Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR A S TA@A L LT.I S | 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR U N N U R@A L LT.I S | 560-5506 SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520 JÓHANN INGI KJÆRNESTED J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508 DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501 Bæonne-skinka 1.299KR/KG ÁÐUR: 1.999 KR/KG ½, ostafylltur Lambahryggur 3.429KR/KG ÁÐUR: 4.899 KR/KG 35% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR GOTT FYRIR HELGINA 31. MARS--3. APRÍL „Nú er gaman. Við höfum verið að koma með fullan bát af boltaþorski dag eftir dag,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, skip- stjóri á Halldóri Afa GK þegar Víkurfréttir hittu á hann við löndun úr fullum bát í Keflavíkurhöfn á þriðjudag. „Það er kjaftfullt af boltaþorski hérna í Faxaflóanum, bara hérna rétt úti við Vatnsnes. Við höfum verið að leggja net að morgni og komið daginn eftir og fyllt bátinn. Ég hef ekki skýringar á því en það er alla vega mikið af stórum þorski hérna í flóanum. Við höfum oftast verið að landa einu sinni á dag en nokkrum sinnum höfum við landað tvisvar sama daginn. Þetta er alveg magnað. Þetta hefur ekki verið svona undanfarin ár en er alla vega núna,“ sagði Hallgrímur en hann á ekki langt að sækja fiskigenin og var sjálfur með fiskbúð í Keflavík fyrir allnokkrum árum síðan. Allur fiskurinn af Halldóri Afa GK fer í útgerð Hólmgríms Sigvaldasonar, HSS Fisk- verkun. Hann var á kajanum á flutningabíl þegar verið var að landa og keyrði full kör af fallegum þorski í verkunina skammt frá. Hann var ánægður með aflann og sagði að það væri mikil eftirspurn. Þessi þorskur færi allur í salt og eftirspurnin væri það mikil að hann gæti selt hann mörgum sinnum. „Það er nóg af kaupendum,“ sagði Hólmgrímur en starfsemi hans hefur vaxið mikið á undan- förnum árum. Hallgrímur skipstjóri sagði að netin væru með mjög stórum riðli eða 10,5 tommum og því væri aflinn eingöngu boltaþorskur. Tíðindamaður Víkurfrétta hitti stórfrænda hans, Guðmund Rúnar Hallgrímsson, fyrr- verandi skipsstjóra á aflafleyinu Happasæl og spurði hann hvort hann vissi ástæðuna fyrir þessu stóra fiski í Faxaflóa, skammt frá landi. „Ég held að ein ástæðan hljóti að vera sú að það er mikið æti hérna nálægt landinu. Þegar við vildum á sínum tíma ná í minni þorsk sem hentaði betur í saltfiskinn fórum við lengra út,“ sagði Guðmundur Rúnar en hann er föðurbróðir Hallgríms skipstjóra. Í aflafréttum, vikulegum sjávar- útvegspistli í Víkurfréttum, er sagt frá met- afla í marsmánuði. Fleiri bátar en Halldór Afi GK hafa verið að veiðum í stórþorsk- inum, m.a. Bergvík GK sem hafði í upphafi vikunnar landað 58 tonnum í átján róðrum í mánuðinum. Nánar um það og fleiri tíðindi af sjónum í Aflafréttum á síðu 6 í blaðinu. Boltaþorskur úr Faxaflóa „Nú er gaman,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, skipstjóri á Halldóri Afa GK 222. Netabátarnir sækja stóran þorsk rétt utan landssteinanna í Keflavík. Félagarnir Georg Jónsson og Hallgrímur Sigurðsson með væna þorska úr Faxaflóa. Kaupandinn, Hólmgrímur Sigvaldason, flutti fiskinn í flutn- ingabíl í fiskverkun sína í nágrenninu. VF-myndir: pket Velgengni fyrirtækisins okkar frábæru starfsmenn - sjá miðopnu Miðvikudagur 30. Mars 2022 // 13. tbl. // 43. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.