Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 13
Gerðaskóli
Skólaárið 2022 – 2023
Gerðaskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar fyrir næsta skólaár:
Umsjónarkennari á yngsta stigi
Heimilisfræði
Sérkennari
Þroskaþjálfi
Tómstundafræðingur – umsjón með frístund
Stuðningsfulltrúi í 80% starf
Bókasafns- og upplýsingafræðingur í 80% starf
Í Gerðaskóla eru um 250 nemendur. Við skólann starfa áhugsamir og metnaðarfullir starfs-
menn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Lögð er áhersla á að skapa náms-
umhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér,
öðrum og umhverfi sínu.
Ráðið er í öll störf óháð kyni og er umsóknarfrestur til 14. apríl 2022. Umsóknir ásamt starfs-
ferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum skulu berast á
netfangið eva@gerdaskoli.is.
Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050
Minningarorð frá vinkonu
Ingibergur Þór Kristinsson
Ingibergur Þór Krist-
insson vinur minn
er látinn. Augna-
blikið þegar Rúna
vinkona mín kynnti
mig fyrir kærast-
anum sínum, honum
Inga, er mér ferskt í
minni líkt og það
hafi verið í gær. En
það var ekki í gær
heldur fyrir tæpum
fimmtíu árum. Tím-
inn telur ekki þegar
sönn vinátta er ann-
ars vegar. Þannig
var vinátta okkar.
Við gengum sam-
stíga inn í fullorðinslífið. Giftum
okkur og fórum að búa sama árið,
fjölguðum mannkyninu á svip-
uðum tíma, hlúðum hvert að öðru
í mótbyr og glöddumst saman í
meðbyr. Fjölskyldur okkar tengd-
ust órjúfanlegum tengslum. Það
var sjaldnast lognmolla í kringum
okkur, við gátum tekist á um mál-
efni með virðingu fyrir skoðunum
hvers annars.
Inn við beinið
vorum við hippa-
kynslóðin í öl lu
sínu veldi og erum
enn á vissan hátt
sem ég þakka fyrst
og fremst Inga vini
mínum. Hann kunni
að varðveita hipp-
ann í sjálfum sér og
hreyf okkur hin með.
Eitt besta vitnið um
það er nafn einnar
af mörgum hljóm-
sveitum sem hann
átti þátt í að stofna
„Hippar í hand-
bremsu“.
Á tímamótum lífs og dauða Inga
vinar míns, er ég í líkama, órafjarri
Rúnu minni og fjölskyldu þeirra
Inga. En hugur minn og kærleikur
er hjá þeim og kallar þau saman í
stórt og kærleiksríkt hópknús og
segir þeim hvað ég er þakklát fyrir
að vera þeim samferða um Lífið.
Ykkar vinkona,
Hjördís.
Lionsklúbbar á Suðurnesjum
safna fyrir leiðsöguhundum
Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum taka þátt í söfnunará-
takinu „Rauða fjöðrin“ nú um helgina til að tryggja fé-
lagsmönnum Blindrafélagsins framboð af þjálfuðum
leiðsöguhundum. Söfnunarátakið er samvinnuverkefni
Lionshreyfingarinnar á Íslandi og Blindrafélagsins.
Leiðsöguhundar eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og
alvarlega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið
frelsi og aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast frelsi
til þess að komast um í umhverfi sínu, innan dyra sem
utan. Hundarnir leiða notendur sína fram hjá hindrunum
sem í vegi þeirra verða og þeir gæta þess að notandinn
fái ekki trjágreinar í andlitið þar sem þær slúta yfir gang-
stéttir. Þeir finna auð sæti fyrir notendur sína þar sem
það á við og þeir eru þjálfaðir til þess að finna ýmsa hluti
svo sem lykla eða hanska sem notendur missa á ferðum
sínum með hundinum. Leiðsöguhundar eru ekki síður
góðir félagar og mörg dæmi eru um að þeir hafi rofið fé-
lagslega einangrun notenda sinna og stuðlað að virkari
þátttöku þeirra í samfélaginu.
Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum munu selja Rauðu
fjöðrina dagana 31. mars til 3. apríl næstkomandi og
við hvetjum alla til að taka vel á móti sölufólki okkar og
hvetjum við alla til að styðja við þetta mikilvæga verk-
efni.
Víðir Tómasson,
svæðisstjóri.
Keilir fagnar 15 ára afmæli
með opnu húsi
Vorið 2007 hóf Keilir, miðstöð vísinda, fræða og at-
vinnulífs, starfsemi og fagnar því fimmtán ára afmæli í
ár. Í tilefni þess verður opið hús hjá Keili laugardaginn
2. apríl næstkomandi milli kl. 13.00 og 15.00 í aðal-
byggingu Keilis á Ásbrú þar sem gestum og gangandi
er boðið að þiggja veitingar, kynnast fjölbreyttu náms-
framboði miðstöðvarinnar og fagna þessum áfanga.
„Mikið verður um að vera hjá okkur þennan dag og
vonum við innilega að sem flestir geri sér glaðan dag með
okkur og kíki í heimsókn. Hvort sem það sé í þeim tilgangi að
kynna sér ákveðnar námsleiðir, fá sér kökusneið, prófa flug-
hermi eða til þess að fá kynningarmerðferð hjá nemendum
okkar í fótaaðgerðafræði. Við munum taka vel á móti öllum
gestum,“ segir Alexandra Tómasdóttir, markaðsstjóri Keilis.
