Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 16
ÍBÚAFUNDUR VEGNA VINNSLUTILLÖGU AÐALSKIPULAGS SUÐURNESJABÆJAR 2022-2034 Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynna sér og ræða einstök viðfangsefni og tillögur að stefnu Suðurnesjabæjar í endurskoðuðu aðalskipulagi. Fundurinn verður haldinn í Samkomuhúsinu í Sandgerði 5. apríl nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Suðurnesjabæjar. Kynningarfundur og opið hús í Samkomuhúsinu í Sandgerði Suðurnesjabær boðar til íbúafundar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Til kynningar er vinnslutillaga Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022–2034. Umboðsmaður barna sendi nýverið mennta- og barnamálaráðherra mjög áhugavert bréf um þol- próf, eða svokölluð „píp-test“. Tilkynningar höfðu borist um að börn hefðu ofreynt sig í ákafa sínum til að gera vel og hefðu einnig fundið fyrir vanlíðan og kvíða tengdum prófinu sjálfu. Einnig hefðu börn upplifað niður- lægingu á því að falla snemma úr leik í prófinu. Við lestur bréfsins vakna upp margar spurn- ingar. Ein til dæmis ef skipt væri út orðinu „þol- próf“ fyrir „stærðfræðipróf“. Fylgir því eitthvað minni kvíði hjá börnum í dag að fara í próf en það hefur gert síðustu áratugina. Ég man nánast til ekki eftir einu einasta prófi á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólagöngu minni sem ég var ekki með kvíða, spenning, stress eða hvað þið viljið kalla það. Mér gekk almennt vel í þeim prófum þar sem ég hafði hagað undir- búningi vel. Það breytti ekki því að það var alltaf smá hnútur í maganum og spenna. Oft bara yfir því hverjar spurningarnar yrðu. Ef undirbúningur var slakur, var niðurstaðan eins. Sum próf voru voru löng og erfið – önnur stutt og létt. Mér eru sérstaklega minnistæð örpróf sem við tókum í grunnskóla. Áttum að læra utan að ljóð. Sum löngu gleymd og grafin. Önnur föst í minninu til lífstíðar. Urð og grjót. Upp í mót. Ekkert nema urð og grjót. Klífa skriður. Skriða kletta. Velta niður. Vera að detta. Hrufla sig á hverjum steini. Halda að sárið nái beini. Finna hvernig hjartað berst, holdið merst, og tungan skerst. Ráma allt í einu í Drottinn. Elsku Drottinn, núna var ég nærri dottinn. Þér ég lofa því að fara, þvílíkt aldrei framar, bara ef þú heldur í mig núna. Öðlast lítinn styrk við trúna. Vera að missa vit og ráð, þegar hæsta hjalla er náð. (höf: Tómas Guðmundsson). Ef umboðsmaður barna vill nú banna „píp- test“, þá hlýtur fyrir löngu að vera búið að banna utanbókarlærdóm á íslenskri ljóðlist. Hún greipist í huga manns í tugi ára. Stórhættuleg. Hvort til- gangurinn með utanbókarlærdómnum var að kenna manni ljóðlistina – eða einfaldlega tækni til að hjálpa manni að muna og læra texta, þá virkaði bæði. Maður kunni kannski ekki að meta það þá, en gerir nú. Þessar tilfinningar eru ekki eingöngu tengdar við próf. Ég fann fyrir þeim öllum líka í íþrótta- keppnum. Ég finn ennþá fyrir þeim þegar ég keppi í golfi á gamals aldri. En þær virka líka þannig að þær skerpa hugann og hjálpa oft til við að ná betri fókus og einbeitingu að efninu. Þannig þurfa allir að læra að takast á við tilfinningar, hverjar svo sem þær eru. Tilfinningar verða alltaf til staðar. Þær hverfa ekki. Það mikilvæga er hæfileiki okkar til að takast á við þær. Þann hæfileika þarf að rækta frá barns- aldri. EKKERT NEMA URÐ OG GRJÓT LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar Smári Guðmundsson hefur gefið út smáskífuna Crete sem inniheldur tvö ný lög. Lögin voru samin á Krít þegar Smári var þar við vinnu við undirbúning hátíðarinnar We Love Stories sem fer fram á grísku eyj- unni í apríl á þessu ári. Hátíðin We Love Stories er sett upp af listahópnum Story for Food sem Smári hefur áður unnið með við uppsetningu útvarpsleikrita í Berlín í Þýskalandi. Á hátíðinni koma rit- höfundar og sögufólk saman og lesa upp úr verkum sínum. Smári sá um að semja og taka upp hljóðheiminn sem mun hljóma undir upplestri höf- undanna. Þá daga sem Smári dvaldi á Krít fékkst hann einnig við að semja nýja tónlist sem sækir innblástur í um- hverfi og menningu Miðjarðarhafs- eyjarinnar. Sú tónlist kemur nú út á smáskífunni Crete. Heyra má sterk grísk áhrif í tónlistinni sem er drifin áfram af hinu klassíska gríska hljóð- færi bouszouki. Smári Guðmundsson er þekkt- astur sem hluti af hinni góðukunnu hljómsveit Klassart. Hann hefur einnig gefið út tónlist undir eigin nafni svo sem stórvirkið The Apot- heker sem kom út árinu 2021. Þá hefur Smári fengist við að semja fyrir leiksviðið og var verk hans Mystery Boy, í uppsetningu Leik- félags Keflavíkur, valin áhugaleik- sýning ársins 2018 og sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Upptökur á Crete fóru að mestu leyti fram á Krít en þó einnig á Ís- landi í hljóðverinu Smástirni. Smári sá sjálfur um allan hljóðfæraleik utan þess að Halldór Lárusson spilaði á trommur í öðru laganna. Stefán Gunnlaugsson í Stúdíó Bambus sá um listræna hljóðblöndun og Sig- urdór Guðmundsson í Skonrokk Studios hljóðjafnaði. Hönnun um- slags var í höndum Björgvins Guð- jónssonar. Hægt er að nálgast Crete á öllum helstu streymisveitum. Crete er nýjasta verk Smára Guðmundssonar Smári Guðmundsson hefur gefið út smáskífuna Crete sem inniheldur tvö ný lög. Lögin voru samin á Krít þegar Smári var þar við vinnu við undirbúning hátíðarinnar We Love Stories sem fer fram á grísku eyjunni í apríl á þessu ári. Mundi Hvaða píp er þetta í þér Margeir?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.