Víkurfréttir - 30.03.2022, Blaðsíða 12
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast
vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu.
Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann,
tekur saman með góðra manna hjálp.
13. ÞÁTTUR
SKÓLI EINNIG STOFNAÐUR Í GARÐINUM 1872
Stofnaður var barnaskóli í Garði
sama ár og í Vatnsleysustrandar-
hreppi, að frumkvæði séra Sigurðar
Br. Sivertsen, prests að Útskálum.
Lagði hann til og safnaði fé, og
var strax byggt hús í Gerðum. Var
skólinn vígður 7. október 1872,
starfaði þann fyrsta vetur til 7. maí
með fimmtán til átján nemendum
á aldrinum átta til fjórtán ára. Var
næstu ár kennt frá klukkan 10 til 15
sex daga vikunnar á tímabilinu frá
1. október til 1. apríl, líkt og í Vatns-
leysustrandarhreppi. Nemendur
voru á bilinu 25 til 45 flest árin fram
undir miðja 20. öld. Stundum var
aðeins einn kennari og öllum kennt
í einum hópi en oft var aðstoðar-
kennari og kennt í tveimur deildum,
eftir aldri og þroska.
Flest fyrstu árin var góður
kennari, Þorgrímur Þórðarson, 22
ára er hann hóf störf, með reynslu
frá Eyrarbakka, en svo voru um tíma
lítt hæfir kennarar. Kaupið var um
70 kr á mánuði, auk svefnherbergis í
skólahúsinu og aðstöðu til að stunda
sjóróðra, sem var góður kaupauki á
vorin þegar vel aflaðist.
Fyrsta skólahúsið reyndist ekki
vel. Það var byggt í fjörunni, flaut
sjór umhverfis og jafnvel inn í það,
olli skemmdum og var oft hættu-
legt fyrir börnin að leika sér úti.
Húsið var kalt og dimmt og illa
búið og hóstandi kennarar og nem-
endur kvörtuðu oft um kulda og
reyk. Þannig var ástandið fyrstu
fimmtán árin þar til 1887 að skólinn
var fluttur í tvö leiguherbergi í Mið-
húsum og starfaði þar næstu þrjú
árin við betri skilyrði. Fékk skólinn
þá ný borð og bekki, veggtöflur og
ýmisleg áhöld, svo sem tellúríum,
veggkort og myndir. Haustið 1880
flutti skólinn í eigið húsnæði að Út-
skálum, þar sem aðstaða var mun
betri, síðan í sérbyggt skólahús 1910,
sem er elsti hluti núverandi húss.
Árið 1887 kom merkur skóla-
maður til starfa í Gerðaskóla, Ög-
mundur Sigurðsson, og kenndi til
1896 nema eitt skólaár, 1891–1892,
þegar hann var í kennaraskóla í Chi-
caco, líklega fyrstur íslenskra skóla-
manna til að stunda nám í Banda-
ríkjunum. Áður hafði hann stundað
kennaranám í Kaupmannahöfn.
Ögmundur mótaði starf skólans
til frambúðar og tók kennsluna
föstum tökum. Hann tók fyrir það
að foreldrar tækju börnin úr skól-
anum þegar hentaði að hafa þau í
vinnu heima, sem hafði oft valdið
ruglingi og erfiðleikum fyrir kenn-
arann. Veturinn 1889 til 1890 var 41
barn í skólanum, í tveimur deildum.
Kennslutími var sex mánuðir; engum
nemanda var veitt móttaka eftir 2.
október og engum gefið burtfarar-
leyfi allan skólatímann. Við skólann
voru tveir kennarar og auk þess
tímakennari í söng. Kennslugreinar
voru lestur, biflíusögur, kver, landa-
fræði, skrift og rjettritun í báðum
deildum, og náttúrusaga og íslenzka
í efri deild. Söngur var kenndur í
báðum deildum. Kristin fræði voru
fyrirferðarmikil í námsefni skólans
og vildi Ögmundur auka vægi vís-
indagreina sem hann taldi nota-
drýgri. Hann var ekki mikið fyrir
vitnisburðarbækur og einkunnagjöf.
Skólinn naut styrkja úr Thorc-
hilliisjóði fyrir fátæk heimili. Það
voru t.d. sjö börn árið 1909, fengu
20 kr. hvert. Aðrir foreldrar greiddu
skólagjöld, sem gátu fyrir árið numið
vikulaunum heimilisföður.
