Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 11
vikur, hvort honum fyndist vera komið gott núna. Hvort hann vildi draga úr þjálfuninni? Það hélt hann nú ekki, „nei, nú hætti ég ekkert, þetta er rétt að byrja, sagði hann við mig.“ Hann hélt áfram að bæta sinn vöðvamassa, fitumassinn minnkaði verulega og honum leið mikið betur. Ekki nóg með það heldur var hann einnig kominn í góðan félagsskap sem honum þykir vænt um. Fólkið á þessum aldri er farið að hittast oftar, meira en það gerði áður. Það er hin hliðin á þessu verkefni, hinn jákvæði félagslegi þáttur. Hann er ekki síður mikil- vægur, sérstaklega á þeim tíma þegar hætta er á að einangrast og jafnvel þunglyndi blasir við mörgu eldra fólki vegna einveru. Það er ekkert síður félagslegi þátturinn sem fær að blómstra en sá líkamlegi. Það er því aldrei of seint að byrja. Við getum ennþá bætt á okkur vöðvamassa og haft jákvæð áhrif á efnaskiptin með markvissri hreyfingu, bættum lífsstíl og vel ígrundaðri næringu. Með þessu drögum við einnig úr áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma.“ Janus sagðist þekkja vel að fólk á þessum aldri sé ekki vant heilsuræktarstöðvum. „Um 90% af okkar skjólstæðingum, bæði á Reykja- nesbæ og víðar, höfðu aldrei komið inn á heilsuræktarstöð áður en það hóf þátttöku. Hvað þá að vinna svona markvisst eftir ákveð- inni æfingaáætlun. En fólkið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, við erum orðin vön að vinna með þennan hóp, tökum vel á móti þeim, grín- umst og glettumst og látum okkur heldur ekki leiðast. Gerum lóðin að bestu vinum okkar. Ef þú vilt búa lengur í sjálfstæðri búsetu á þessum aldri þá þarftu að leggja eitthvað af mörkum. Í dag er þetta orðið hluti af lífsstíl fólksins allan ársins hring.“ Ýmis nytsamleg fræðsluerindi Ferlið sem boðið upp á er til tveggja ára. En þetta ferli er síbreytilegt. „Þessum tíma er skipt upp í fjögur sex mánaða tímabil. Við bjóðum upp á ýmis fræðsluerindi í hverju þrepi. Á tveimur árum eru þau um 16 erindi sem öll tengjast þáttum eldri borgara. Fyrir utan nær- inguna fáum við sérfræðinga til að flytja erindi um ýmsa heilsutengda þætti. Lyf og öldrunar- læknir sér til dæmis um lyf- og lyfjanotkun en stór hluti af okkar þátttakendum eru á blóð- þrýstings- eða hjartalyfjum. Það er ekki sama hvenær þú tekur inn lyfin þegar hreyfing er annars vegar. Margir þeirra sem hafa verið lengst hjá okkur eru nú að draga úr notkun þeirra í samvinnu við sína lækna. Það er því að einhverju að stefna. Fjárhagslegur sparnaður fylgir því verk- efninu ekki síður en heilsufarslegur ávinningur. Við vinnum einnig með hugrækt, slökun og markmiðasetningu. Eftir að vinnuferli lýkur, svona í kringum 65 til 70 ára aldurinn, þá kemur oft tómarúm í lífshlaupið. Hvað tekur þá við? Til að nýta og njóta efri áranna þarf maður að vera vel á sig kominn. Þá kemur heilsueflingin til sögunnar sem hluti af því ferli,“ sagði Janus og nefndi fleiri fræðsluer- indi. „Við fáum meðal annars einstaklinga frá Hjartavernd til að fjalla um hjarta- og æða- sjúkdóma. Hvað er hægt að gera? Hvernig er hægt að fyrirbyggja þá? Og sýnum dæmi um slíkt. Við fáum heimilislækna í heimsókn og sjúkraþjálfara með jafnvægisæfingar og ýmsar æfingar fyrir stoðkerfið. Það er oft hættan að eldra fólk detti og brjóti sig en slíkt er hægt að fyrirbyggja eða draga úr afleiðingum með auknum styrk, bæði vöðva og beina. Fyrir utan aukinn vöðvamassa sem annars tapast án styrktarþjálfunar þá þéttast beinin og styrkjast með slíkri þjálfun og bættri