Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 15
„Þetta fer í reynslubankann,“ sagði Hildur Ósk eftir að hafa tekið þátt í sínu fyrsta Norðurlandamóti Hildur Ósk Indriðadóttir úr Hnefa- leikafélagi Reykjaness keppti fyrir Íslands hönd í flokki kvenna fullorð- inna, -66 kg. Hildur mætti sterkum mótherja frá Noregi á föstudag og eftir snarpa viðureign hafði sú norska sigur og Hildur Ósk komst því ekki áfram í úrslit. Hildur, sem byrjaði að stunda hnefaleika fyrir sex árum, fylgdist áhugasöm með mótinu úr áhorf- endastæðunum yfir helgina enda ekki á hverjum degi sem hægt er að fylgjast með þvílíkum fjölda kepp- enda í þessum gæðaflokki hérlendis. Hildur fékk erfiðan andstæðing í sinni fyrstu viðureign á Norðulanda- móti en hún segir bardagann fara í reynslubankann og muni efalaust gera hana að sterkari hnefaleikara enda sé hún hvergi nærri hætt. Fjóla Margrét fór holu í höggi á Valle del Este Nokkrir iðkendur úr unglinga- og afreks- starfi Golfklúbbs Suðurnesja fóru í æfinga- ferð til Spánar dagana 19.–26. mars. Farið var til Valle del Este í Almeria-héraði þar sem hópurinn æfði og spilaði við frábærar aðstæður þó svo að veðrið hafi ekki verið mjög spánarlegt en það truflaði golfið lítið. Hápunktur ferðarinnar var þegar Fjóla Margrét, tvöfaldur Íslandsmeistari og nú- verandi klúbbmeistari GS, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn og örugglega ekki það síðasta. Holan er 90 metra löng og notaði hún fleygjárn í draumahöggið sem flaug fram yfir stöngina og spinnaði ofan í holuna. Hópurinn samanstóð af iðkendum, þremur foreldrum og Sigurpáli Geir Sveinssyni, íþróttastjóra GS. Keppnishópur GS ætti því að koma vel undirbúinn í keppnis- tímabilið hér heima sem hefst eftir rúman mánuð. AUGLÝSING VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2022 Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl. Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar veitir framboðslistum móttöku þann dag frá kl. 10:00 til kl. 12:00 á hádegi á fyrstu hæð Vörðunnar, Miðnestorgi 3. Yfirkjörstjórn vekur sérstaka athygli á 39. gr. laga um kosningu til sveitarstjórna nr. 112/2021, en þar er kveðið á um fjölda meðmælenda með framboðslistum. Skulu meðmælendur hvers lista vera að lágmarki 40 og að hámarki 80. Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar SKILAFRESTUR FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 14. MAÍ 2022 Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 8. apríl. Tekið er á móti framboðslistum á milli kl. 16-18 þennan sama dag, á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2. Mikilvægt er að skila framboðsgögnum á tölvutæku formi. Leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista: n Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. n Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista. n Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. n Tilnefna þarf tvo umboðsmenn. n Tilgreina ber nafn framboðs. n Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf. Vakin er athygli á nýjum kosningalögum nr. 112 25. júní 2021. Frekari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðs Íslands, www.stjornarradid.is. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Vel heppnað Norðurlandamót í hnefaleikum var haldið í Akurskóla um helgina Norðurlandamót í hnefaleikum fór í fyrsta sinn fram á Íslandi um síðustu helgi og var það haldið í Akurskóla í Reykjanesbæ. Hildur Ósk Indriðadóttir úr Hnefaleika- félagi Reykjaness var eina konan sem keppti fyrir Íslands hönd. Mótið átti upprunalega að vera haldið árið 2020 en vegna kórón- aveirufaraldursins var ekki hægt að halda það fyrr en nú. Þetta er í fyrsta skipti sem keppni af þessari stærðargráðu er haldin á Íslandi og létu keppendur vel af aðstæðum og mótahaldi. Mótið var gríðarlega sterkt og hingað mættu keppendur sem eru að keppa meðal hinna bestu í heimi í sínum þyngdarflokkum, má því auðveldlega segja að þetta sé sterkasta mót sem haldið hefur verið á Íslandi í hnefaleikum. Með því að halda mótið hérlendis hefur Ísland tryggt sér fast sæti á öllum Norður- landamótum framvegis. Það voru alls 74 keppendur, sautján ára og eldri, sem tóku þátt í mótinu í ár og var margt af öflugasta hnefaleikafólki Norðurlanda mætt til keppni. Tíu Íslendingar voru skráðir til keppni en einn þurfti því miður að hætta við á síðustu stundu vegna Covid. MEÐ HNÚUM OG HNEFUM Áhorfendur voru vel með á nótunum og hvöttu sitt fólk til dáða. Hildur Ósk fylgdist með keppni um helgina. „Hildur að keppa á Norðurlandamóti um helgina á móti öflugustu stelpu Noregs. Geggjaður árangur, vel uppsett og skipulagt mót. Algjör fagmennska á fyrsta NM sem Ísland heldur og það að hafa það í Reykja- nesbæ er flottur bónus,“ sagði Björn Björns- son, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykja- ness í Facebook-færslu eftir mótið. Mynd: HNÍ Mynd: HNÍ vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.