Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.04.2022, Side 14

Víkurfréttir - 21.04.2022, Side 14
Úkraínskur úrvalsdeildarleikmaður í Keflavík Ivan Kalyuzhnyi, 24 ára miðju- maður, hefur gengið til liðs við Keflavík en hann kemur frá FK Oleksandriya sem leikur í efstu deildinni í Úkraínu. Ivan leikur í stöðu miðjumanns og hefur töluverða reynslu úr efstu og næst efstu deild í heimalandi sínu. Ivan kemur sem fyrr segir á láni og gildir lánssamningurinn fram í júlí. Ivan kemur væntanlega til með að styrkja leikmannahóp Keflavíkur mikið. Verið er að vinna hörðum höndum að því að fá leikheimild fyrir Ivan sem er þegar kominn til landsins með fjölskyldu sinni. Ivan, Anja, kona hans, og Olivia, tæplega tveggja ára gömul dóttir þeirra, voru fegin að vera komin til landsins en vegna þess hörmung- arárstands sem ríkir í heimalandi þeirra hafa þau haldið til hjá vina- fólki í Póllandi að undanförnu. Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Fræðslusvið - Kennsluráðgjafi Fræðslusvið - Sálfræðingur Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu Súlan verkefnastofa - Vefstjóri Garðyrkjudeild - Sumarstörf Aspardalur – Búsetuúrræði fyrir fatlaða Heiðarsel - Deildarstjóri Heiðarskóli - Náttúrufræðikennari á unglingastigi Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild - Sérkennari/þroskaþjálfi Stapaskóli - Starfsmenn skóla Starf við liðveislu Störf í boði hjá Reykjanesbæ Keflvíkingar hófu leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í byrjun vikunnar þegar þeir mættu liði Breiðabliks á útivelli. Það tók Blika ekki nema rétt rúma mínútu að brjóta varnarmúra Keflavíkur og komast yfir. Áður en blásið var til hálfleiks hafði Breiðablik skorað þrívegis og lauk leiknum með yfirburðasigri Blika, 4:1. Keflvíkingar mættu ekki til- búnir til leiks og því fór sem fór. Strax á fyrstu mínútu reyndi á Sindra Kristinn Ólafsson, mark- vörð Keflvíkinga, sem varði í horn en upp úr hornspyrnunni skoruðu Blikar frysta markið. Fyrri hálf- leikur var einstefna að marki Keflavíkur og mátti litlu muna að fleiri mörk litu dagsins ljós. Smá lífsmark vaknaði hjá Keflavík eftir að Patrik Johannesen skoraði fyrir Keflavík á 77. mínútu en þá höfðu Blikar þegar skorað fjórða mark sitt. Annar erfiður leikur bíður Kefl- víkinga en í næstu umferð taka þeir á móti Val á HS Orkuvell- inum. Leikið verður næstkomandi sunnudag, Adam Ægir leikur með Keflavík í Bestu deildinni Keflvíkingar styrktu leikmannahóp sinn um helgina þegar tveir nýir leik- menn skrifuðu undir samninga við knattspyrnudeildina. Adam Ægir Pálsson snýr aftur til Keflavíkur á lánssamningi frá Víkingi Reykjavík en Adam þekkir vel til í Keflavík þar sem hann lék með liðinu 2019 og var síðan seldur á miðju sumri 2020 til Víkings. Adam er kant- maður og kemur til með að styrkja Keflavíkurliðið mikið fyrir komandi átök í Bestu deildinni. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta endaði. Ég er kominn til að styrkja Keflavík og að taka þátt í þeirri velgengni sem hefur verið í gangi hjá Keflavík síðan ég fór.“ Hvað varð til þess að Keflavík varð fyrir valinu? Fyrst og fremst þá líður mér rosa- lega vel hérna hjá Keflavík, ég þekki Sigga Ragga vel og mér líður mjög vel að spila undir hans stjórn. Það er mjög gott að vera hérna – svo ein- falt er það. Ef ég myndi fara á lán frá Víkingi þá fannst mér ekkert annað koma til greina en Keflavík.“ Adam Ægir kemur á lánssamningi eins og fyrr segir og er lengd hans óákveðin. „Kannski verð ég hálft tímabilið, kannski allt tímabilið – það kemur bara í ljós,“ segir Adam Ægir sem er þegar orðinn löglegur með Keflavík. Adam Ægir í leik með Keflavík Lengjudeildinni 2020. Það má reikna með að talsvert eigi eftir að mæða á Sindra Kristni í marki Keflvíkinga í sumar. Keflavík tapaði fyrir Blikum í fyrstu umferð Slæm byrjun í Bestu deildinni Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum vf.issport Óska nær 23 milljóna króna í neyðarstyrki vegna Covid-19 Aðalstjórn Ungmennafélags Njarð- víkur og aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, hafa sent íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar erindi þar sem óskað er eftir neyðarstyrkjum vegna taps sem myndaðist við heimsfar- aldur Covid-19. Samtals er óskað eftir tæpum 23 milljónum króna. Lagt var fram erindi frá aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur um neyðarstyrk að kr. 7.791.847 vegna tekjutaps af völdum Covid-19 árið 2021. Aðalstjórn Keflavíkur óskar eftir neyðarstyrk að kr. 15.000.000 vegna tekjufalls af völdum Covid-19 árið 2021. „Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á að reynt verði eftir fremsta megni að bæta knattspyrnudeild- unum upp ætlað tap sem myndaðist vegna heimsfaraldursins,“ segir í af- greiðslu ráðsins. Úr bikarslag Keflavíkur og Njarðvíkur 2019. sport

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.