Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 7
Suðurnesjamenn eiga sína fulltrúa í Söngvakeppninni 2022. Á fyrra undanúrslitakvöldinu voru það systkinin Már Gunnarsson og Ísold Wilberg. Þeirra lag varð ekki meðal þeirra tveggja sem náðu inn í úrslit. Á laugardagskvöld er seinna und- anúrslitakvöld Söngvakeppninnar og þá er Sólborg okkar Guðbrands- dóttir á sviði. Hún keppir undir listamannsnafninu Suncity og með henni syngur Sanna Martinez. Þær munu flytja lagið „Hækkum í botn“ (e. Keep it cool). „Ég fékk óvænt símtal frá Valla sport þar sem hann bað mig um að syngja lagið þeirra ásamt Sönnu sem er frá Svíþjóð. Ég hoppaði eiginlega á vagninn um leið og sé ekki eftir því,“ segir Sólborg í samtali við Víkurfréttir en höfundar lagsins eru Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon. Valgeir semur einnig íslenska texta lagsins ásamt Davíð Guðbrandssyni, bróður Sólborgar. „Ég kom inn í ferlið eftir að það varð til en þetta er dans-popplag sem heitir Hækkum í botn og fjallar í rauninni bara um það að vera í núinu og sækjast eftir því sem maður vill. Hvernig hefur undirbúningur fyrir undanúrslitakvöldið verið? „Við höfum verið að æfa alla daga, bæði söng og dans, passað líka að hvíla okkur vel inn á milli og slaka á. Það er mjög margt sem þarf að huga að fyrir svona atriði og mikilvægt að hafa flinkt fólk í hverju horni.“ Sólborg segir viðbrögð almennings við laginu hafa verið góð. „Þetta er lag sem ég sjálf fékk til dæmis fljótt á heilann og ég vona að aðrir tengi við það líka.“ Hvernig var að fylgjast með fyrra undanúrslitakvöldinu? „Það var bara yndislegt. Við eigum magnað listafólk hérna á Íslandi og það er gott að geta komið öll saman og notið tónlistar þegar aðstæðurnar í heiminum eru jafn hryllilegar og raun ber vitni.“ Er komin spenna fyrir þínu undan- úrslitakvöldi? „Já, ég get eiginlega varla beðið. Þetta verður bara algjört ævintýri,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir. SÓLBORG GUÐBRANDSDÓTTIR ER SUNCITY Í SÖNGVAKEPPNINNI „Þetta verður algjört ævintýri“ Sólborg keppir undir listamannsnafninu Suncity og með henni syngur Sanna Martinez. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Leikskólinn Holt – Deildarstjórar Leikskólinn Holt – Leikskólakennarar Háaleitisskóli - Kennari í námsver Velferðarsvið – Dagdvöl aldraðra Velferðarsvið - Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Ævintýrasmiðja - Sumarstarf Ævintýrasmiðja - Umsjónarmaður Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri skrifstofu Vinnuskóli - Flokkstjórar Vinnuskóli - Sérverkefna flokkstjóri Vinnuskóli - Skrúðgarða flokkstjóri Vinnuskóli - Yfirflokkstjóri í virku eftirliti Duus Safnahús - Upplýsingagjöf og sýningagæsla Starf við liðveislu Viðburðir í mars Í undirbúningi er málþing sem fram fer á netinu þar sem fjallað verður um tengsl menningar og lýðheilsu. Málþingið er samstarfsverkefni menningarfulltrúa á Suðurnesjum. Nánari tímasetning verður kynnt fljótlega MÁLÞING - NETVIÐBURÐUR Menning og lýðheilsa Frá Múmínálfum til meistaranema og margt þar á milli verður á boðstólum í menningunni í mars. Ný sýning í samstarfi við Listaháskóla Íslands verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar og nú án takmarkana og því allir boðnir hjartanlega velkomnir við opnun. Bókasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu um Múmínálfana í Átthagastofunni sem mun 24. MARS - BÓKASAFNIÐ Múmínálfarnir Fimmtudaginn 24. mars kl. 17.00 verður opnuð sýning um Múmínálfa í Átthagasto- fu bókasafnsins. Sýningin býður upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og farið er í skoðunarferð um hinn töfrandi Múmíndal. Fornsögukvöld með Þorvaldi.  Farið verður yfir  hetjukvæðin Völundarkviðu og Helgakviðu Hundingsbana I og II.  kl. 19:30 - 21:30, Þetta eru alls þrjú þriðjudagskvöld en aðgangseyrir er 3.000 kr. Skráning á heimasíðu eða í afgreiðslu bókasafnsins. 22. MARS - BÓKASAFNIÐ Fornsögukvöld 31. MARS - BÓKASAFNIÐ Erlingskvöld Fimmtudaginn 31. mars klukkan 20:00 verður hið árlega Erlingskvöld haldið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Viðburðurinn er haldinn til heiðurs fyrrum bæjarlista- manni Keflavíkur, Erlingi Jónssyni. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Allir viðburðir á Visit Reykjanesbær Visit Reykjanesbær er nýr og spennandi vefur þar sem má nálgast margvíslegar upplýsingar um Reykjanesbæ og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna. www.visitreykjanesbaer.is kæta háa sem lága og ýmsir aðrir viðburðir verða á boðstólum þar svo sem Erlingskvöld, notaleg sögustund með Höllu Karen og fornsögukvöld með Þorvaldi. Þá er í undirbúningi einstaklega áhugavert málþing um tengsl menningar og lýðheilsu en nákvæm tímasetning í mars verður kynnt fljótlega. Fylgist endilega með því. Hlökkum til að vera með ykkur í mars. Minningar morgundagsins Listasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistara- nemum á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgun- dagsins stendur til sunnudagsins 24. apríl nk. Sýningar- stjórar eru Iona Poldervaart, Sara Blöndal og Sunna Dagsdóttir. Sex listamenn taka þátt í sýningunni; Elnaz Mansouri, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degen- hardt, Sarah Finkle, Victoria Björk og Vikram Pradhan. Sýningin er hópsýning sem setur fókusinn á framtíðina og tengslin við sögur, umhverfi og drauma. Vilt þú æfa íslenskuna þína með skemmtilegu samtali? Í Tungumálakaffi gefst tækifæri til að spjalla saman á íslensku. // Do you want to practice your conversational skill in Icelandic? In the Language café you can speak in Icelandic and practice. 1, 8, 15, 22, 29 MARS - BÓKASAFNIÐ Tungumálakaffi Notaleg sögustund með Höllu Karen kl. 11.30. Að þessu sinni ætlar Halla Karen að lesa og syngja nokkur vel valin lög upp úr Ávaxtakörfunni. Ókeypis er á viðburðinn og allir hjartanlega velkomnir. 19. MARS - BÓKASAFNIÐ Notaleg sögustund vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.