Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 11
Grindavíkurdætrum fjölgaði í kóvid Einn yngsti kór landsins. Æfa lög eftir óþekktan höfund úr heimabænum. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjornd@gmail.is Grindavík fær gullmerki PWC Niðurstöðuskýrsla jafnlauna- greiningar 2022, sem unnin var af PWC fyrir Grindavíkurbæ, vegna janúarlauna 2022 var lögð fram í bæjarráði Grindavíkur í síðustu viku. Niðurstaðan er sú að launa- munur heildarlauna, að teknu tilliti til persónubundinna þátta, er 3,4% körlum í vil og er þá komin undir jafnlaunamarkmið Grindavíkur- bæjar sem er 3,5%. PWC veitir gullmerki þeim fyrir- tækjum sem eru undir 3,5% markinu og Grindavík hlýtur því gullmerki PwC, fyrir góðan árangur í jafnlauna- greiningunni, sem Grindavíkurbæ er heimilt að nota. Grindavíkur- bær borgar raf- magnið fyrir björgunarskipið Bæjarráð Grindavíkur hefur sam- þykkt að styrkja Björgunarsveitina Þorbjörn, sem leitaði til bæjaryfir- valda eftir stuðningi. Sveitin óskaði eftir styrk sem nemur kostnaði vegna rafmagnsnotkunar í Grinda- víkurhöfn fyrir björgunarskipið Odd V. Gíslason. Bæjarráð sam- þykkir styrkveitinguna. Villtir ferða- menn við gos- stöðvarnar Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í síðustu viku vegna tveggja villtra ferðamanna við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkutíma og höfðu villst af leið í þoku en gátu komið hnitum úr farsíma til björgunarsveita, þar sem þau voru í símasambandi. Vel gekk að finna þá þar sem rétt um hálftíma eftir að útkall barst var björgunarsveitarfólk komið til þeirra og fylgdi þeim niður á bílastæði. Ferðamennirnir voru óslasaðir og nokkuð brattir og voru allir hópar komnir í hús rétt rúmlega sjö. Vinna 100.000 rúmmetra grjóts úr Eld- varpahrauni Sviðsstjóri skipulags- og umhverf- issviðs Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir heimild til að hefja vinnu við að óska framkvæmda- leyfis fyrir grjótnámu í Eldvarpa- hrauni. Svæðið er þegar raskað vegna grjótvinnslu m.a. þegar sjóvarnargarðar voru settir við Grindavíkurhöfn. Á aðalskipulagi er svæðið merkt sem E6 og gert er ráð fyrir að vinna 100 þúsund rúmmetra grjóts. Skipulagsnefnd Grindavíkur samþykkir að heimila sviðsstjóra að hefja vinnuna. Grindavíkurdætur á æfingu í Kvikunni. Grindavíkurdætur er kvennakór frá Grindavík sem var stofnaður í árslok 2018 að frumkvæði Bertu Drafnar Ómarsdóttur, Sigurlaugar Pétursdóttur og Rósu Ragnarsdóttur. Berta er kórstjórinn og hinir stofnendurnir syngja í kórnum sem í dag telur 33 hressar grindvískar konur. Það hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun þrátt fyrir ákveðna veiru sem hefur herjað á heimsbyggðina undanfarin tvö ár. Grindavíkurdætur hafa eingöngu sungið þekkt tökulög til þessa en í byrjun síðasta hausts, hafði Kristín Matthíasdóttir samband við Bertu og vildi kanna áhuga hennar og Grindavíkurdætra á að skoða þau lög og ljóð sem hún hafði samið. Berta hélt það nú og úr varð samstarf sem er þó á algeru byrjunarstigi en stefnt er á frumflutning á þessum lögum Kristínar í mars á næsta ári. Kristín hefur aldrei verið kennd við tónlist á einn né annan hátt og hefur aldrei sungið opinberlega, hún spilar ekki á hljóðfæri og hlaut ekki tónlistarlegt uppeldi og því kom það mjög á óvart þegar hún hafði sam- band við Grindavíkurdætur. Víkur- fréttir kíktu á æfingu hjá þeim í Kvikunni í Grindavík. Ungur kvennakór Berta sem er menntuð söngkona ásamt því að hafa lært kór- og hljóm- sveitarstjórn. „Við stofnuðum kórinn nokkar vinkonurnar í árslok 2018 og hófum æfingar strax í byrjun árs 2019. Kórinn er því ungur að árum og þar fyrir utan erum við allar tiltölulega ungar miðað við aðra kvennakóra. Kórinn er vaxandi en við byrjuðum rúmlega tuttugu en erum í dag þrjátíu og þrjár. Það er kannski nokkuð merkilegt því kórar voru ekki mikið að stækka í kóvid en það er eitthvað magnað í gangi hjá okkur, það er mjög gaman og stelpurnar bæta alltaf við sig þegar þær syngja fyrir framan fólk. Það er mjög gaman að vinna með þeim.