Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Síða 10

Víkurfréttir - 30.03.2022, Síða 10
 Eitt fallegasta og vinsælsta kórverk sögunnar í Duus Safnahúsum Sálumessa Mozarts flutt á tvennum tónleikum 8. og 9. apríl. Tuttugu og fimm manna sinfóníuhljómsveit og 50 manna kór. Hljómburður í bátasalnum hentar vel fyrir Sálumessuna. „Þetta er eitt fallegasta kórverk sem skrifað hefur verið og eitt það vin- sælasta, sálumessa Mozarts. Hann var að skrifa þetta þegar hann lést og klárað af öðru tónskáldi. Þetta er flutt reglulega um allan heim og nú ætlum við að flytja þetta á tvennum tónleikum í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ og verðum með frá- bæra söngvara og kór,“ segir Jóhann Smári Sævarsson hjá Óperufé- laginu Norðurópi sem í samvinnu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er að ráðast í það stórvirki að flytja Requiem (Sálumessu) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sálumessan er um það bil 50 mínútna langt tónverk fyrir fjóra ein- söngvara, kór og sinfóníuhljómsveit og er ein allra þekktasta sálumessa tónbókmenntanna. Verkið er flutt árlega um allan heim, en afar sjaldan hér á landi. Að sögn Jóhanns Smára verður verður verkið í þessari tónleikaupp- færslu flutt af 25 manna sinfóníu- hljómsveit, tæplega 50 manna kór einsöngsmenntaðra söngvara, langt kominna söngnemenda og þjálfaðra áhugasöngvara, sem skipta svo með sér einsöngsatriðum. Hljómburð- urinn í Bátasal Listasafns Reykja- nesbæjar hentar Sálumessunni mjög vel og lýsing verður viðeigandi og glæsileg. Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson, konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir og ljósameistari Magnús Helgi Kristjánsson. Norðuróp stofnaði fyrir nokkrum árum nokkurs konar óperustúdíó í Reykjanesbæ í samvinnu við Tón- listarskóla Reykjanesbæjar og Hljómahöll, með uppfærslu á óper- unni „Brúðkaup Fígarós“ eftir W.A. Mozart. Verkefnið var opið öllum söngvurum og söngnemendum Tónlistarskólans sem og efnilegum söngvurum hér á Suðurnesjum og annars staðar að af landinu. Við höfum reynsluna og þekkinguna á svæðinu til að leiða slík spennandi verkefni, sem gefa ungum lista- mönnum frábær tækifæri til að auka þekkingu sína og reynslu á óperu- sviðinu um leið og við aukum við menningarflóruna á svæðinu. „Eftir mjög vel heppnaða og fjöl- sótta uppfærslu Norðuróps og Tón- listarskóla Reykjanesbæjar á söng- leiknum „Fiðlarinn á þakinu“ eftir J. Bock sem sýndur var í Stapa, haustið 2019 í tilefni af tuttugu ára afmælum beggja, og þann mikla áhuga þeirra sem tóku þátt og ann- arra söngvara og hljóðfæraleikara af svæðinu, þá höfum við ákveðið að nota meðbyrinn og halda þessu já- kvæða samstarfi Norðuróps og Tón- listarskóla Reykjanesbæjar áfram og ráðast í flutning þessa magnaða verks, Sálumessu eftir W.A. Mozart, sem við efumst ekki um að muni falla í góðan jarðveg hjá Suðurnesja- mönnum,“ segir Jóhann Smári. Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta í rafrænni útgáfu Víkurfrétta frá og með 31. mars Páll Ketilsson pket@vf.is Stór hluti hópsins á æfingu í Hljómahöllinni undir stjórn Jóhanns Smára. Hluti tónanna verður í Suðurnesjamagasíni vikunnar. VF-mynd/pket Keflavíkurkirkja í samstarfi við frábært tónlistarfólk frá Suðurnesjum stendur fyrir styrktartónleikum fyrir flóttafólk frá Úkraínu fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00. Alexandra Chernyshova, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Valdimar Guðmundsson koma fram ásamt Regnbogaröddum Keflavíkurkirkju, Kór Keflavíkurkirkju og Vox Felix. Aðgangseyrir er 2.500 kr. sem rennur óskiptur í neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar svo hægt sé að veita íbúum frá Úkraínu neyðaraðstoð og sálfélagslegan stuðning. STYRKTAR TÓNLEIKAR FYRIR FLÓTTAFÓLK FRÁ ÚKRAÍNU í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00 TÓNLEIKUNUM VERÐUR STREYMT Á FACEBOOK-SÍÐUM KEFLAVÍKURKIRKJU OG VÍKURFRÉTTA 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.