Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Page 16

Víkurfréttir - 02.03.2022, Page 16
Mundi Halli Melló að fara að gera grín að Grindvíkingum. Það verður eitthvað ... Grindvíkingar taka afléttingu Covid-19 með krafti og verða með kútmagakvöld í íþróttahúsi Grinda- víkur 11. mars næstkomandi. „Við erum stoltir af því að hafa haldið einn af síðustu stórviðburðum ársins 2020 áður en allt skall í lás. Við ætlum einnig að vera á meðal þeirra fyrstu sem halda stórviðburð nú þegar sér fyrir endan á þessu dæmalausa ástandi,“ segir Eiríkur Dagbjartsson í Lionsklúbbi Grinda- víkur. Fyrirtækjum er boðið að styrkja gott málefni með fjárframlögum á kvöldinu og þá verður einnig lítil sjávarútvegssýning á undan kl. 18- 20. Eiríkur segir algengt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum og viðskipta- vinum á þetta frábæra sjávarrétt- akvöld með ótrúlegum fjölda sjávar- rétta, en miðaverð er kr. 12.000 kr. Allur ágóði af þessu kvöldi rennur óskiptur til góðgerðarmála. Þá verða skemmtiatriði á heims- mælikvarða en Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður og grínari verður veislustjóri en auk hans mæta Selma Björns, Halli Melló og Ari Eldjárn. „Kútmagakvöldið verður haldið í nýjum sal í íþróttahúsi Grindavíkur eins og árið 2020 en það þótti takast einstaklega vel. Maturinn verður í höndum grindvískra kokka sem hafa séð um kútmagakvöldin áður,“ segir Eiríkur. Ég hef gaman af pólitík, en finnst hún vitlaus. Finnst að fólkið sem er tilbúið að fylgja eigin sannfæringu nái ekki árangri. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ fór fram um síðustu helgi. Svokölluð lýðræðis- veisla. Alger endurnýjun er á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórn- arkosningar. Einungis leiðtoginn situr áfram. Fékk ekki mótframboð. Hinum bæjarfulltrúanum sem bauð sig fram var hafnað. Ellefu mjög frambærilegir einstaklingar voru í framboði fyrir flokkinn, sem nú á þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Kannski má segja fjóra, þar sem Frjálsa aflið hefur snúið heim aftur. Að prófkjöri loknu liggur fyrir að fjórir miðaldra einstaklingar skipa fjögur efstu sæti flokksins. Tveir karlar, tvær konur. Lýðræðisveislan hefur talað. Frekar einsleitt ef þið spyrjið mig. Fyrir utan bæjarfulltrúann sem var hafnað má nánast segja að raðað hafi verið á listann eftir aldri. Elstu voru efstir, yngstu neðstir, sem ég leyfi mér að lesa þannig að ekki sé óskað eftir ungu fólki til forystu. Það er það sem prófkjörið segir. Tölurnar ljúga ekki. Útaf því má alveg deila um hvort prófkjör séu sú lýðræðis- veisla sem flokkurinn heldur fram. Innsta klíkan, oft kölluð Bláa höndin, ræður úrslitunum. Skilaboðin ef þú nærð ekki árangri eru einföld. Þú ert ekki í klíkunni. Skilaboðin til unga fólksins. Frábært hjá þér. Varst að reyna í fyrsta skipti. Gengur betur næst. Lesist: „Ef þú heldur áfram að reyna, kemstu kannski í klíkuna“. Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það, hann er eini flokkurinn sem gefur fólki tækifæri á að bjóða sig fram. Aðrir sleppa þeim millileik og láta klíkuna bara ráða. Eitt af því sem þarf að sætta sig við þegar á sextugsaldurinn er komið, er að maður er ekki sexý lengur. Bara sorry. Alveg sama hvað fólk reynir að halda því fram að “50´s is the new 40´s og 60´s the new 50´s” og bla bla bla. Þetta er kjaftæði. Það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að hvetja unga fólkið til forystu. Að koma þeim til forystu. Að byggja upp næstu kynslóð til að taka við. Maður þarf ekki alltaf að gera allt sjálfur. Seppa tökunum og leyfa þeim yngri að taka við er ekki veikleikamerki, heldur þroska- og styrkleikamerki. Ellefu manns mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Yngstu tveir bæjar- fulltrúarnir eru fæddir 1982 og 1992. Báðir frá Samfylkingunni. Aðrir eru í flokki miðaldra og öldunga. Enginn bæjarfulltrúi er af erlendu bergi brotinn, þrátt fyrir að allt að fjórðungur íbúa sveitarfélagins séu það. Væri ekki rétt að innan bæjar- stjórnar væru raddir sem skynjuðu samfélagið eins og það er? Að innan bæjarstjórnar væri fólk sem þekkir það að nýta grunnþjónustuna af eigin raun. Hvar er íþróttamaðurinn í bæjarstjórn? Er Reykjanesbær ekki íþróttabær? Flokkar og framboð eru nú í dauðafæri að gefa ungu fólki tæki- færi til forystu í Reykjanesbæ. Fólk fæðist ekki með reynslu, hún er áunnin. Ef fólk fær ekki tækifæri, fær það aldrei reynslu. Það er ljóst að endurnýjun í bæjarstjórn verður mikil. Tveir bæjarfulltrúar farnir á þing og sögurnar segja þann þriðja á leið í stórt ríkisembætti á svæðinu. Ef svo fer fram sem horfir verður framboð fólks þvert á flokka, Ásbrú- arlistinn, væntanlega kynntur til leiks undir lok mars. Hann gæti náð hreinum meirihluta. Flokkapólitík og sveitastjórnarmál eiga ekki samleið. Það er tímaskekkja. Miðaldra lýðræðisveisla LO KAO RÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Grindvíkingar blása til stórviðburðar eftir afléttingu Halli Melló og Selma Björns halda uppi fjöri í Grindavík. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Höfn í Hornafirði, 8. mars kl. 8:30–9:30 Nýheimar, boðið verður upp á léttan morgunverð. Fyrirlesarar Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Eskifjörður, 8. mars kl. 16:00–17:00 Randulffssjóhús, kaffiveitingar. Fyrirlesarar Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum Stefán Ingvarsson framkvæmdastjóri Egersunds Vestmannaeyjar, 7. mars kl. 16:00–17:00 Þekkingarsetur Vestmannaeyja, kaffiveitingar. Fyrirlesarar Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum Alfreð Halldórsson framkvæmdastjóri Renniverkstæðisins Háin Grindavík, 7. mars kl. 8:30–9:30 Salthúsið, boðið verður upp á léttan morgunverð. Fyrirlesarar Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjá Marine Collagen Mars 2022 Það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi Opnir fundir víða um land Íslenskur sjávarútvegur snýst um svo miklu meira en veiðar, vinnslu og sölu á afurðum og hefur fjölbreytt starfsemi í tengdum og ótengdum greinum vaxið mikið. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa fyrir fyrirlestraröð þar sem málefni greinarinnar eru rædd á breiðum grundvelli.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.