Eins og áður segir verða flughermar opnir, kynningarmeð-
ferðir í fótaaðgerðafræði standa til boða og hægt verður að
prófa tölvuleiki nemenda Menntaskólans á Ásbrú. Hlaðvarp
og upptökuherbergi verða opin gestum, örkynningar á náms-
framboði verða og munu vélar Flugakademíunnar taka flug
yfir Ásbrú svo eitthvað sé nefnt.
Keilir hefur það að markmiði að byggja upp námsmanna-
samfélag þar sem boðið er upp á vandað nám með áherslu
á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Mikil
þróun hefur orðið á námsframboði Keilis síðustu ár og í dag
eru fjórir skólar með fjölbreyttar námsleiðir starfandi undir
Keili: Háskólabrú, Heilsuakademía, Flugakademía Íslands og
Menntaskólinn á Ásbrú.
Frá árinu 2007 hafa rúmlega 4.300 manns útskrifast af
tuttugu brautum frá Keili og í dag eru núverandi nemendur
á annað þúsund í skólum Keilis.
Framkvæmd aðgerðar
áætlunar í leikskólamálum
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs og oddviti S-listans.
Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi í fræðsluráði
og skipar 8. sæti S-lista Samfylkingar og óháðra.
Ljóst er að mikil fjölgun ungra barna
í Reykjanesbæ hefur haft mikil áhrif
á stefnumótun núverandi meirihluta.
Búið er að rýna til gagns og greina
betur þörfina hvar ber að staðsetja
leikskóla til framtíðar.
Í dag eru 1.274 börn á leikskólum
Reykjanesbæjar. Börn fædd á árinu
2020 eru tæplega 300 talsins og þau
munu öll fá pláss á leikskólum á ár-
inu 2022, þ.e. innan tveggja ára ald-
urs. Þegar horft er til 2021 árgangsins
er fjöldi barna um 280 talsins. Flest
þeirra, eða 90 börn, búa í Innri-Njarð-
vík, bæði í Tjarnar- og Dalshverfi. Er
því ljóst að næsti leikskóli verður að
koma í því hverfi.
Leikskóli í Dalshverfi 3 vorið 2023
Vorið 2023 mun rísa nýr leikskóli
í Dalshverfi 3, gert er ráð fyrir 120
börnum. Fljótlega verður boðin út
nýbygging við Stapaskóla, en gert er
ráð fyrir 120 börnum, sem mun leysa
af 85 barna núverandi leikskóla sem
er í bráðabirgðahúsnæði. Með þessu
móti munu 155 ný pláss skapast í Dals-
hverfi en auk þess mun rísa ný álma
við leikskólann Holt sem verður tekin
í gagnið í haust n.k., þar er gert ráð
fyrir 36 börnum. Þessi fjölgun sýnir
vel áherslur meirihlutans að búa vel
að börnum.
Leikskóli í Hlíðarhverfi
Stefnt er að því að byggja nýjan leik-
skóla í Hlíðarhverfi og eru viðræður
þar af lútandi nú þegar í gangi. Von-
ast er til að þeim viðræðum ljúki fljót-
lega og við getum hafist handa við að
byggja þann leikskóla.
Ljóst er að uppbygging bæjarins
hefur verið hröð og við höfum lagt
okkur öll fram við að bæta stöðu
barna með bættri aðstöðu og aukinni
þjónustu við barnafjölskyldur. Til að
brúa bilið og koma til móts við foreldra
ungra barna meðan beðið er eftir fleiri
leikskólaplássum var tekin ákvörðun í
bæjarstjórn að niðurgreiða foreldrum
gjald sem greitt er til dagforeldra ef
barnið er orðið átján mánaða eða eldra
og hefur ekki fengið leikskólapláss.
Allt þetta og margt annað eins og
auknar hvatagreiðslur og stuðningur
við tómstunda- og íþróttaiðkun barna
sýnir að við erum á réttri leið og allar
vonir standa til þess að með áfram-
haldandi öruggum rekstri bæjarins
verði mögulegt að taka stærri skref í
leikskólamálum á næsta kjörtímabili.
Frá hátíðlegri athöfn sem Keilir, miðstöð
vísinda, fræða og atvinnulífs, hélt í
Hljómahöll fyrr í ár í tilefni útskriftar frá
Háskólabrú og Heilsuakademíu Keilis.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
INGIBERGUR ÞÓR KRISTINSSON
Vallargötu 21, Keflavík
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu fimmtudaginn 24. mars.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13.
Guðrún Júlíusdóttir
Lárus Kristján Ingibergsson Amal El Idrissi
Kamilla Ingibergsdóttir
Ingi Þór Ingibergsson Anna Margrét Ólafsdóttir
og barnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR H. ÓSKARSDÓTTIR
Diddý
Aðalgötu 5, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 24. mars.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 12.
Ólafía Lóa Bragadóttir Hilmar Símonarson
Freyr Bragason Sesselja Østerby
Óskar Guðfinnur Bragason Sigurbjörg Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og afi
ÞÓRIR SÆVAR MARONSSON
Fv. yfirlögregluþjónn í Keflavík
lést á Sólvangi 27 mars.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 1. apríl kl 15.
Védís Elsa Kristjánsdóttir
Pálmar Örn Þórisson
Margrét Sigríður Þórisdóttir
Elsa Dóróthea Gísladóttir
Kristján Einar Gíslason
og afabörn.
skil á aðsENdu EFNi
Greinar og annað aðsent efni sem óskað er
að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist
ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið
vf@vf.is
Almennileg
við alla
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 13