“ Berta er menntuð söngkona, fór bæði í Söngskóla Reykjavíkur og til Ítalíu og kláraði þar mastersgráðu í klassískum söng. „Samhliða söngnáminu tók ég alltaf aukafög, bæði kór- og hljóm- sveitarstjórnun. Hef þefað uppi mörg námskeið er lúta að þessum fögum og fór líka í nám í skapandi tónlistar- stjórnun. Hef sankað að mér reynslu héðan og þaðan.“ Kristín hlaut ekki tónlistarlegt uppeldi og hefur aldrei sungið opin- berlega. „Það er rétt og ég og hef aldrei sungið opinberlega og spila ekki á neitt hljóðfæri. Leyfði Grétari bróður að sjá um það. Þó var nokkuð mikið um rím inni á heimilinu því pabbi [Faðir Kristínar er einn af betri sonum Grindavíkur, Matthías Grindvik Guðmundsson heitinn. Innsk. blaðamanns] hafði mikinn áhuga á því. Það blundaði því nokkuð í mér en fyrir nokkrum árum fór þetta að þróast, ég fór að semja meira og vinna með þetta. Líklega er þetta hluti af andlegu ferðalagi mínu en lögin koma einhvern veginn til mín, ég heyri þau en þar sem ég spila ekki á neitt hljóðfæri þarf ég nýta mér tæknina og syng lagahug- myndirnar inn á símann minn svo ég gleymi þeim ekki.“ Einstakt samstarf Berta tók undir að þetta væri ansi einstakt en hvernig kom samstarfið til? Kristín: „Ég hafði trú á þessu efni mínu en var ekki viss hvað ég gæti gert við það því það var nokkuð ljóst að ég var ekki að fara flytja þetta sjálf. Ég leyfði mömmu [Móðir Kristínar er nafna kórstjórans, Berta Grétarsdóttir. Innsk. blaðamanns] að hlusta og hún vissi nákvæmlega við hvern ég ætti að tala, nöfnu sína. Ég viðurkenni fúslega að fyrsta símtalið til Bertu var erfitt en hún tók strax vel í þetta. Skoðaði ljóðabókina mína og hlustaði á lagahugmyndirnar og við ákváðum að við yrðum að gera eitthvað með þetta.“ Berta segir að semja kórverk og frumflytja sé langt ferli. „Kristín hringdi í mig í lok síðasta sumars en það er langt og strangt ferli að koma svona tónsmíð alla leið á svið fyrir kór. Ég þarf að pikka upp það sem hún sendir mér, skrifa upp nótur fyrir kórinn og útsetja. Þetta er mjög mikil vinna og kórinn hefur t.d. ekki ennþá fengið að heyra neitt en við erum ákveðnar í því að frum- flutningur á þessum lögum Krist- ínar verði að ári, vonandi í kringum 20. mars. Upprunalega planið var að flytja tólf lög en Kristín virðist vera eins og gosbrunnur, lögin hreinlega flæða frá henni og hver veit hvernig þetta verður að ári.“ Nafn kórsins minnir aðeins á aðrar dætur sem kenna sig við Reykjavík en þær komust einmitt langt í Euro- vision, munu Kristín og Grinda- víkurdætur feta í fótsporin? Berta: „Við áttum í erfiðleikum með að finna nafn á kórinn. Hjá okkur ríkir lýðræði, við veljum lögin saman og tökum allar ákvarðanir saman en við vorum nafnlausar lengi vel. Engar almennilegar hugmyndir komu fram og það var í raun kór- stjóri Léttsveitar Reykjavíkur, Gísli Magna, sem kom með hugmyndina en á sameiginlegum tónleikum í Grindavíkurkirkju, þá kynnti hann okkur bara sem Grindavíkurdætur og þar við stóð.“ Kristín: „Það er aldrei að vita nema við förum í Eurovision að ári, hver veit? Maður á aldrei að segja aldrei.“ Hvað er fram undan hjá Grinda- víkurdætrum og tónskáldinu? Berta: „Við komum nokkuð vel undan COVID, við höfum verið dug- legar að æfa og erum að verða til- búnar með prógramm. Við ætlum að halda tónleika í Grindavíkurkirkju 19. maí en þar áður höldum við stutta tónleika í Hörpuhorninu í Hörpu. Það detta alltaf inn beiðnir um að troða upp í einkasamkvæmum og við reynum að sinna því eins og við getum. Í haust munu svo æfingar hefjast á tónsmíðum Kristínar ásamt æfingum fyrir hina árlegu jólatón- leika okkar en vor- og jólatónleikar eru fastir punktar hjá okkur.“ Kristín: „Ég held að ég muni bara halda áfram að hlaða niður lögum en fjölskyldan mín grínast með það, segir að ég sé bara í „dánlódi“. Mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt og gefandi. Það er gaman að sækja innblástur í allt sem verður á vegi manns.“ Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta í rafrænni útgáfu Víkurfrétta frá og með 31. mars vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.