þá töpum við vöðvamassa. Við náum hins vegar að seinka þessari hægfara vöðvarýrnun með markvissri styrktarþjálfun. Við þessa hreyfingu bætist svo við æskileg næring. Hún felst m.a. í því að nýta sem best íslenskt hráefni, mikinn fisk og próteinríkt fæði til við að byggja upp vöðvamassann aftur. Áður en fólk byrjar í þjálfuninni fer það í nokkuð víðtækar mælingar í samvinnu við okkur og einnig höfum við verið við í sam- vinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Þeir hafa tekið að sér blóðmælingar en við mælum aðra þætti eins og hreyfifærni, jafnvægi, styrk, þol og lífsgæði. Við erum með nokkuð fullkominn skanna til að greina líkams- samsetningu, þá sérstaklega vöðva- og fitu- massa. Mælum einnig blóðþrýsting og hvíldar- púls sem við síðan nýtum við að áætlaða ákefð í þjálfun út frá aldri viðkomandi þátttakenda. Við skoðum heilsutengdu lífsgæðin, mat þátt- takenda á eigin heilsu, en það er atriði sem við höfum einmitt séð aukast með hverju sex mánaða tímabili. Það hefur verið mjög áhuga- vert að fylgjast með þeirri þróun. Gera verður ráð fyrir því að ekki sé hægt að bæta heilsu viðkomandi endalaust en við sjáum samt fólk á aldrinum 65 til 96 ára auka lífsgæðin sín með hverju 6 mánaða þrepi. Það er vissulega mjög ánægjulegt.“ Aldrei of seint að byrja En hvað viltu segja við þá sem hafa aldrei æft neitt yfir æviskeiðið og telja ómögulegt að taka upp á því á gamals aldri? „Þetta er í rauninni mýta og þá er aldurinn afstæður. Við þekkjum vel þennan hugsunar- hátt en niðurstöður hafa sýnt okkur að hinir elstu geta með markvissri heilsueflingu öðlast hreyfigetu og afkastagetu þeirra sem eru 10-15 árum yngri. Gott dæmi er að sá elsti sem var hjá okkur fyrir þremur árum úr Reykjanesbæ og verður 99 ára á þessu ári toppaði ýmsar niðurstöður sínar sem margir héldu að væri ómögulegt. Ég spurði hann þegar hann varð búinnn að æfa hjá okkur í eitt ár og hann varð fyrir smá óhappi, þurfti að vera í gipsi í 7-8 Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur, hefur náð frábærum árangri í heilsueflingu eldri borgara Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+ – Leið að farsælum efri árum 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.