Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 02.03.2022, Blaðsíða 14
NAFN: ALDUR: DEDRICK BASILE 27 ÁRA STAÐA Á VELLINUM: BAKVÖRÐUR [POINT GUARD] MOTTÓ: ÞAÐ RIGNIR EKKI AÐ EILÍFU! SAMA HVERSU ILLA GENGUR, SÓLIN SKÍN AFTUR Á ENDANUM. „Solid“ kokkur Dedrick Basile er ekki bara „solid“ í eldhúsinu heldur líka á vellinum þar sem hann leiðir Njarð- víkinga í stigum og stoðsendingum það sem af er tímabilinu. Basile svarar nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta í uppleggi vikunnar. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Ég fer alltaf í sturtu fyrir leik. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði að spila körfubolta mjög ungur en þegar ég var tólf ára ákvað ég að fara að taka hann alvarlega því ég varð ástfanginn af íþróttinni. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Ég myndi segja Allen Iverson. Hver er þín helsta fyrirmynd? Stóri bróðir minn er mín fyrirmynd. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Eftirminnilegasta stundin með Njarðvík var þegar við unnum bikarinn. Hver er besti samherjinn? [Haha] ég ætla að segja Veigar. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Ég held Stjarnan. Hver eru markmið þín á þessu tíma- bili? Takmarkið er að verða meistari með Njarðvík á þessu tímabili. Hvert stefnir þú sem íþrótta- maður? Vonandi að spila einhverja stóra leiki. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Ég, A.I., Le- bron James, Kevin Durant og Shaq. Fjölskylda/maki: Ég á tvo bræður og son. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Það stærsta var að útskrifast úr háskóla. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Ég spila PlayStation 5. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Humarpasta. Ertu öflugur í eldhúsinu? Ég er „solid“ kokkur. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég held að ég geti verið fyndinn á stundum. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Haha, þessi er erfið. Dedrick Basile er erfiður viðureignar á vellinum. VF: JPK TREYJA NÚMER: 24 SVERRIR ÞÓR STÝRIR GRINDAVÍK Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur og mun hann stýra liðinu út tímabilið í Subway-deild karla í körfubolta. Jóhann Þór Ólafsson verður áfram aðstoðarþjálfari liðins og mun vinna náið með Sverri út tímabilið. Þetta er í annað sinn sem Sverrir Þór stýrir liði Grindavíkur en hann gerði liðið að Íslandsmeisturunum tímabilið 2012–2013 og bikarmeisturunum árið 2014. Sverrir Þór þjálfaði einnig kvennalið Grindavíkur tímabilið 2014–2015 og varð liðið bikarmeistari undir hans stjórn. „Ég var ekki á leiðinni í þjálfun en þegar þetta tækifæri kom upp þá varð ég mjög spenntur. Eftir að hafa hugsað þetta vel og rætt við Jóhann Þór þá ákvað ég að kýla á þetta. Ég á mjög góða minningar frá tíma mínum með Grindavík og hugsa að ég hefði ekki tekið við neinu öðru liði á þessum tíma- punkti. Þetta tækifæri hreyfði við mér og er mjög spenntur að hefjast handa og hitta leikmannahópinn,“ segir Sverrir Þór. Fyrsti leikur Grindvíkinga undir stjórn Sverris verður föstudaginn 4. mars næstkomandi gegn Vestra í HS Orku-höllinni. Tíu sundmenn í æfingabúðum Framtíðarhóps SSÍ Tíu sundmenn úr Framtíðarhópi ÍRB voru valdir og tóku þátt í æfinga- búðum Framtíðarhóps SSÍ um síðustu helgi. Mikil dagskrá var þessa helgi, þrjár æfingar ásamt mælingum, fyrirlestur, keila og foreldrafræðsla. Kórónuveiran setti smá strik í þátttöku og einn sundmaður ÍRB komst ekki vegna Covid. Sundmennirnir úr ÍRB sem tóku þátt í æfingabúðunum: Adriana Agnes Derti, Árni Þór Pálmason, Ástrós Lovísa Hauksdóttir, Daði Rafn Falsson, Elísabet Arnoddsdóttir, Freydís Lilja Bergþórsdóttir, Gabija Marija Sa- vickaite, Gísli Kristján Traustason og Nikolai Leo Jónsson ásamt Eyleifi Jóhannssyni, landsliðsþjálfara. Denas Kazulis var einnig valinn í hópinn en gat ekki tekið þátt í þetta sinn. Mynd af Facebook-síðu sundráðs ÍRB Fyrstu leikirnir og mörkin með meistaraflokki Freysteinn Ingi Guðnason (til vinstri) og Eiður Orri Ragnarsson skoruðu sín fyrstu mörk fyrir meistaraflokk Njarðvíkur í keppni á vegum KSÍ þegar Njarðvík hafði 6:1 sigur á Haukum um helgina. Báðir hafa strákarnir verið að æfa og spila með meistaraflokki Njarð- víkur á vetrarmánuðunum en Frey- steinn Ingi er fæddur árið 2007 og Eiður 2004. Freysteinn hefur á undanförnum mánuðum bæði verið valinn til þátt- töku í úrtaksæfingum U15 og U16 ára landsliða Íslands en hann er einn fárra leikmanna fæddir 2007 sem boðaðir voru á æfingar hjá U16. Þá var Freysteini boðið í fyrra í viku- heimsókn hjá danska liðinu OB. Unglingastarfið hjá OB er þekkt fyrir gæði og góðan árangur og Freysteinn Ingi spilaði leik með U15 ára liði fé- lagsins þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3:1 sigri. Eiður Orri gekk til liðs við Njarðvík frá Einherja á Vopnafirði en hann er fæddur árið 2004 og á nú þegar 53 meistaraflokks leiki að baki þrátt fyrir ungan aldur. Bróðir Eiðs, Gísli Freyr Ragnarson, spilaði einnig með Njarðvík á árunum 2010–2017. Mynd af Facebook-síðu knattspyrnudeildar UMFN sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.