nær- ingu. Það er því heilmikill ávinningur af heilsu- eflingu og kostnaðurinn er ekki mikill, ekki síst þegar bæjaryfirvöld greiða niður stóran hluta af kostnaði fyrir þátttakendur. Heilsuræktar- stöðvarnar hafa tekið eldri þátttakendum vel og gefið afslátt af ársgjaldi svo um munar. Mjög sanngjarnt og rausnarlegt hjá þeim. Þátt- tökukostnaður fyrir einstakling með ársgjaldi í heilsurækt er ekki nema á bilinu sjö til átta þúsund krónur á mánuði þar sem bærinn kemur rausnarlega inn í verkefnið eins og áður sagði og hefur stutt það fjárhagslega. Einnig hefur sóknaráætlun Suðurnesja stutt fjárhags- lega við verkefnið.“ Kynningarfundur miðvikudag Verkefnið verður kynnt fyrir síðasta hópi sem tekinn verður inn mánudaginn 7. mars kl. 16:00 í Íþróttaakademíunni. Janus sagði alla velkomna þangað. „Hvort sem þeir væru yfir eða undir 65 eða 67 ára aldri. Á kynn- ingarfundum höfum við farið yfir verkefnið og í hverju það er fólgið. Einnig sýnt dæmi um væntanlegan ávinning; niðurstöður þeirra sem þegar hafa lokið tveggja ára heilsueflingarferli. Opið er fyrir skráningar á slóðinni: janusheilsu- efling.is/skraning. Viku eftir kynningarfund fara fram mælingar og viku síðar hefst svo fyrsta æfingarvikan. Við erum með þolæfingar í Reykjaneshöllinni á föstudögum yfir vetrartímann en utandyra á vorin og sumrin. Á öðrum dögum er svo styrkt- arþjálfun í Sporthúsinu við Ásbrú. Þátttakendur fá æfingaáætlun sem þeir fylgja í tækjasalnum. Einnig fá þeir með sér heimaáætlun sem auð- velt er að fylgja aðra daga til að uppfylla al- þjóðleg viðmið um daglega hreyfingu fyrir eldri borgara.“ Janus sagði þetta í rauninni sára einfalt, hreyfa sig daglega í góðum félagsskap og reyna að ná að meðaltali um 30 mínútum á dag auk tveggja til þriggja skipta í styrktar- þjálfun. „Við förum rólega af stað og byggjum heilsuna upp stig af stigi. Finnum þjálfunarpúls fyrir hvern og einn. Kennum fólki á hjartað sitt og hvernig það á að hreyfa sig. Fólk skráir eða merkir svo við á heimaáætluninni, gerum það ábyrgt á eigin heilsu. Þátttakendur veita sjálfum sér, í samvinnu við okkur, ákveðið aðhald með framangreind markmið að leiðarljósi. Hluti af þessu getur verið sú hreyfing sem þú stundar í dag eins og að synda eða hjóla, dansa eða leika golf. Aðalatriðið er þá að reyna að hækka áreynsluna þannig að einstaklingurinn finni fyrir örlítilli mæði en samt ekki þannig að þú getir ekki haldið hreyfingunni þinni áfram og gefist upp.“ En verður maður að mæta núna eða er hægt að byrja hvenær sem er? „Verkefnið er skipulagt þannig að þú ert tekinn inn á sex mánaða fresti. Það er meðal annars gert í tengslum við reglubundnar mæl- ingar á þessu tímabili, við uppafið og síðan á 6 mánaða fresti. Við leggjum mikla áherslu á þessar mælingar enda mjög viðamiklar en um leið leiðbeinandi fyrir hvern og einn. Þær veita einnig mikið aðhald. Þannig getum við og hver þátttakendi fylgst með þörfum og árangri hverju sinni. Tökum sem dæmi að þú ert með of háan blóðsykur. Kannski kominn upp í 8 mmol/ ltr eða að þríglýseríðið eða blóðfitan er of há miðað við viðmiðunarmörk. Þá þurfum við að bregðast við, sérstaklega með breyttu mat- aræði og aukinni hreyfingu. Næringin er einn af stærri þáttunum hjá okkur. Við fáum næringar- fræðinga til okkar með fræðsluerindi. Í öðru þrepi höfum við fengið inni í grunnskólunum og nýtt kennslueldhúsið, elda með hópnum. Þetta hefur gengið mjög vel. Svo fáum við nær- ingarfræðing til okkar aftur seinna í ferlinu. Næringin er mjög stór þáttur í heilsueflingar- ferlinu fyrir utan þessa daglegu hreyfingu og styrktarþjálfunina.