Bjarni Jónsson tók við af Ög-
mundi 1896 og var aðalkennarinn
næstu fimm ár. Hann var mikið
fyrir söng og bænir, spilaði á fiðlu
og lét börnin syngja. Skyldi skólinn
vera kristilegur og þjóðlegur. Síðan
tóku við ung hjón, Matthildur Finns-
dóttir og Einar Magnússon, og báru
uppi skólastarf og héraðsmenningu
í meira en fjóra áratugi, allt frá alda-
mótum og fram í seinna stríð.
Heimildir:
Gerðaskóli í 130 ár 1872 – 2002, eftir Einar Georg Einarsson, bók m.a. hugsuð sem
kennslubók fyrir nemendur skólans, bæði með fróðleik, myndum og verkefnum.
Að vissu leyti saga Garðsins.
Grein Ögmundar: Um skóla á Suðurnesjum. Tímarit um uppeldi og menntnamál
3. árg. 1990, bls. 87–98.
Leó Máni Quyen Nguyén er sautján ára og kemur frá Keflavík. Hann situr í ung-
mennaráði Reykjanesbæjar og er í markaðsnefnd nemendafélags Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Auk þess þjálfar hann og æfir körfubolta með Keflavík.
Leó Máni er FS-ingur vikunnar.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á fjölgreinabraut.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Helsti kosturinn við FS er myndi ég segja
bara þetta geggjaða fólk svo auðvitað
félagslífið, NFS er að slátra þessu.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða
frægur og hvers vegna? Finnbogi Páll,
fyrir að vera með heitasta mulletið á
landinu.
Skemmtilegasta sagan úr FS:
Það er þegar við vorum í bingó á spila-
deginum og vinkona mín hélt hún væri
með sprunginn botnlanga.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Grétar Snær Haraldsson punktur.
Hver eru áhugamálin þín? Ég hef gaman
af körfubolta, ræktinni, spila á gítar, elda
og baka.
Hvað hræðistu mest?
Að vera blankur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Það fer oft
bara eftir hvernig skapi ég er í en ég læt
allt með Khalid sleppa.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er skipu-
lagður, kurteis, jákvæður, eiginlega alltaf
brosandi og kann að smita gleðinni.
Hver er þinn helsti galli? Hef lítinn tíma
fyrir mig sjálfan og ofhugsa hluti.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum
þínum? Snapchat og Instagram, svo nota
ég YouTube eitthvað smá.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari
fólks? Þegar það er heiðarlegt og já-
kvætt.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnan er að verða ríkur. Nei segi svona,
ætla fyrst og fremst að klára stúdentinn,
svo græða peninginn og fara út í skóla.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði
hvaða orð væri það? Amazing.
FS-ingur vikunnar: Leó M
áni Quyen Nguyén
Ung(m
enni) vikunnar: Yasm
in Nadía Líf Pálsdóttir
Eiginlega
alltaf
brosandi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Almennileg
við alla
Nadía Líf Pálsdóttir er sextán ára og kemur frá Njarðvík. Hún æfir körfubolta
og er meðlimur unglingaráðs Fjörheima. Nadía Líf er að eigin sögn opin og
áhugaverð. Henni finnst gaman að hitta vini sína og tala um stráka.
Nadía Líf er ungmenni vikunnar.
Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk.
Í hvaða skóla ertu? Njarðvíkurskóla.
Hvað gerir þú utan skóla? Er alltaf annað
hvort heima sofandi, á körfuboltaæfingu
eða að hitta vini mína.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Ég myndi segja að það væri stærðfræði,
þegar að ég skil hvað er í gangi.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að
verða frægur og hvers vegna?
Salvar, hann verður klárlega söngvari.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar að allt nemendaráðið var í feluleik
og ég var búin að vera leita og leita heil-
lengi af öllum en svo kom í ljós að þau
voru búin að læsa mig inni í skólanum og
biðu eftir mér í niðri við inngang skólans.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Yngvi kennari, hann er kóngur skólans.
Hver eru áhugamálin þín? Að hitta vini
mína, list og körfubolti. Svo er líka að tala
um stráka mjög hátt á listanum.
Hvað hræðistu mest? Að deyja. Ég veit
að þegar að maður deyr gerist mögulega
ekkert en það að hugsa um að deyja og
að vera ekki lengur til er pínu óþægi-
legt.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Star-
light með Dave eða Waves með Kanye
West.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er almennileg við alla og frekar opin
manneskja.
Hver er þinn helsti galli?
Pæli of mikið í hvað öðrum finnst.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum
þínum? TikTok og Spotify.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari
fólks? Þegar að fólk er ekki feimið og það
er kostur ef það er auðvelt að detta í gott
spjall.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Það er mjög góð spurning.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði
hvaða orð væri það? Áhugaverð.
12 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM