Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 9
bíll á heimilinu og það var bara gaman að þessu,“ segir Margeir og Jón Gunnar blandar sér í umræðuna og segist hafa grun um að hann hafi verið getinn í vörubíl pabba síns. „Við þurfum kannski aðeins að fara yfir þetta með mömmu,“ segir hann og þeir hlæja báðir. Jón Gunnar: „Velgengni fyrirtæk- isins er þessir frábæru starfsmenn sem við erum með og geggjaðir við- skiptavinir og að fá að vera hlekkur í keðjunni hjá þeim. Ég get alveg haldið því fram að við erum með landslið af bílstjórum. Við erum heppnir með það hvað það hefur laðast að okkur mikið af góðum starfsmönnum.“ Fiskflutningar eru stór þáttur í ykkar starfsemi? Jón Gunnar: „Flutningur á fiski er gríðarlega mikill. Á haustin hafa Grindavíkurbátarnir verið að landa á Siglufirði, Ísafirði og Djúpavogi. Við sækjum fiskinn á þessa staði í kældum vögnum. Það er mikið fjör hérna frá því um miðjan ágúst og fram yfir jól.“ Rokið er óvinur vörubílstjórans Jón Gunnar segir lítið mál að keyra í snjó og hálku enda flutningabílarnir frábærir og auðveldir í akstri. Rokið er mesta áskorun bílstjóranna í dag. Það sé erfitt að ráða við það og þá þurfi bílstjórarnir að bíða af sér veðrið. Jón Gunnar: „Við höfum bless- unarlega verið lausir við tjón. Það skiptir máli að vera með góða starfs- menn sem lesa aðstæður vel og meta hvernig hlutirnir eru. Út á það gengur þetta og mikilvægt að mann- skapurinn og farmurinn komst heill heim.“ Fulllestaður fiskflutningabíll er 49 tonn, þannig að farmurinn, kör, fiskur og ís er um 26 tonn af heildar- þyngdinni. Mikil breyting hefur orðið á vöru- bílum frá því Margeir byrjaði fyrir rúmri hálfri öld. Þá var bíllinn lítið annað en gírstöng og stýri. Ekki þetta rafmagnsvesen og bilanir sem því fylgja. Margeir: „Miðstöðvarnar voru stundum ekki burðugar, þannig að stundum var maður bara með kósan-gaskútinn við hliðina á sér til að hafa hita í frostunum, þannig að breytingin er alveg óskaplega mikil. Að keyra svona bíla eins og við erum með í dag er léttara en að vera á fólksbíl, það er ekki spurning.“ Dottað fram á stýrið Þegar Margeir byrjaði með vörubíl á sínum tíma var vinnan helst í því að keyra fiskinn frá bryggjunum og upp í fiskvinnsluhúsin. Þá var mikið um báta af öllum Suðurnesjum sem lönduðu í Grindavík og fiskinum m.a. ekið til Keflavíkur, í Garð, Sand- gerði, í Voga og inn í Hafnarfjörð. Á þessum árum komu flutningaskipin til Keflavíkur og þangað var sótt salt og afurðir fluttar til Keflavíkur til út- skipunar, hvort sem það var beina- mjöli, saltsíld eða saltfiski, áður en höfnin í Grindavík lagaðist. Á fyrstu árum fiskimjölsverk- smiðjunnar í Grindavík var líka mikil vinna fyrir vörubíla, því loðnunni var ekið frá vörubílum frá skipshlið og í verksmiðjuna. Margeir segir að í löndunum hafi þetta verið vinna sól- arhringana út. Þá voru ekki vökulög eins og í dag og menn dottuðu bara fram á stýrið ef það kom stund. Algjör unaður að keyra þessa vörubíla Í dag eru breyttir tímar og aðbún- aður bílstjóra orðinn allt annar. Jón Gunnar: „Kerfið er orðið flóknara en það er auðveldara að keyra bílana og algjör unaður í dag. Vökulögin segja að það megi keyra í tíu tíma á dag. Þú keyrir í fjóran og hálfan tíma og verður að taka þér þriggja kortera hlé og svo heldur þú áfram. Þetta er öðruvísi í dag en áður en þetta venst.“ Margeir: „Þetta mátti breytast frá því sem þetta var en öllum bíl- stjórum í dag finnst þetta heldur stíft. Það væri allt í lagi að geta ekið í tíu til tólf tíma, en það er bannað. Í dag má keyra níu tíma á sólarhring með undanþágu upp í tíu tíma. Og allir vörubílar eru innsiglaðir í 90 km./klst. í dag, þannig að það er ekki hægt að komast hraðar.“ Þeir feðgar eru sammála um að það sé gott að reka fyrirtæki í Grindavík og það sé yfirleitt nóg að gera. Hjá fyrirtækinu er líka lögð áhersla á góða símsvörun og út á það gangi þetta, að vera alltaf tilbúinn og veita góða þjónustu. Það sé grunnurinn að því að menn komi aftur. Þeir eru sammála um að fyrir- tækið sé með trygga viðskiptavini í Grindavík og Suðurnesjum öllum. Viðskiptavinir sem hafa verið hjá fyrirtækinu í fjölda ára. VF -m yn di r: Si gu rb jö rn D að i D ag bj ar ts so n VF -m yn di r: Si gu rb jö rn D að i D ag bj ar ts so n Höfuðstöðvar Jóns og Margeirs ehf. við Seljabót í Grindavík ásamt hluta af flota fyrirtækisins. Svipmyndir úr afmælishófinu vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.