“ Janus sagði þjálfunina einstaklingsmiða þó unnið sé í hópum. „Við förum rólega af stað. Leggjum sérstaka áherslu á að að kenna fólki að lyfta lóðum og gera það rétt. Hver og einn er með sína þyngd sem hann ræður vel við. Þannig öðlast hann hæfni og færni til að bjarga sér síðar sjálfur. Það er nú lykillinn í þessu öllu. Að fólk öðlist hæfni í að efla eigin heilsu og að verða sjálfbær þegar kemur að heilsutengdum forvörnum. Þar koma fræðsluerindin sterk inn sem stuðningur við verklegu þjálfunina. Svo erum við með reynslumikla þjálfara og viljum skilja þessa þekkingu eftir í Reykjansbæ. Anna Sigríður Jónasdóttir heilsuþjálfari hefur leitt þessa vinnu í samvinnu við okkur í Reykja- nesbæ með mjög góðum árangri. Hún sér um utanumhald og þjálfunina. Við komum svo reglulega í heimsókn, aðstoðum við þjálfun, mælingar og fræðslu.“ Milljarða sparnaður fyrir hið opinbera Eru fleiri bæjarfélög í burðarliðnum? „Það eru nokkur bæjarfélög búin að hafa samband við okkur en vegna Covid-19 höfum við haldið að okkur höndum. Annars er verk- efnið nú í gangi í sex sveitarfélögum. Því miður er stjórnsýslan stundum svolítið seinvirk, fast- heldin og veltir ekki alltaf fyrir sér langtíma ávinningi verkefna af þessum toga. Við höfum verið að vonast til að ríkið komi að málum og styrkti sveitarfélögin sem vilja fara inn í þetta ferli. Því miður samþykkti bæjarstjórn endalok þessa verkefnis fyrir stuttu síðan en ég bind vonir við að ný sveitarstjórn taki málið upp aftur og endurskoði þessa áætlun. Ég nefni einnig ríkið, ekki síður en sveitarfélögin, þar sem málaflokkurinn eldri borgarara er einnig hjá ríkinu og bundin í lög á sama hátt og hjá sveitarfélögum. Þetta er í raun þeirra skylda. Það eru ákveðnir þættir í málaflokknum sem eru sveitarfélaganna, en einnig ríkisins. Við viljum fá ríkið að borðinu, ekki síst þeirra vegna. „Rekstrarkostnaður í dag fyrir aðeins einn einstakling á dvalar- og hjúkrunarheimili er um þrettán til fimmtán milljónir króna á ári. Fyrir þessa upphæð getum við unnið með heilsueflingu fyrir 100 til 150 einstaklinga á ári. Þannig að sparnaðurinn fyrir ríkið er gríðarlegur ef við náum að seinka innlögn ein- staklinga inn á dvalar- og hjúkrunarheimilin, þó ekki væri nema um eitt, tvö eða þrjú ár, hvað þá fimm til tíu ár. Nýjar rannsóknir erlendis frá segja að hver króna sem þú fjárfestir í fyrirbyggjandi þáttum skili sér að lágmarki fjórtán sinnum til baka. Þetta passar vel. Við höfum til dæmis frá upp- hafi 2017 unnið með um 600 Reyknesinga yfir 65 ára aldri. Segjum sem svo að við náum að seinka þeim öllum um eitt ár inn á dvalar- og hjúkrunarheimili í Reyknanesbæ. Það þýðir gríðarlegan sparnað fyrir hið opinbera, ríkið þá sérstaklega. Sparnaðurinn yrði um um 1,5 milljarð króna. Ef við náum að seinka þessum sex hundruð einstaklingum sem við höfum verið með í Reykjanesbæ um aðeins eitt ár inn á Nesvelli þá þýðir það um 7,8–9,0 milljarða króna sparnaður fyrir ríkið á hverju ári, aðeins í tengslum við þetta eina sveitarfélag. Stjórn- endur bæjarins þurfa einnig að velta fyrir sér þeim sparnaði sem kæmi til í tengslum við heimilishjálp og/eða áframhaldandi búsetu þessa fjölda. Ég bind enn vonir til þess að ríkið komi inn í verkefnið svo byggja megi áfram upp gott heilbrigðiskerfi hér á landi sem sækir grunn sinn í heilsutengdar forvarnir. Verkefni þetta er í raun „non-profit verkefni eins og þau eiga að vera innan heilbrigðiskerfisins.