Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er nýr varaformaður Starfsgreinasambandsins, SGS. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðs- félags Akraness var kosinn nýr formaður sam- bandsins á 8. þingi sambandsins á Akureyri sem fram fór fyrir síðustu helgi. Vilhjálmur Birgisson hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. Nýr varaformaður var kjörin Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum hefur samþykkt áskorun til ríkisstjórnar og Al- þingis sem Sigurgeir Jónsson úr Sandgerði lagði fram á fundinum. Áskorunina og greinargerð má lesa hér að neðan. Áskorun. Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum, haldinn í Reykja- nesbæ 4. mars 2022, skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að framfylgja 69. grein laga nr. 100/2007, um að hækkanir á bótum til aldraðra og öryrkja skuli fylgja launaþróun og ef ágiskuð hækkun í fjárlögum, sem greidd er úr 1. jan. hvert ár, fyrir við- komandi ár, reynist lægri en meðal- launaþróun ársins, samkvæmt útgef- inni meðallaunaþróun af Hagstofu Íslands fyrir það ár, skuli Trygginga- stofnun ríkisins greiða mismuninn til bótaþega 1. júlí. Greinargerð. Á síðustu árum hefur sú ágiskaða launaþróun, sem hefur verið til- greind í fjárlögum þegar kemur að hækkun bóta til aldraðra og öryrkja, reynst lægri en sú meðallaunaþróun útgefin af Hagstofu Íslands, hefur reynst fyrir hvert ár. Í fjárlögum fyrir árið 2020, samþykktum af Al- þingi 2019, var ágiskuð launaþróun ársins 2020, 3,6%. Á vef Hagstofu Íslands um meðallaunaþróun ársins 2020, kemur fram að meðallauna- þróun ársins 2020 reyndist 7,0%. Mismunur á launaþróun 3,4%. Ág- iskuð launaþróun í fjárlögum fyrir árið 2021, samþykktum af Alþingi 2020 var 3,6%. Meðallaunaþróun fyrir árið 2021, samkvæmt Hagstofu Íslands reyndist 7,5%. Mismunur 3,9%. Eðlilegt hlýtur að teljast sam- kvæmt 69. gr. laga nr. 100/2007, að Tryggingastofnun verði gert að greiða mismuninn og sambærilegan mismun í framtíðinni, sem upp kann að koma. Umboðsmaður Alþingis sendi bréf til ráðherra og Velferðarnefndar Al- þingis, dags. 1. október 2019, þar sem hann gerði athugasemd við af- greiðslu stjórnvalda á því ákvæði í lögum almannatrygginga er varðar viðmið um launaþróun og bendir hann á að bæta verði úr því. Við því hafa stjórnvöld og Alþingi ekki orðið. Eldri borgarar á Suðurnesjum skora á ríkisstjórn og Alþingi Guðbjörg Kristmundsdóttir kjörin varaformaður SGS Reykjanesbær og bandaríska fyrir- tækið Almex USA Inc., í gegnum íslenskt dótturfélag, hafa náð sam- komulagi um að skoða möguleika þess að setja upp umhverfisvæna endurvinnslu á áli í Helguvík. Almex USA Inc sérhæfir sig í fram- leiðslu á búnaði fyrir úrvinnslu og endurvinnslu á hágæða áli ásamt fjárfestingum í skyldum iðnaði, er leiðandi á sviði endurvinnslu léttmálma og með sérstöðu hvað varðar framleiðslu á áli fyrir geim- ferða- og flugvélaiðnaðinn. Telur fyrirtækið Ísland vera hentuga staðsetningu fyrir þessa starfsemi. Samkomulagið var samþykkt sam- hljóða á fundi bæjarráðs Reykja- nesbæjar í morgun. Bæjarráð hefur heimilað Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita viljayfir- lýsingu þess efnis. Um er að ræða umhverfisvæna starfsemi sem yrði hluti af sjálfbæru hringrásarhagkerfi og er áætluð ársframleiðsla 45.000 tonn í fyrri áfanga. Reiknað er með að starfs- menn verði um 60 þegar fullum af- köstum er náð. Reykjanesbær horfir jafnframt til þess að afleidd tæki- færi af slíkri starfsemi geti styrkt atvinnuþróun á svæðinu. Verkefnið er í samræmi við þá stefnu Reykjanesbæjar að í Helguvík byggist upp iðnaður sem hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið. Markmið Reykjanesbæjar er að efla Helguvík sem iðnaðarsvæði sem styður við þá stefnu og hringrásar- hagkerfið. Skoða umhverfisvæna endurvinnslu á áli í Helguvík • Jón og Margeir • Grindavíkurdætur • Sálumessa Mozarts Leiklistarval unglinga í Heiðarskóla frumsýndi á árshátíð skólans söng- leikinn Grís í leikstjórn þeirra Daníellu, Estherar og Guðnýjar sem allar eru kennarar við skólann. Að venju voru haldnar almennar sýningar á mánudag og þriðjudag. Vegna góðrar aðsóknar var ákveðið að skella í aukasýningu miðvikudag kl. 20:00. Sýnt er á sal skólans og er miða- verð 1.000 krónur. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aukasýning á GRÍS í Heiðarskóla Prinsinn og Moses ætla að fagna sjálfum sér og hvor öðrum, sem og glóðvolgri músík sem þeir eru að þrykkja út í kosmósið. Tónleikarnir fara fram fimmtu- daginn 12. maí í Stapa í Hljóma- höll. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Miðasala hefst kl 11:00 föstu- daginn 25. mars á hljomaholl.is. Prins Póló & Moses Hightower í Hljómahöll Hafnarstjóri kynnti drög að samn- ingi við Endurvinnsluna hf. varð- andi útskipun á gleri um Helgu- víkurhöfn til endurvinnslu erlendis á síðasta fundi hafnarstjórnar Reykjaneshafnar. Stjórn Reykjaneshafnar sam- þykkti fyrirliggjandi drög samhljóða og fól hafnarstjóra að undirrita þau. Endurvinnslan hf. skipar út gleri frá Helguvík 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.