Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 8
Hlynur Jónsson, aðstoðarskólastjóri Myllubakkaskóla, segir stemmninguna í skól- anum vera ágæta á 70 ára afmæli skólans. „Við vorum búin að skipuleggja að halda miklu stærri afmælishátíð, sem varð ekki eins og við hefðum viljað vegna aðstöðunnar sem við erum í. Stemmningin var fín á afmælisdaginn og við héldum danspartý á skólalóðinni 17. febrúar. Okkur fannst það takast vel og erum ánægð með það en þetta var ekki næstum því eins stórt í sniðum og við hefðum viljað,“ segir Hlynur í samtali við Víkurfréttir. Svakalegt álag og ótrúlega mikil aðlögun Þið í Myllubakkaskóla lendið í vandræðum þegar kemur upp mygla og setur allt skólastarfið úr skorðum. Hvernig hefur starfið gengið? „Þetta hefur gengið ágætlega en er svakalegt álag og ótrúlega mikil aðlögun sem er búin að eiga sér stað. Starfsstöðvar skólans eru í dag á sex mismunandi stöðum og við höfum í raun og veru dreift okkur um allan bæinn og við höfum þurft að færa íþróttir líka, þannig að þetta hefur verið áskorun fyrir alla hlutaðeig- andi.“ Hvernig gekk að dreifa skóla- starfinu um bæinn? „Það gekk erfiðlega að finna hús- næði í Reykjanesbæ, sérstaklega ná- lægt þeirra skólahverfi. Við vildum helst ekki vera að fara eitthvað langt í burtu, þannig að þau gætu ekki verið í sínu skólahverfi. Þetta hafðist allt að lokum en rýmin eru lítil á hverjum stað, þannig að þetta eru einn til þrír árgangar á hverjum stað fyrir sig.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir börnin, heldur einnig kennara og annað starfsfólk. „Það góða er að nemendurnir upp- lifa þetta mjög jákvætt, kvarta ekki neitt og finnst þetta bara spennandi nýjar aðstæður. Þetta hefur reynt miklu meira á starfsfólkið okkar.“ Svo eruð þið að standa í þessum málum í miðjum heimsfaraldri. „Svo við tölum nú ekki um það. Það vantar 20–30% starfsfólksins suma dagana og hefur verið þannig í nokkrar vikur. Það er erfitt að leysa það en við höfum þó náð því ágæt- lega.“ Hvernig er staðan núna á 70 ára afmæli skólans?. Er komin einhver framtíðarmynd hjá ykkur? Eins og staðan er í dag eruð þið flutt aftur inn í elsta hluta skólahúsnæðisins. „Já, við erum flutt aftur hingað inn með fyrsta til fjórða bekk. Þetta er þriggja ára verkefni áætla ég en það er ekki komin nein tímaáætlun eins og staðan er í dag. Við fáum fleiri færanlegar kennslueiningar sem verða settar upp framan við skólann og þá flytjum við fleiri ár- ganga til baka.“ Eitthvað rifið og annað endurnýjað Ekki liggur fyrir hvað verður gert í framkvæmdum við Myllubakka- skóla. Það liggur fyrir að eitthvað þarf að rífa og endurnýja og þá þarf að bæta við húsakost. Þá segir Hlynur að endurskipuleggja þurfi húsnæði skólans miðað við nútíma kennsluhætti. Reynt hefur bæði á nemendur og starfsfólk Myllubakkaskóla eftir að myglu varð vart í húsnæði skólans. Hlynur segir að meira hafi verið um að starfsfólk finni fyrir einkennum af myglunni og það er ástæða þess að starfsemin var flutt úr húsnæði skólans við Sólvallagötu. Samkvæmt rannsóknum eru fáir með ofnæmi fyrir myglunni en allt upp undir fjórðungur starfsfólks fann fyrir ein- kennum vegna hennar. Hvernig horfið þið til framtíðar, það er bara að halda áfram og berjast? „Það er ekkert annað í stöðunni. Við erum frekar jákvæð hérna finnst mér og við erum tilbúin í þessum áskorandi verkefnum og vinnum úr þeim og vonandi verður það áfram.“ Skólarnir í Reykjanesbæ eru þekktir fyrir mismunandi þætti í skólastarfi. Myllubakkaskóli er þekktur fyrir listsköpun, söng og leiklist. Hlynur segir að í dag sé einnig verið að vinna með þrívíddar- prentun og þrívíddarhönnun. Þá er verið að vinna með forritun fyrir mismunandi vélmenni og verið sé að koma því meira inn í skólastarfið. Nú hefur Myllubakkaskóli verið með nemendur af mörgum þjóð- ernum. Það hefur verið áskorun líka. „Já, mjög mikil áskorun. Það er nær 42% nemenda af erlendu bergi brotin og um 30% sem fá kennslu með íslensku sem annað tungumál. Við í Myllubakkaskóla og Háaleitis- skóli erum með sérstöðu í Reykja- nesbæ í fjölda nemenda af erlendu bergi og það er frábært að vera með þessa nemendur og það skapar ákveðna flóru hjá okkur, það eru mismunandi menningarheimar og það er jákvætt.“ Gerir þetta starf kennarans erf- iðara? „Já, það gerir það. Þú þarft að gera ráð fyrir mismunandi börnum sem jafnvel eru ekki komin langt í ís- Sjötugur Myllubakkaskóli með starfsemi víða um Reykjanesbæ Nemendurnir upplifa þetta mjög jákvætt Hlynur Jónsson, aðstoðar- skólastjóri Myllubakkaskóla. Iðnaðarmenn að störfum við lagningu bráðabirgðagólfefna á ganga skólans. Mikil vinna er framundan við endurbætur á Myllubakkaskóla. Hressir krakkar á skólalóðinni við Myllubakkaskóla á 70 ára afmæli skólans. Einni álmu Myllubakkaskóla hefur verið „pakkað inn“ til að varna að mygla smitist þaðan. Þessi álma verður rifin skv. heimildum Víkurfrétta. Svanhildur Skúldóttir umsjónarkennari og Guðlaug Bergmann með nemendum sínum í 3.-SS. 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.