“ Það er ekki að skila okkur neinum arði í það minnsta ekki fjárhagslegum,“ sagði Janus sem vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ fyrir einstaka samvinnu undan- farin ár. „Ég er afskaplega þakklátur bæjaryfirvöldum hér að taka þátt í þessu með okkur þó ég sé um leið sorgmæddur við þá tilhugsun að verk- efnið leggist af á svæðinu. Hér er svo skemmti- legt umhverfi, fólkið er einstakt og umhverfið einnig fyrir svona verkefni. Ég lékk á sínum tíma knattspyrnu við Guðna Kjartans, Rúna Júll, Kalla Hermanns, Gísla Torfa, Óla Júll, Marka-Jón og Einar svo einhverjir séu nefndir. Við töpuðum yfirleitt fyrir þessu gullaldarliði en komum ávallt aftur. Ég er því ekki alveg farin strax með verkefnið þó í það stefni. Þá á ég einnig sterkar rætur hingað á Suður- nesin, bæði í móður og föðurætt og það fólk er þrautseigt eins og ég. Bæjarfélagið er opið og skemmtilegt og eldri íbúar þess eiga að fá sömu umönnun og börnin þegar kemur að heilsueflingu og þjónustu. Eiga ekki að vera afgangsstærð. Ég hef ekki trúa á því að þeir séu eftirbátar annarra á landinu einnig í ljósi þess að tveir af forystusauðum bæjaryfirvalda sitja nú á þingi og annar þeirra með bakland í lýðheilsufræðum.“ Þegar við eldumst þá töpum við vöðvamassa. Við náum hins vegar að seinka þessari hægfara vöðvarýrnun með markvissri styrktarþjálfun..... Inga María Ingvarsdóttir: Var ákveðin í að taka þátt í verkefninu Hvenær byrjaðir þú í verkefninu? Ég byrjaði í Janusarverkefninu í febrúar- byrjun 2020. Hvað varð til þess að þú byrjaði í verk- efninu? Ég hafði fylgst með nokkrum vinum og kunningjum, sem tóku þátt í verkefninu og létu vel af því. Var ég því alveg ákveðin í að taka þátt þegar ég yrði 65 ára. Hvernig hefur gengið? Það hefur gengið alveg upp og ofan, þar sem Coronafaraldurinn skall fljótlega á eftir að ég byrjaði. Þjálfararnir stóðu sig hins vega mjög vel við að halda mér við efnið, með tölvupóstum og símtölum. Finnur þú einhvern mun á þér og hvernig líður þér? Mér hefur aldrei liðið betur, bæði hef ég styrkst og svo hef ég ekki haft eins gott þol og núna. Hvað finnst þér verkefnið hafa gert fyrir þig? Ég er meðvitaðri um mikilvægi þess að hreyfa mig og styrkja. Einnig hefur verk- efnið hvatt mig til að setja mér markmið hvað varðar heilbrigðan lífsstíl. Þetta á örugglega eftir að nýtast mér í framtíðinni. Gunnar Þór Jónsson: Meðvitaðri en ég var Hvenær byrjaðir þú í verkefninu? Ég byrjaði í Heilsueflingu Janusar í febrúar 2020. Hvað varð til þess að þú byrjaði í verk- efninu? Ég fór á fyrsta kynningarfundinn, sem haldinn var í Reykjanesbæ, en lét samt ekki verða af því að taka þátt fyrr en nokkrum árum síðar, þá aðallega fyrir hvatningu kon- unnar. Hvernig hefur gengið? Það hefur bara gengið mjög vel, þrátt fyrir alls konar höft vegna Covid. Þá vil ég nefna að starfsfólkið hans Janusar hefur verið alveg einstaklega duglegt að hvetja mann áfram við æfingar og hreyfingu. Finnur þú einhvern mun á þér og hvernig líður þér? Já, ég verð nú að viðurkenna að ég finn nokkurn mun á mér, sérstaklega hvað varðar styrk. Ég hafði t.d. aldrei farið að æfa í líkams- ræktarstöð áður en ég byrjaði í verkefninu. Líðan mín er bara góð eftir þennan tíma og er ég nokkuð viss um að ég eigi eftir að halda áfram í ræktinni eftir þetta. Hvað finnst þér verkefnið hafa gert fyrir þig? Það sem verkefnið hefur gert fyrir mig er að ég er orðinn miklu meðvitaðri en ég var, um gildi hreyfingar og styrktaræfinga fyrir and- lega og líkamlega líðan mína. Takk fyrir mig. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.