Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 14
„Það þarf líka að ala upp næstu kynslóðir. Þjálfun gengur út á það að skila leikmönnum upp í meistaraflokkana og hér eru margir áhugasamir og efnilegir strákar. Körfuboltinn er klárlega búinn að vera á uppleið í mörg ár. Iðkendur eru alltaf að verða betri, íþróttin að verða vin- sælli og fær meira áhorf og fleiri styrktaraðila með hverju árinu. Kakan er alltaf að stækka og körfuboltaíþróttin er orðin fjandi myndarleg kaka í dag,“ segir Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík, þegar Víkurfréttir hittu á hann í Ljónagryfjunni þar sem hann var að þjálfa stráka í sjöunda og áttunda flokki. Nú lýkur deildarkeppninni í þessari viku og úrslitakeppnin í Subway-deildunum er rétt handan við hornið. Í lokaumferð Subway- deildar karla mætast nágrannafé- lögin og erkióvinirnir Njarðvík og Keflavík sem hafa bæði að miklu að keppa. Keflavík er í þriðja sæti og Njarðvíkingar eru í kjörstöðu til að vinna deildina eftir að Þórs- arar frá Þorlákshöfn töpuðu fyrir Tindastóli í næstsíðustu umferð en þeir höfðu tveggja stiga forskot fyrir þann leik. „Þessi deild er nú bara svona – hvaða leikur sem er getur farið hvernig sem er. Það er ekkert í hendi,“ segir Benedikt. Nú er þetta í ykkar höndum. „Já, þetta flakkar á milli handa. Fyrst var þetta í okkar höndum, svo í þeirra höndum [Þórs Þorlákshöfn] – og núna er þetta aftur í okkar höndum.“ Það má reikna með hörkuleik á fimmtu- daginn þegar Njarðvík og Keflavík mætast. „Burtséð frá þessari stöðu þá má alltaf reikna með hörkuleik þegar þessi lið mætast en ég held að deildarleikur milli þessara tveggja félaga hafi aldrei verið eins stór og leikurinn á fimmtudaginn verður. Þetta er gríðarlega þýð- ingarmikill leikur fyrir bæði lið, við erum að berjast um fyrsta sætið og þeir eru að berjast um þriðja sæti og heimavallaréttinn. Þannig að það er svo miklu meira undir núna en bara montrétturinn og stigin tvö.“ Það hefur orðið gríðarlegur viðsnúningur á gengi Njarðvíkinga á einu ári en í fyrra voru þeir í bullandi fallbaráttu. Síðan þá hefur bikarmeistaratitill bæst í safnið og þeir eru efstir í deildinni. Þið eru ekki orðnir saddir núna, eða hvað? „Nei, alls ekki. Mikið hungur í hópnum og vonandi getum við stillt fljótlega upp okkar sterkasta liði. Það er möguleiki á öðrum titli hérna og í meistaraflokki snýst þetta um að ná í titla. Við ætlum klárlega að leggja allt í sölurnar til að fá þennan bikar. Ef það tekst ekki, „so be it“, en við munum gera allt sem við getum.“ Að lokum, hverjum spáir þú Íslandsmeistara- titlum karla og kvenna í ár? „Ég get nú ekki annað en spáð okkur sigri, kannski er það bara óskhyggja en ég vona að Njarðvík vinni báða titlana,“ segir Benedikt að lokum. JPK Þróttarar leika til úrslita í 2. deild karla Þróttur Vogum mætti Leikni Reykjavík um helgina í undanúr- slitum 2. deildar karla í körfu- knattleik. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem íþróttahúsið í Vogum er óleikhæft eftir að hafa orðið fyrir vatnstjóni fyrir skemmstu. Þróttarar sýndu mikla yfirburði í leiknum og höfðu að lokum 34 stiga sigur (92:58). Þróttur mætir Ár- manni í úrslitum um sæti í 1. deild eftir að Ármann hafði betur í sínum leik gegn Snæfelli. Fyrra liðið til að vinna tvo leiki stendur uppi sem sigurvegari 2. deildar karla og teku sæti ÍA í næstefstu deild að ári. Birkir Alfons Rúnarsson, for- maður meistaraflokks Þróttar, segist spenntur fyrir úrslitaviðureignunum gegn Ármanni og hann hvetur Þróttara og aðra Suðurnesjamenn til að mæta á leikina og styðja við bakið á sínu liði. Stutt er síðan Þróttur stofnaði meistaraflokk í körfuknatt- leik og er þetta annað tímabilið sem liðið tekur þátt í á Íslandsmóti. Guðmundur Ólafsson hér að komast fram hjá leikmanni Leiknis og setja niður tvö stig. VF-myndir: JPK Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 Skil á framboðslistum Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 14. maí 2022. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar veitir framboðslistum móttöku á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, frá kl. 11:00 til 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Mikilvægt er að skila framboðsgögnum einnig á tölvutæku formi til yfirkjörstjórnar. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is, undir sveitarstjórnarkosningar 2022. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar, Jóna H Bergsteinsdóttir, Magnea H Björnsdóttir og Valur Á Gunnarsson REYKJANES BÆR REYKJANES BÆR það er svo miklu meira undir núna en bara montrétturinn Njarðvíkingar fögnuðu innilega löngu tímabærum titli í fyrra – hvað gera þeir nú? Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, spáir UMFN Íslands- meistaratitli í karla- og kvennaflokki. sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.