Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 9
 Aðalfundur Stjórnendafélags Suðurnesja, verður haldinn, mánudaginn 14. mars 2022, kl. 18:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning í stjórn og nefndir 3. Önnur mál lenskunni. Við reynum að vera með námsver, fjölþjóðaver, hjá okkur þar sem þessi börn eru aðallega að fá sína kennslu, ásamt því að vera inni í bekk líka.“ Árshátíð skólans verður ekki með sama sniði í ár Í tilefni af 70 ára afmæli Myllu- bakkaskóla komu nemendur saman á skólalóðinni á afmælisdaginn þar sem afmælissöngurinn var sunginn og efnt var til danspartýs. Árshátíð skólans verður ekki með sama sniði í ár og undanfarið þar sem skólinn hefur t.a.m. ekki æfinga- og sam- komuaðstöðu vegna þess ástands sem ríkir vegna myglu í skólanum. Hlynur segir að þrátt fyrir allt, þá taki börnin í skólanum ástandinu vel og hafi verið fljót að aðlagast breyttum aðstæðum. „Þau hafa eiginlega ekki kvartað neitt og finnst þetta allt mjög spennandi.“ Skólastarfi Myllubakkaskóla hefur verið dreift víða um bæinn. Börn hafa verið í lausum kennslueiningum á skólalóðinni við Myllubakkaskóla. Einnig var kennsla í gamla Barna- skólanum við Skólaveg, í íþrótta- húsinu við Sunnubraut, í Reykja- neshöllinni og Íþróttaakademíunni. Hlynur fagnar því að vera farinn úr gamla Barnaskólanum þar sem hljóð- vistin þar er ekki góð þegar fjöldi nemenda er samankominn í skóla- stofunum. Þá er plássið þar heldur ekki eins gott og nemendur eiga að venjast. Ánægja að starfa með börnum Hvað er það sem fær mann til að starfa sem kennari? „Það er ánægjan að starfa með börnum. Það er það fyrsta sem ég myndi nefna. Í minni ætt eru margir kennarar og ég er fjórði ættliður sem kennir við Myllubakkaskóla. Ingveldur langamma mín kenndi við skólann og líka Eygló amma mín. Móðir mín náði að kenna við skólann í tvo vetur, þannig að ég er fjórði ættliður. Myllubakkaskóli er skemmtilegur vinnustaður og þrátt fyrir allar þessar breytingar þá er vinnuandinn góður, sem betur fer, og hann var sterkur fyrir.“ Hlynur segir að aðstæður skólans í dag séu krefjandi og að hann sé ótrú- lega heppinn með starfsfólkið og að það hafi verið tilbúið í þessar breyt- ingar sem verið hafa. „Þetta hefði verið óvinnandi vegur ef við hefðum ekki haft þennan meðbyr með okkur. Svo verð ég líka að þakka foreldrum barnanna. Þeir og foreldrafélagið hafa tekið vel í þetta og stutt okkur á þessari leið sem við höfum verið á.“ Það er hver fermetri nýttur í þeim hluta af skólahúsnæðinu við Sólvallagötu sem hefur verið tekinn í notkun að nýju. Hér er Elínborg Sigurðardóttir, elsti kennari skólans, að aðstoða nemendur. Nemendur á elsta stigi eru með aðstöðu í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Nemendur á elsta stigi eru með aðstöðu í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Líffræðitími í ráðstefnusal íþróttaakademíunnar. Yngstu nemendurnir eru komnir aftur inn í elsta hluta Myllubakkaskóla þar sem unnar hafa verið endurbætur og sett upp aðstaða til bráðabirgða.Ein af skólastofunum sem settar hafa verið upp til bráðabirgða í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Páll Ketilsson pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.